Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 45
FRÆÐIGREINAR / BRÉFASKIPTI meira en tveimur pH stigum og stóð lengur en tvær mínútur og endurtók sig mörgum sinnum yfir nóttina og náði að standa lengur en 4% af heildarsvefntíma var ekki skráð sem sjúklegt (pathologic) nema sýru- fallið væri samfara marktæku súrefnismettunarfalli, hægum hjartslætti, minnkaðri öndunargetu, öndunar- stoppi, skiptingu í léttari svefnstig eða uppvöknun eins og segir í skilgreiningu. Þeir LS og UA virðast ekki hafa áttað sig á því við lestur greinarinnar, að allar rannsóknir sem ekki or- sökuðu marktæka öndunarröskun (óháð lengd tíma- bila og heildarprósentu vélindabakflæðis) voru túlk- aðar eðlilegar, þrátt fyrir að það komi skýrt fram í skil- greiningu að vélindabakflæði var einungis skilgreint sem sjúklegt ef um var að ræða tengsl við röskun á öndunar- eða svefnmunstri (óháð lengd tímabila, magni sýrufalls eða heildarprósentutíma bakflæðis). Astæður þess að minnst er á prósentur og lengd tíma- bila í skilgreiningu eru alfarið byggðar á niðurstöðum rannsóknar okkar og hafa ekkert að gera með rann- sóknir á fullorðnum eins og þeir LS og UA gefa í skyn. Skilgreiningin er því samin út frá niðurstöðum rann- sóknarinnar sem sýna að öll þau börn sem við rann- sökuðum og mældust með sýrustigsfall sem nam 2 eða meira á pH mælikvarða (hvort sem um var að ræða 7 til 5,6 til 4 og svo framvegis) og höfðu mælanlegt sýru- stigsfall endurtekið yfir nóttina, þannig að heildartími aukins sýruástands í vélinda náði 4% af skráðum rann- sóknartíma, sýndu ummerki öndunar- og/eða svefn- röskunar við vélindabakflæði sem var sjúklegt. Skil- greiningin sem við setjum fram, og þeir LS og ÚA kjósa að rýra með því að kalla óhefðbunda án þess að leggja fram málefnalega umfjöllun eða betri skilgrein- ingu (annað en að „allt að 10% vélindabakflæði við eins árs aldur geti verið eðlilegt“; hvað er eðlilegt og hvernig var það mælt?), er byggð á niðurstöðum mæl- inga á pH falli sem tengdar eru við öndunar- eða svefnröskun, auk þess sem yfir 90% þessara barna svöruðu meðferð vel klínískt. Okkur þykir leitt að sjá þær fullyrðingar sem bréf- ritarar varpa fram í niðurlagi sínu: „Hætt er við að les- endur fái miður heppileg skilaboð ... “ ... „Það er okkar álit að ofantalin atriði dragi úr vísindagildi þess- arar greinar. Ábyrgð Læknablaðsins er hér mikilvæg. Val á sérfróðum ritrýnum og gagnrýnin ritstjóm er nauðsynleg." Teljum við þessar fullyrðingar ekki byggðar á faglegum forsemdum. Ef til vill hefðu LS og ÚA átt að kynna sér þá aðferðafræði, sem beitt var í rannsókninni, til hlítar áður en þeir kjósa að rýra innihald greinarinnar með tilvitnun í 15 ára gamlar heimildir sem þeir kjósa að vinna eftir. Hvað varðar meðferð með cisapríði, hefur hún sýnt sig að vera bæði áhrifarík og örugg bæði hjá ungbömum og fyrirburum, sérstaklega við vélindabakflæði sem tengist öndunarvandamálum (1,2). Fyrirtækið Johnson & Johnson kaus að taka lyfið af markaði vegna dauðsfalla sem höfðu átt sér stað hjá eldra fólki sem var á fjöllyfjameðferð sem innihélt cisapríð og sett í samband við lengt QT bil (eigin ákvörðun en ekki að kröfu Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA)). Önnur fyrirtæki hafa haldið framleiðslu lyfsins áfram. Athyglivert má telja að fyrsta rannsóknin sem birt er í Læknablaðinu um samhengi á milli svefn-/öndun- arröskunar og vélindabakflæðis skuli vera unnin af að- ilum sem þeir LS og ÚA ýja að, að séu ófaglærðir. Ef til vill mætti benda þeim á að huga að því að taka upp nútímalegri rannsóknaraðferðir sjálfir við uppvinnslu vélindabakflæðis og koma þeim upplýsingum frá sér á faglegan hátt og verða þannig leiðandi aðilar í faginu. Vélindabakflæði er ekki sjúklegt nema það orsaki röskun á öndun (hækkun á stuðli öndunarstopps/ minnkaðrar öndunargetu (apnea/hypopnea index), súrefnismettunarfall (desaturation)), svefnröskun eða valdi vélindabólgu (esophagitis) eða öðrum sjúklegum meltingarfæraeinkennum. Um þetta hljótum við allir að vera sammála og kjósa að hafa að leiðarljósi eins og höfundar þessarar rannsóknar hafa gert. Að lokum vilja höfundar greinarinnar árétta að sú ritrýni sem vís- indagreinin fékk á vegum Læknablaðsins var ítarleg, greinilega unnin af fagaðilum og Læknablaðinu til sóma. Virðingarfyllst, Hákon Hákonarson sérfræðingur í lungna- og öndunarfærasjúkdómum barna Árni Þórsson sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum barna Heimidlir 1. Ariagno RL, Kikkert MA, Mirmiran M, Conrad C, Baldwin RB. Cisapride decreases gastroesophageal reflux in preterm infants. Pediatrics 2001 ;107: E58. 2. Vandenplas Y, Deneyer M, Verlinden M, Aerts T, Sacre L. Gastroesophageal reflux incidence and respiratory dysfunc- tion during sleep in infants: treatment with cisapride. J Pediatr Gastroenterol Nutr 1989; 8: 31-6. Frd ritstjórn Læknablaðið - vísindarit? I athugasemdum Lúthers Sigurðsonar og Úlfs Agnarssonar við grein Hákonar Hákonarsonar og Árna Þórssonar Algengar orsakir svefnröskunar hjá íslensk- unt börnuni sem gangast undir svefnrannsókn (Læknablaðið 2001; 87:799-804) kemur fram gagnrýni á ritstjórn blaðins. Er hægt að skilja hana svo að ritstjórn hafi ekki vandað nægilega valið á sérfróðum ritrýnum eða þá að grein Hákonar og Árna hafi ekki farið í ritrýni utan ritstjórnar. Val á ritrýnum hefur alltaf ver- ið vandasamt sem sést vel á umræddri grein og þeirri umræðu sem hún hefur vakið. Til áréttingar skal tekið fram að allar fræðigreinar í Læknablaðinu eru yfirfarnar fyrir birtingu af ritstjórn og ritrýni utan ritstjórnar og höfundum gert að bregðast við alhugasemdum sem fram kunna að koma. Tilgangurinn er að reyna að fá sem réttasta og skýrasta frásögn af rannsóknunum og rökréttar fræðilegar ályktanir. Læknablaðið 2001/87 905
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.