Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR / ALVARLEGAR AUKAVERKANIR KININS Alvarlegar aukaverkanir kíníns: Sjö sjúkratilfelli Þorvarður R. Hálfdanarson1 Ásbjörn Sigfússon2* Vilhelmína Haraldsdóttir1 Sigurður B. Þorsteinsson1 Runólfur Pálsson1 'Lyflækningadeild og 2Ónæmisfræðideild Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Runólfur Pálsson, Nýrnadeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími 543-6461, bréfsími 560-1287, runolfur@landspitali.is ♦Ásbjörn Sigfússon lést hinn 8. september 2001. Lykilorð: kínín, aukaverkanir, blóðkornafœð, blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenni. Ágrip Inngangur: Kínín er lyf sem nú er einkum notað til að fyrirbyggja vöðvakrampa í ganglimum að næturlagi. Á síðustu árum hefur verið lýst svæsnum aukaverk- unum af völdum lyfsins, svo sem blóðkornafæð og blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenni. Við greinum frá sjö tilfellum alvarlegra aukaverkana kíníns. Efniviður og aðferðir: Lýst er sjö sjúklingum sem voru lagðir inn á sjúkrahús vegna aukaverkana kíníns á árunum 1978-2000. Aflað var upplýsinga úr sjúkra- skrám um klínísk einkenni og niðurstöður rannsókna. Hjá þremur sjúklingum var gerð leit að kínínháðum mótefnum gegn blóðflögum og/eða kleyfkyrningum í sermi með flæðisfrumugreiningu. Niðurstöður: Allir sjúklingarnir voru konur á aldrin- um 52-79 ára sem tóku kínín vegna vöðvakrampa í gang- limum. Frmm kvennanna fengu endurtekin skamm- vinn köst að næturlagi með hita, hrolli, ógleði og upp- köstum og voru þtjár einnig með kviðverki. Tvær höfðu enn fremur blóðkomafæð og hafði önnur þeirra merki um blóðstorkusótt. Þá var ein kvennanna með fækk- un á blóðflögum og hvítum blóðkornum. Tvær kvennanna fengu blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenni ásamt blóðstorkusótt. Svæsin nýrnabUun annarrar konunnar var óafturkræf og fékk hún blóðskilunar- meðferð um tíma en gekkst síðar undir nýrnaígræðslu með góðum árangri. Allir sjúklingarnir reyndust hafa tekið kínín fáeinum klukkustundum fyrir upphaf ein- kenna. Hjá tveimur sjúklingum voru klínísk einkenni framkölluð með gjöf kíníns. Þá fundust kínínháð IgG mótefni gegn blóðflögum hjá tveimur sjúklingum og gegn kleyfkyrningum hjá einum. Ályktanir: Þau tilfelli sem hér er lýst endurspegla vel þær alvarlegu aukaverkanir sem kínín getur valdið. Hjá fimm sjúklingum var sýnt fram á aukaverkun kín- íns með traustum rökum og hjá tveimur voru sterkar vísbendingar um tengsl við lyfið. Með hhðsjón af lífs- hættulegum aukaverkunum lyfsins verður það að telj- ast skynsamleg ráðstöfun að heimila ekki sölu þess án ávísunar læknis. Mikilvægt er að læknar ígrundi vel hveija ábendingu fyrir ávísun kíníns og séu á varðbergi gegn hættulegum aukaverkunum þess. Inngangur Kínín er lyf sem áður fyrr var einkum notað við meðferð malaríu en hefur á síðari árum aðallega verið beitt gegn vöðvakrampa í ganglimum að nætur- ENGLISH SUMMARY Hálfdanarson ÞR, Sigfússon Á, Haraldsdóttir V, Þorsteinsson SB, Pálsson R Severe adverse effects of quinine: Report of seven cases Læknablaðiö; 88; 2002: 717-22 Objective: Quinine is a drug which is mainly used for pre- vention of nocturnal leg cramps. Serious side effects of this drug have been described in recent years, including cytopenias and the hemolytic-uremic syndrome. We report seven cases of severe adverse effects of quinine. Material and methods: Seven patients who were hospitalized with adverse effects of quinine during the period 1978-2000 are described. Medical records were reviewed with respect to clinical and laboratory features. Serum samples from three patients were tested for quinine-dependent antibodies against platelets and/or granulocytes by flow cytometry. Results: All patients were females aged 52 to 79 years, who were taking quinine for nocturnal leg cramps. Five of the patients experienced recurrent episodes of fever, chills, nausea and vomiting, and three had abdominal pain as well. Two of these patients had pancytopenia, one of whom had evidence for disseminated intravascular coagulation. One had leukopenia and thrombocytopenia. Two patients developed hemolytic-uremic syndrome associated with disseminated intravascular coagulation. One of them suffered irreversible renal failure requiring maintenance hemodialysis. One year later she underwent successful kidney transplantation. All patients had taken quinine several hours prior to the onset of symptoms. In two cases the clinical findings were reproduced by the administration of quinine. Quinine-dependent IgG antibodies against platelets were detected in two patients and against granulocytes in one patient. Conclusions: These cases illustrate the severe adverse effects that can be caused by quinine. Five patients had solid evidence for side effects of quinine being the cause of their illness and strong suggestions of association with the drug were present in two patients. In view of potentially life-threatening side effects, it appears prudent to prohibit the availability of quinine over the counter. Furthermore, it is important that physicians thoroughly consider the indication for each prescription of quinine and remain vigilant toward its side effects. Key words: quinine, adverse effects, pancytopenia, hemolytic-uremic syndrome. Correspondence: Runólfur Pálsson, runolfur@landspitali.is Læknablaðið 2002/88 717
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.