Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR / SKIMPRÓF FYRIR BEINÞYNNINGU frá meðaltali fyrir sama aldur. Ómarkvísi rannsókn- arinnar var um 2% (4). Blóðrannsóknir: Osteocalcin (mælikvarði á virkni osteoblasta) og kalkhormón voru mæld í sermi með hjálp mótefna tengdum við geislavirkt joð (immuno- radiometric assay, Nichols Institute, San Juan Capis- trano, CA). N-teleopeptíð er niðurbrotsefni kollagens í beini og notað sem vísir um beinumsetningu og var mælt í þvagi (annað morgunþvag) með ELISA aðferð (Osteomark, Ostex Intemational, Seattle, WA). D- vítamín (25-OH-D) var einnig mælt með hjálp geisla- virkra mótefna (RIA, Incstar Corporation, Stillwater MN, USA). Kalsíum, fosfat, kreatínín og alkalískur fosfatasi voru mæld með hefðbundnum aðferðum. Tölfrœði: Spearmans fylgnistuðull var notaður lil að meta samband ómunar og DEXA mælinga og fylgni líkamsþátta og blóðrannsókna við niðurstöður úr bæði ómun og DEXA. Mest fylgni var milli óm- unar og DEXA í mjöðm og var því samband þessara mælinga skoðað frekar. Reiknað var út næmi, sértæki og jákvætt og neikvætt forspárgildi mismunandi T- gilda ómunar með tilliti til greiningar á beinþynningu í mjöðm samkvæmt skilmerkjum Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar (T-gildi lægra en 2,5 staðalfrávik neðan við meðaltal ungra kvenna á DEXA). Á sama hátt reiknuðum við út næmi, sértæki og forspárgildi fyrir mismunandi Z-gildi ómunar til greiningar á áhættuhópi þar sem greiningin byggðist á beinþéttni 1,0 staðalfrávik neðan við meðaltal 70 ára kvenna (Z- gildi) samkvæmt DEXA. Gröf sem kallast receiver operating characteristic curves (ROC) voru dregin fyrir þessar niðurstöður. Samræmi ómunar og DEXA var reiknað með kappa tölfræði (kappa töl- fræði skoðar hlutfall jákvæðra svara í báðum prófum og metur samræmi þeirra samanborið við að svörin séu óháð hvert öðru, k>0,75 mjög gott samræmi, k=0,4-0,7 gott samræmi, k<0,4 frekar lítið samræmi) (17). t-próf var notað við samanburð á þeim konum sem brotnað höfðu eftir 25 ára aldur eða ekki. Niður- stöður eru gefnar sem meðaltal ± staðalfrávik, nema annað sé tekið fram. Nidurstödur T-gildi ómunar á hælbeini var að meðaltali -2,7±1,17 og Z-gildi var samkvæmt skilgreiningu 0,0±1,16 þar sem við notuðum okkar hóp til að ákvarða aldurs- bundið meðaltal sjötugara kvenna (tafla I). Meðaltal beinþéttni í mjöðm samkvæmt DEXA var 0,759 ±0,025 g/cm2 sem svarar til T-gildis -1,36±1,14 (tafla I). Meðaltal líkamshæðar, þyngdar, fituhlutfalls og mjúkpartahlutfalls (lean body mass) ásamt niður- stöðum úr blóðprufum og beinmælingum er einnig sýnt í töflu I. Samband ómunar og DEXA: Spearmans fylgni- stuðull milli ómunar á hælbeini og DEXA mælinga var á bilinu 0,403-0,572 (tafla II). Mest fylgni ómunar var við DEXA mælingar í mjöðm og því var litið Table 1. Baseline characteristics ofthe 297 seventy year old women. Variable Mean Standard deviation Min Max Height (cm) 162.5 5.38 145.5 179.0 Weight (kg) 70.0 12.8 43.0 117.0 Fat percent (%) 44.3 7.95 20.8 60.0 Lean body mass (kg) 36.3 4.04 27.8 50.3 S-osteocalcin (mg/L) 6.07 2.10 1.90 15.3 U-N-teleopeptide (nmol BCE/mmol creatinine) 50.1 34.5 5.98 211 QUS QUS (T-score) -2.70 1.17 -6.17 1.41 QUS (Z-score) 0.0 1.16 -3.50 4.08 DEXA Total hip (T-score) -1.36 1.14 -4.26 4.28 Total hip (g/cm2) 0.759 0.125 0.440 1.38 L2-L4 (g/cm2) 0.926 0.169 0.562 1.49 Femoral neck (g/cm2) 0.678 0.105 0.416 1.23 Whole body (g/cm2) 0.908 0.0979 0.677 1.22 Table II. Spearman's correlation between bone measurements. Site of DEXA measurement QUS Whole body DEXA Femoral neck l2-l4 Total hip 0.572 ÖÍB99 ði55l 0.663 L2-L4 0.403 0.756 0.635 X Femoral neck 0.515 0.700 X X Whole bodv 0.492 X X X For all correlations p<0.0001 DEXA, total hip (T-score) 3.0- 2.0 -5.0- i i I I I I I l~~ I " I -7.0 -6.0 -5.0 -4.0 -3.0 -2.0 -1.0 0 1.0 2.0 QUS (T-score) Figure 1. The relationship between calcaneal QUS and DEXA of total hip. The area between the dotted and dashed lines indicates osteopenia, DEXA T-score between -1.0 and -2.5, and the area under the dashed line indicates osteoporosis, DEXA T-score below -2.5, as deftned by WHO. nánar á það samband (mynd 1). Fylgni milli DEXA mælinga á mismunandi stöðum var 0,635-0,881 (tafla II). f öllum tilfellum er fylgnin lægri milli ómunar og DEXA en milli mismunandi mælingastaða í DEXA en þó er munurinn ekki mikill. Læknablaðið 2001/87 883
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.