Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 26
FRÆÐIGREINAR / ÁHÆTTUÞÆTTIR SKÝMYNDUNAR
Table IV. Odds ratio and 95% confidence interval for UV-iight exposure. Daytime
hours spent outdoors, weekdays between 8 a.m. - 4 p.m.
Earlv cortical Severe cortical Nuclear
In their 20's-30's 0 hours/day 0-4 hours/day 4+ hours/day 1.0 0,91 (0,63-1,32) 1,19 (0,66-2,15) 1.0 1,17 (0,52-2,63) 2,80 (1,01-7,80)* 1.0 1,22 (0,78-1,92) 1,42 (0,70-2,86)
In their 40's-50's 0 hours/day 0-4 hours/day 4+ hours/day 1.0 1,13 (0,80-1,59) 0,98 (0,51-1,95) 1.0 0,90 (0,43-1,88) 2,91 (1,13-9,62)* 1.0 1,31 (0,84-2,07) 1,37 (0,67-2,82)
At present time 0 hours/day 0-4 hours/day 4+ hours/day 1.0 1,04 (0,73-1,48) 0,88 (0,44-1,76) 1.0 2,22 (0,29-1,44) 2,94 (0,99-8,54) 1.0 1,24 (0,78-1,95) 1,36 (0,66-2,80)
*p<,05
engin áhrif. Aðrar breytur sem ekki reyndust hafa
áhrif á hættuna á skýmyndun eru tálflögnun á auga-
steinshýði (pseudoexfoliation lentis), tölvunotkun,
húðgerð, vinna í innrauðu ljósi og gláka. Neysla lýsis
eða vítamína hafði sömuleiðis engin marktæk áhrif á
skýmyndun og sama gildir um notkun háþrýstings-
lyfja, kólesteról-lækkandi lyfja og þvagsýrugigtar-
lyfsins allupurinol.
Útivera þátttakenda var skoðuð til að sjá hvort út-
fjólublá geislun sólarljóssins yki hættuna á að fá ský.
A spurningalistann var fólk beðið að skrá hversu lengi
það dveldist að jafnaði utandyra virka daga á þeim
tíma sólarhringsins þegar útfjólublá geislun er í há-
marki (kl. 8.00-16.00). Úrtakinu var síðan skipt í þrjá
hópa á grundvelli svaranna: 1) Fólk sem stundaði
litla sem enga útivist, 2) Fólk sem stundaði nokkra
útivist (0,5-4 klukkustundir) og 3) Fólk sem stundaði
mikla útivist (meira en fjórar klukkustundir). Þessum
upplýsingum var enn frekar skipt eftir æviskeiðum. í
ljós kom að útivera hafði engin marktæk áhrif á hætt-
una á því að fá ský í kjarna og ekki heldur á hættuna
á því að fá væga skýmyndun í börk augasteinsins (I.
stigs). Flins vegar eykur mikil útvera (meira en fjórar
klukkustundir á dag) hættuna á því að fá svæsnari ský
í berki (II.-III. stigs) (sjá töflu IV). Þeir sem voru að
meðaltali meira en fjóra tíma úti við daglega á aldrin-
um 20-40 ára hafa áhættuhlutfall (OR) um 2,80. Þeir
sem á aldrinum 40-60 ára voru úti meira en fjóra tíma
á dag voru einnig í marktækt meiri hættu á að fá
svæsnari ský í börk. Þeir sem voru mikið úli á þeim
tíma sem rannsóknin var gerð voru einnig í meiri
hættu á að fá svæsið ský í augasteinsbörkinn, þó ekki
væri sú aukning marktæk (p = ,054).
Umræða
Aldur er afgerandi áhættuþáttur fyrir skýmyndun í
kjarna og berki augasteinsins, en ský við afturhýði
augasteins er sjaldgæfara hér en víðast annars staðar
og of sjaldgæft til tölfræðilegrar úrvinnslu. Áhrif ald-
urs eru líklega vanmetin í þessari rannsókn vegna
þess hversu stórt hlutfall elstu þátttakendanna hefur
þegar látið fjarlægja augasteina. Þannig hafa 27,3%
karla og 32,6% kvenna eldri en 80 ára farið í slíka
aðgerð (1, 4). Flin aukna áhætta á skýmyndun í
kjarna en ekki berki hjá reykingafólki er í samræmi
við erlendar rannsóknir (5-9). Útivera reynist auka
áhættu á skýmyndun í berki en hefur engin markverð
áhrif í kjarna. Þessi áhrif eru einkum talin vera vegna
útfjólublárrar geislunar sólu. Við höfum sýnt fram á
að notkun gleraugna- og sólgleraugna dregur nokk-
uð úr þessari áhættu (10).
Notkun barkstera hefur alla jafna verið talin
áhættuþáttur skýmyndunar við afturhýði (11,12) en
kemur hér fram sem ótvíræður áhættuþáttur ský-
myndunar í berki. Það er einnig merkilegt að almenn
notkun stera eykur tæplega fjórfalt hættuna á ský-
myndun í berki en hefur engin áhrif á skýmyndun í
kjama. Litur lithimnu, fjarsýni og tíð neysla jurtaolía
reyndist vera verndandi gegn skýmyndun í berki en
hefur engin áhrif í kjarna. Meiri neysla á síld, sardín-
um og rækjum reynist verndandi gegn öllum stigum
skýmyndana í berki. Það er hins vegar óheppilegt að
þessar fæðutegundir séu spyrtar saman á spurninga-
listanum sökum þess hversu ólíkt efnainnihald þeirra
er. Það er erfitt að gera sér nákvæma grein fyrir því
hvað það er í þessum ólíku fæðutegundum sem virk-
ar verndandi.
Algeng lyf, svo sem háþrýstingslyf, kólesteról-
lækkandi og allupurinol, reyndust ekki hafa áhrif á
skýmyndun í kjarna sem er í samræmi við Blue
Mountains rannsóknina (13). Tálflögnun hefur verið
tengd skýmyndun í kjarna (14, 15) en kemur ekki
fram sem marktækur áhættuþáttur í þessari rann-
sókn.
Sykursýki er þekktur áhættuþáttur skýmyndana
en nær ekki marktækni í okkar rannsókn. Líklegast
er að það stafi af fæð sykursjúkra þátttakenda en þeir
reyndust aðeins 36 talsins. í ástralskri rannsókn hefur
nýlega verið sýnt fram á nákvæmlega sama áhættu-
hlutfall sykursjúkra fyrir skýmyndanir í kjarna og
jafnvel enn hærra fyrir ský í berki og reynist það mark-
tækt í þeirri rannsókn (8). Konum hefur í sumum rann-
sóknum reynst hættara við skýmyndunum en körlum
(8), en svo var ekki í þessari rannsókn.
Hin gagnstæðu áhrif áfengis, þar sem það sýnir
sterka tilhneigingu til að vera verndandi fyrir ský-
myndun í berki en hafa frekar tilhneigingu til að auka
hættuna á skýmyndun í kjarna, er erfitt að útskýra.
Enn fremur hefði mátt búast við að hin marktæku
áhrif sem sjást til áhættuminnkunar á vægri skýmynd-
un í berki hefðu átt að skila sér í enn sterkari áhrifum
á svæsnari skýmyndanir í berki. Sú er þó ekki raunin.
Þetta er þó í samræmi við þá staðreynd að mismun-
andi rannsóknir hafa sýnt mismunandi áhrif áfengis-
neyslu (8,16). Það eru einkum andoxunaráhrif alkó-
hóls sem talin eru hafa vernandi áhrif gegn skýmynd-
730 Læknablaðið 2002/88