Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2001, Side 10

Læknablaðið - 15.11.2001, Side 10
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN en einnig prógestógenin, eru með allra öruggustu lyfjum sem til eru, því alvarlegar skammtíma auka- verkanir eru varla þekktar. Pví má þó ekki gleyma að prógestógenin hafa viss langtíma aukaáhrif sem geta verið óheppileg, einkum með tillili til hugsanlegra áhrifa á fitu- og sykurefnaskipti og á blóðstorku. Á síðustu fimm til sex árum hefur athygli manna beinst að tengslum við bláæðasega, sem tvöfaldast þegar eldri tegundir pillunnar eru notaðar, en nær fjórfald- ast með þeim nýrri af þriðju kynslóð. Þetta hljómar válega. Tölurnar eru þó í reynd þannig að áhættan eykst úr einu tilfelli á ári á hverjar 10000 konur á frjósemiskeiði sem nota enga hormónavörn, í tvö til þrjú meðal 10000 kvenna sem nota aðra kynslóð pró- gestógena (til dæmis levónorgestrel) og í þrjú til fjögur með þriðju kynslóðinni (desógestrel, gest- óden), svo tölurnar séu settar í íslenskt samhengi. Umframlíkur á alvarlegum fylgikvillum með þriðju kynslóðarpillum, svo sem æðaskemmdum eftir blóð- sega og lungnablóðreki, eru 1/10 af ofangreindum tölum og líkur á dauðsfalli 1/100 (1-4/milljón konur/ ár) (3,4). Þriðju kynslóðarpillurnar þolast hins vegar miklu betur og lyfjaskammtar mega vera mun minni en áður, án þess að milliblæðingar og aðrar auka- verkanir séu til sérstaks trafala. Líta verður á áhættu- aukninguna í ljósi þess hve sjaldgæfir þessi fylgikvill- ar eru og að getnaðarvarnapillunni fylgja mörg já- kvæð áhrif á heilsufar, ekki síst það að komast hjá þungun (1). Ekki hefur þýðingu að athuga blóð- storkuþætti svo sem prótín C, S eða antíthrombín- skort hjá öllum sem fá pilluna, heldur er betra að ein- skorða slíkt við konur sem hafa sögu um bláæðasega hjá nánum ættingjum, svo sem móður eða systrum. Hætta á bláæðasegum er mest fyrsta árið (1,3), en það virðist draga úr henni þegar niðurbrot lyfjanna í lifur verður hraðara með lengri notkun. Því er ekki ástæða til að láta konur hætta á þriðju kynslóðar- pillum eða nota þær ekki, ef konan þolir þær betur og hefur enga ættarsögu eða heilsufarssögu sem mælir gegn pillunni. Vert er að muna að gamla levonor- gestrel og etinýlöstradíól annarrar kynslóðarpillan sem hér er á markaði og hefur verið í hátt í þrjá ára- tugi (Microgyn) stenst alltaf vel samanburð sem fyrsta getnaðarvarnalyfið, ekki síst verðið. Sérstök úrræði eru fyrir ungar konur með akne-tilhneigingu (cypróterón-prógestógenið) og „fjórðu kynslóðar-“ pillan sem inniheldur aldósterón-líkt prógestógen (dróspírenón), er enn óskrifað blað hvað bláæða- segamyndun varðar. Alltaf ætti að mæla blóðþrýsting fyrir upphaf pillumeðferðar og árlega eftir það, en kvenskoðun þarf ekki hjá hraustri ungri konu sem hefur eðlilegt þroskaútlit og blæðingar. Krabbameins- leitarskoðun þegar þar að kemur nægir. Oreglulegar blæðingar eru ekki frábending, enda var pillan upp- haflega lyf til að koma reglu á blæðingar. Gilda hinar gömlu frábendingar um að hætta pillutökunni 35 ára, einkum ef konan reykir eða er of feit? Svarið er í reynd: nei - þó varlegar verði að fara. Heilbrigð og hraust kona með engar sérstakar frá- bendingar og sem þolir p-pilluna vel, getur haldið áfram töku hennar til loka frjósemiskeiðs. Hin gamla og merka athugun heimilislækna í Bretlandi (2) setti hins vegar varúðarmerki gagnvart reykingum og hærra aldri en 35 ára og betra er að virða þá ábend- ingu og mæla með öðrum getnaðarvörnum við þær konur. Reykingar og pillan eftir fertugt fara sennilega ekki saman (5). Af nógu er að taka fyrir eldri kon- urnar í dag í formi prógestógenpillunnar, lykkjunnar með og án prógestógens, prógesterónsprautu eða prógesterónstafs undir húð, og ekki má gleyma hett- unni eða ófrjósemiaðgerð. Getnaðarvarnir eru í eðli sínum notaðar með hlé- um, en það er mikilvægt hlutverk lækna að hámarka notkun getnaðarvarna. Læknar og annað heilbrigðis- starfsfólk, sem tengist ráðgjöf um getnaðarvarnir, bera þá ábyrgð að allir þeirra skjólstæðingar hafi að- gang að góðum getnaðarvörnum og góðri ráðgjöf um getnaðarvarnir. Nauðsynlegt er að þeir læknar sem ávísa getnaðarvarnalyfjum og sem ráðleggja um töku getnaðarvarnalyfja hafi góða þekkingu á því sem best er vitað á hverjum tíma um p-pilluna. Pillan er komin til að vera. I sama anda er að sjálfsögðu rétt að nota það lyf, sem gefur minnstar aukaverkanir, bæði í bráð og lengd, en taka ennfremur tillit til kostnaðar, því nýjustu getnaðarvarnatöflurnar eru yfirleitt dýr- astar. Hér á landi hafa mun fleiri þunganir hjá ung- lingum en í nágrannalöndunum verið alveg sérstakt vandamál. Því ber að fagna nýjum unglingamóttök- um, sem opnaðar hafa verið á heilsugæslustöðvum, fyrst í Hafnarfirði og á Akureyri, af Fræðslusamtök- um um kynlíf og barneignir í Hinu húsinu í Reykjavík og getnaðarvarnamóttöku Kvennadeildar Landspít- ala háskólasjúkrahúss. Þar er reynt að taka á sérstök- um getnaðarvarnavandamálum með góðri fagráð- gjöf, koma betra notkunarferli af stað og beina svo konunum til heimilislækna eða sérfræðilækna. Samsettu getnaðarvarnapillurnar eru öruggur og góður valkostur, einkum fyrir yngri konurnar (6). Nýjar aðferðir í gjöf þeirra eru að ryðja sér til rúms og einkum það að gefa töflurnar stöðugt í þrjá mánuði og fækka þannig blæðingum niður í fjórar á ári. Þetta gengur í flestum tilfellum vel og hefur engin neikvæð áhrif. Hins vegar eykur það meðferðarheldni og ör- yggi getnaðavarnarinnar, því sex til sjö daga hléin á milli pillupakka eru áhættutími fyrir þungun, ef dregst að byrja á nýrri pakkningu. Hugmyndin um „pilluhlé" er heldur ekki alveg dauð. Við höfum sér- stökum skyldum að gegna gagnvart unglingum. Ný athugun á viðhorfum og þekkingu ungs fólks á getn- aðarvörnum bendir til að mikið vanti á þekkingu og ábyrgðartilfinningu íslenskra unglinga hvað varðar kynlíf, getnaðarvarnir og barneignir. Konur vilja ör- 870 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.