Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / ALVARLEGAR AUKAVERKANIR KÍNÍNS hlutleysiskyrningafæð. Þessar raskanir bötnuðu fljótt án sértækrar meðferðar. Þá fyrst fékkst fram að í bæði skiptin hafði hún tekið inn eina 250 mg kíníntöflu vegna sinadráttar fáeinum klukkustundum fyrir upp- haf einkenna. Við nánari eftirgrennslan kom fram að konan hafði fyrst tekið kínín 20 árum áður vegna sina- dráttar en síðan varð hlé á töku lyfsins þar til ofan- greind inntaka átti sér stað. Einnig kom fram að hún hafði þrívegis um ævina drukkið blöndu af gini og tónik í litlu magni og í hvert sinn veikst hastarlega með kviðverkjum og ógleði en þrátt fyrir að hún væri flutt á sjúkrahús í öll skiptin fannst ekki viðhlítandi skýring á einkennum hennar. Eftir að konan hafði ver- ið eitt ár í blóðskilunarmeðferð var grætt í hana nýra sem bróðir hennar gaf henni og hefur henni vegnað vel síðan. Hin konan (nr. 7) var 69 ára og var lögð inn á sjúkrahús vegna bráðra veikinda sem byrjuðu fimm dögum fyrr með hrolli og skjálfta og síðan tók við hiti, ógleði, uppköst og niðurgangur, auk þess sem þvag- útskilnaður var dræmur. Hún hafði tekið tvær 100 mg kímntöflur um hálfri klukkustundu fyrir upphaf einkenna. Hún reyndist vera með blóðkornafæð og merki um smáæðakvillablóðlýsu ásamt svæsinni bráðri nýmabilun. Þá var væg aukning á niðurbrotsafurðum fíbríns (D-dímer). Konan var álitin hafa blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenni og blóðstorkusótt. Hún var meðhöndluð með gjöf fersks blóðvökva í æð og fékk hún alls fjóra lítra. Ekki reyndist þörf fyrir skilunar- meðferð og hún náði sér að fullu. Báðar þessar konur reyndust vera með kínínháð IgG mótefni gegn blóð- flögum í sermi. Allir sjúklingarnir voru varaðir við frekari töku kíníns. Umræöa Þau tilfelli sem hér er greint frá endurspegla vel þær alvarlegu aukaverkanir sem kínín getur valdið. Hjá fimm sjúklingum voru sterk rök fyrir því að aukaverk- un kíníns væri orsök veikinda því klínísk einkenni voru framkölluð með gjöf kíníns hjá tveimur sjúkling- um og sýnt var fram á kínínháð mótefni í sermi þriggja sjúklinga. Þá gaf dæmigerð klínísk mynd í kjölfar inn- töku kíníns án annarrar sýnilegrar orsakar sterka vís- bendingu um tengsl við lyfið hjá tveimur sjúklingum. í öllum tilfellum var um að ræða aukaverkanir sem grundvallast á ofnæmisviðbrögðum, svo sem hitaköst, blóðkornafæð, blóðstorkusótt eða blóðlýsu- og nýrna- bilunarheilkenni. Þessar aukaverkanir geta verið lífs- hættulegar líkt og var raunin hjá nokkrum af okkar sjúklingum. Eins og áður hefur verið lýst komu ein- kenni jafnan fram innan nokkurra klukkustunda frá inntöku kíníns. Aukaverkanir kíníns sem miðlað er af ónæmis- kerfinu koma fram við lækningalega skammta lyfsins. Blóðflagnafæðarpurpuri er líklega sú af þessum auka- verkunum sem oftast hefur verið lýst. Húðblæðingar af völdum kíníns hafa verið þekktar síðan á 19. öld (9) en það var ekki fyrr en um miðja síðustu öld að í ljós kom að orsökin er blóðflagnafæð (10, 11). Á síðasta áratug var uppgötvað að kínín getur einnig valdið fækkun kleyfkyrninga og rauðra blóðkorna (7, 8). Sýnt hefur verið fram á að myndun mótefna gegn blóðkornunum liggur að baki eyðingu þeirra í blóð- rásinni (5, 7, 8). Þetta eru IgG og IgM mótefni sem bindast ýmsum ónæmisvökum á yfirborði blóðkorna í nærveru kíníns (7, 8). f tilviki blóðflagna bindast mótefnin oftast glýkópróteinum Ib/IX og/eða Ilb/ llla (12, 13). Óljóst er með hvaða hætti þetta gerist en líklegt er talið að binding kíníns valdi formbreyt- ingu á próteinunum þannig að nýir ónæmisvakar (neoantigens) myndast (14). Aðeins lítill hluti sjúk- linga sem tekur kínín myndar slík mótefni en ekki er vitað hvers vegna það gerist. Kínínháð IgG mótefni gegn blóðflögum fundust hjá tveimur af okkar sjúk- lingum og gegn kleyfkyrningum hjá þeim þriðja. Tveir af sjúklingum okkar fengu blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenni en það samanstendur af þremur þáttum, blóðlýsublóðleysi af smáæðakvilla- gerð, blóðflagnafæð og bráðri nýrnabilun (15). Ná- skylt því er annað heilkenni, blóðflagnafæðarpurpuri með segamyndun (thrombotic thrombocytopenic purpura), þar sem röskun á starfsemi miðtaugakerfis er áberandi. Talið er að þessi tvö heilkenni séu mismunandi birtingarform sama sjúkdóms sem nefnd- ur hefur verið smáæðakvilli með segamyndun (throm- botic microangiopathy) og einkennist af myndun blóð- flagnasega í smáæðum þeirra líffæra sem í hlut eiga. Blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenni leggst fyrst og fremst á börn, oftast í tengslum við blóðugan niður- gang. Orsökin er yfirleitt sýking af völdum baktería er framleiða frumueitur (shigatoxin) sem veldur sködd- un æðaþelsfrumna og er einn helsti meinvaldurinn 0157:H7 stofn E. coli bakteríu (15,16). Blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenni er mun fátíðara hjá fullorðn- um og er niðurgangur yfirleitt ekki undanfari. Það getur meðal annars komið fyrir í tengslum við þung- un, krabbamein eða ýmis lyf, þar á meðal sum krabba- meinslyf, cýklósporín, tiklópidín og kínín (15). Blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenni af völdum kíníns var fyrst lýst 1991 (6) en áður hafði verið greint frá að minnsta kosti fimm tilfellum af nýrnabilun í tengslum við töku lyfsins sem líklega hefur verið af sama toga (5,17,18). Fleiri tilfellum hefur verið lýst á undanförnum árum (19-21). Nýleg rannsókn sýndi að kínín var líkleg orsök hjá 17 af 225 sjúklingum (7,5%) með blóðflagnafæðarpurpura með segamyndun eða blóðlýsu- og nýrnabilunarheilkenni sem vísað var til blóðvökvaskiptameðferðar (22). Athyglisvert er að allir sjúklingarnir voru konur eins og var raunin í okkar sjúklingahópi. Það kemur á óvart því þótt vöðvakrampi sé heldur algengari hjá konum en körl- um (23), mætti ætla að taka kíníns væri ámóta algeng 720 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.