Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 71

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 148 Medicine Reynir Tómas Geirsson, prófessor, sendi nýlega bréf í pósti með stuttri hugleiðingu um enska orðið og alþjóðlega hugtakið medicine. Hann sagði meðal annars að innan þeirrar greinar, sem medicine nefnist á ensku og læknisfræöi á íslensku, vinni margir sem ekki eru læknar og hafa aðra grunnmenntun, en eigi engu að síður fullt erindi og tilvistarrétt á þeim vett- vangi. Reynir spurði hvort til væri - eða til mætti búa - íslenskt orð sem hefði jafn víðtæka merkingu og al- þjóðlega heitið medicine. Með því á Reynir væntan- lega við að það íslenska heiti verði yfirheiti eða sam- heiti fyrir þær fræðigreinar sem tengjast meðferð sjúkdóma og umönnun sjúkra. í fljótu bragði er undirrituðum ekki kunnugt um slíkt orð. íðorðasafn lækna tilgreinir íslensku þýðing- arnar: 1. lyf meðal. 2. lœkmsfrœði. 3. lyflœknisfrœði. Læknisfræðiorðabók Dorlands tekur í sama streng: 1. sérhvert lyf eða lœkningaúrrœði. 2. listin og frœðin sem fást við greiningu og meðferð sjúkdóma og við- hald heilsu. 3. meðferð sjúkdóma með öðrum hœtti en skurðaðgerðum. Medeor Stutt innrás í orðsiijafræðina leiddi í ljós latnesku sögnina medeor, að græða, lækna, létta, lagfæra, ráða bót á, endurbyggja. Af henni eru talin dregin nafn- orðin mcdicus. lœknir, og medicina, lœknislist, lœknis- lyf. Finna má einnig nafnorðið medicamentum, meðal, lyf lœkningaúrrœði. Athyglisverð er þessi merkingarþróun frá hinu ósértæka, að græða. yfir í hið sértæka, að lækna. Reynir gefur í skyn að merkingarþróun hafi síðan einnig orðið í heitinu medicine, frá því að ná ein- göngu yfir fræði læknanna yfir í það að ná einnig yfir fræði annarra starfsgreina sem sjúkdómum og lækn- ingum tengjast. Til að gera langa sögu stutta má benda á að þær stofnanir sem taka á móti sjúkum eru nú oft nefndar heilbrigðisstofnanir og að þær stéttir, sem þar starfa, eru á sama hátt gjarnan nefndar heilbrigðisstéttir. Undirritaður leggur því til að samheiti Reynis verði fleirtöluorðið heilbrigðisfræði (þau heilbrigðisfræðin). Bandaríska heitið Health Sciences Center yrði þá á íslensku miðstöð heilbrigðisfræða. Prodrome Stefán Steinsson, geðlæknir á Akureyri, sendi tölvu- póst og spurði hvort nota mætti nýyrðið ankenni sem íslenskt heiti á því sem nefnist prodrome á ensku. Stefán tilgreindi meðal annars íslenska orðið annes sem dæmi um forskeytið an-, en -kenni er til dæmis síðari hluti orðsins einkenni. Því er til að svara að Orðsifjabókin telur að orðið annes hafi upphaflega verið myndað með forskeytinu and- og nafnorðinu nes. And- merkir gegn eða á móti og undirritaður tók því lítið undir tillögu Stefáns. Nafnorðið prodromus finnst í latínu og er komið af nær samhljóðandi grísku orði prodromos. Það er notað um þann sem fer á undan, undanfara. Iðorðasafn lækna birtir í samræmi við þetta heitið undanfaraein- kenni um enska heitið prodrome. Læknisfræðiorða- bækur lýsa því að um sé að ræða einkenni sem er fyrir- boði tiltekins sjúkdóms eða kemur í ljós áður en hann hefur að öðru leyti gefið sig til kynna. Undanfaraein- kenni lýsir því mjög vel, en orðið er langt og nokkuð stirðlegt og því vildi Stefán bæta um betur. Undinitað- ur svaraði að bragði og vildi byggja á þeirri hugmynd Ensk-íslenskrar orðabókar Arnar og Örlygs að grísk- latneska forskeytið pro- sé þýtt með íslensku forskeyt- unum: fyrir- eða for-. Þannig varð til nýyrðið forein- kenni sem stytta má í forkenni. Stefán tók tillögunni nokkuð vel. Skoðanir annarra væru vel þegnar. Prodromal Rétt er svo að vekja athygli á ýmsum samsetningum þar sem lýsingarorðið prodromal er notað með nafn- orði, til dæmis prodromal period, prodromal sign og prodromal stage. íðorðasafn lækna notar heitiðfyrir- boðastig um þá síðast töldu, en hinar finnast ekki í safninu. I samræmi við tillögu undirritaðs mætti nú tala um forkennatíma og forkcnnastig. þegar vísað er til þess tíma og þess stigs sjúkdóms sem forkenni (ft. prodromata) eru til staðar. Forkennateikn gengur sennilega ekki um prodromal sign, en vera má að heitið forteikn sé nothæft. Með þessum hugleiðing- um er undirritaður ekki að leggjast gegn heitunum fyrirboðatími, fyrirboðatcikn og fyrirboðastig, heldur aðeins að taka þátt í tilraun Stefáns til að finna ný og styttri heiti. Einkenni og teikn íðorðasafnið birtir orðið teikn til þýðingar á því sem sign nefnist á ensku. Orðsifjabókin segir að nafn- orðið teikn sé merki, tákn eða fyrirboði og að upp- runa og merkingu sama orð og tákn. íðorðasafnið útskýrir sign þannig: Hlutlcegur vottur eða líkamlegt merki sjúkdóms sem aðrir en sjúklingurinn geta gengið úr skugga um að er til staðar. Þess má um leið geta að heitið symptom. einkenni sjúkdóms, hefur löngum verið formlega skilgreint sem það huglæga sjúkdómseinkenni sem sjúklingur- inn sjálfur verður var við og leiðir til þess að hann kvartar. Læknisfræðiorðabók Dorlands lýsir þannig: sérhvert huglœgt merki um sjúkdóm eða ástand sjúk- lings, þ.e. það merki sem sjúklingurinn sjálfur skynjar. Á námsárum undirritaðs í læknadeild lögðu sumir kennaranna ríka áherslu á að rugla ekki saman ein- kennum og teiknum. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali.is Læknablaðið 2002/88 775
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.