Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR / ALVARLEGAR AUKAVERKANIR KÍNÍNS Figure 1. Quinine- dependent antibodies against granulocytes in the serum of patient no. 5 analyzed by flow cyto- metry. Granulocytes from healthy blood donors were tested against A: normal human serum; B: normal human serum plus quinine 0.3 mmol/L; C: patient serum; D: patient serum plus quinine 0.3 mmol/L. The bound immuno- globulin is expressed as mean fluorescence intensity (log scale) indicated on the horizontal axis. The vertical axis indicates the number ofcells. The percentage of cells with high binding of IgG is shown. Only in the presence ofthe patient’s serum and quinine, a marked increase in IgG binding to granulocytes is detected. ár). Þær höfðu allar tekið kínín stöku sinnum vegna vöðvakrampa í ganglimum. Fimm kvennanna (nr. 1-5) fengu endurtekin köst sem einkenndust af hita, hrolli, ógleði og uppköstum og voru þrjár þeirra (nr. 1,3,4) einnig með kviðverki. Köstin komu jafnan að næturlagi og voru skamm- vinn. Jafnframt höfðu tvær (nr. 1,3) blóðkornafæð og reyndist önnur þeirra (nr. 3) enn fremur hafa brengl- un á storkuprófum sem samrýmdist blóðstorkusótt. Ein (nr. 5) var með hvítkornafæð og blóðflagnafæð. Þijár (nr. 1,3,4) voru endurtekið grunaðar um blóð- sýkingu en blóðræktanir voru ávallt neikvæðar. Ein- kenni komu ætíð fram nokkrum klukkustundum eftir töku einnar kíníntöflu sem var ýmist 100 eða 250 mg. í öllum þessum fimm tilfellum var inntaka kíníns ekki ljós fyrr en eftir endurteknar komur á sjúkrahús. Þótt ávallt væri spurt um lyfjanotkun fékkst taka kín- íns ekki fram fyrr en sérstaklega var innt eftir því. Hjá tveimur af ofangreindum konum (nr. 1, 2) voru fyrri einkenni framkölluð í sjúkrahúslegunni með gjöf einnar 250 mg kíníntöflu. Hjá einni þessara kvenna (nr. 5) var sýnt fram á kínínháð IgG mótefni gegn kleyfkyrningum í sermi (mynd 1). Meðal ofangreindra sjúklinga var 79 ára gömul kona (nr. 1) sem hafði þrisvar sinnum verið lögð inn á sjúkrahús að næturlagi vegna hita, hrolls og kvið- verkja. Fyrir utan háan hita var skoðun við komu jafnan ómarkverð. Blóðrannsóknir sýndu undan- tekningarlaust væga blóðkornafæð sem gekk fljótt yfir. Blóðræktanir voru ætíð neikvæðar en vegna gruns um sýkingu fékk hún jafnan sýklalyfjameðferð. Hún neitaði allri lyfjatöku. Er hún var lögð inn í fjórða sinn vegna sömu einkenna uppgötvaðist að hún hafði í öll fyrri skiptin veikst í kjölfar töku kíníns en sú vitneskja fékkst ekki fyrr en lyfið fannst við leit í eldhússkáp á heimili hennar. Henni voru gefin 250 mg af kíníni í þeim tilgangi að framkalla sjúkdóms- einkenni og fimm klukkustundum síðar fékk hún ná- kvæmlega sömu einkenni og breytingar á blóðmynd og greint er frá að framan. Tvær konur (nr. 6,7) fengu blóðlýsu- og nýrnabil- unarheilkenni. Önnur var 52 ára (nr. 6) og var hún lögð inn á sjúkrahús með tveggja daga sögu um háan hita, kviðverki, ógleði, uppköst og niðurgang. Hún reyndist hafa svæsna nýrnabilun með algerri þvag- þurrð. Hún var auk þess með hvítkornafæð, blóð- flagnafæð og teikn um smáæðakvillablóðlýsu, svo sem rifin rauð blóðkorn og mikla hækkun á laktat de- hýdrógenasa. Þá var umtalsverð hækkun á niður- brotsafurðum fíbríns (D-dímer) en önnur storkupróf voru innan eðlilegra marka. Hún var talin hafa blóð- lýsu- og nýmabilunarheilkenni ásamt blóðstorkusótt og var meðhöndluð með blóðvökvaskiptum og blóð- skilun. Blóðhagur hennar batnaði skjótt en nýrnabil- unin reyndist varanleg og hún þurfti áfram blóðskil- unarmeðferð. Mánuði síðar var konan lögð inn á sjúkrahús á ný og reyndist hún hafa teikn um smá- æðakvillablóðlýsu og blóðstorkusótt sem fyrr, ásamt Læknablaðið 2002/88 719
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.