Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ
Heilbrigðisyfirvöld hafa enga stefnu
Barátta heimílislækna snýst um réttindi
Þórir B.
Kolbeinsson
Höfundur er formaður Félags
íslenskra heimilislækna
og á sæti í stjórn
Læknafélags íslands.
Sjónarmið þau er fram koma í
pistlunum Af sjónarhóli
stjórnar eru höfundar hverju
sinni og ber ekki að taka sem
samþykktir stjórnar LÍ.
Undanfarna mánuði hefur staðið yfir hörð réttinda-
barátta heimilislækna eins og efalaust allir læknar
hafa orðið varir við. Pó þessi barátta hafi í raun staðið
í mörg ár færðist hún á nýtt stig þegar Heilbrigðis-
ráðuneytið reyndi að svipta heilsugæslulækna greiðsl-
um fyrir vottorð um síðustu áramót. Tel ég að áfram-
haldandi greiðslum fyrir vottorð heilsugæslulækna
hafi aðeins verið bjargað í höfn vegna harðra við-
bragða heimilislækna með fulltingi Læknafélags ís-
lands. Þessi framkoma ráðuneytisins þjappaði heimil-
islæknum sem verið höfðu óánægðir enn betur saman
og margir sem áður höfðu verið hikandi ákváðu að
láta ekki bjóða sér slíka framkomu og sögðu upp.
Stærsti hópurinn eru læknar á Suðurnesjum og í
Hafnarfirði en fleiri hafa gripið til sömu aðgerða.
Fundur í Félagi íslenskra heimilislækna 16. apríl
síðastliðinn ályktaði „að breyta verði starfsumhverfi
heimilislækna tafarlaust þannig að leyfðir verði gjald-
skrársamningar til samræmis við aðra sérfræðinga og
þannig skapaður traustur grundvöllur fyrir þróun
heimilislækninga á íslandi.“ í framhaldi af þessu áttu
sér stað viðræður milli ráðuneytisins og stjórnar FÍH
um möguleika á starfsemi heimilislækna byggða á
gjaldskrársamningum Tryggingastofnunar ríkisins við
aðra sérfræðinga. FÍH gekk frá þeim viðræðum í júní
með þann skilning að frekari viðræður væru háðar
því að heilbrigðisráðherra ákvæði hvort slík starfsemi
yrði heimiluð en því miður hafa ekki borist önnur
svör úr ráðuneytinu en óbein skilaboð í fjölmiðlum.
Að óbreyttu stefnir því í harðnandi átök og baráttu
hjá heimilislæknum.
í september 2002 voru kynntar tvær stjórnsýsluút-
tektir Ríkisendurskoðunar. Annars vegar úttekt á
samningum TR og sérfræðilækna og hins vegar út-
tekt á rekstri Heilsugæslunnar í Reykjavík. Báðar
skýrslurnar bera keim af því að reynt hefur verið að
gera úttekt á starfsumhverfi heimilislækna með aug-
um tölfræðinnar en dýpri skilning á starfsemi heil-
brigðiskerfisins og lækna vantar og ályktanir eru
dregnar á röngum forsendum. I skýrslunni um heilsu-
gæsluna eru þó tíunduð ýmis athyglisverð atriði um
forsendur og starfsemi frumþjónustu heilbrigðiskerf-
isins sem heimilislæknar hafa margoft bent stjórn-
völdum á þegar rætt hefur verið um starfsemi heilsu-
gæslunnar og heimilislækna en mætt litlum skilningi.
Sumar hugmyndir og ábendingar sýna þó skilnings-
leysi á eðli samskipta sjúklings og heimilislæknis og
því starfi sem heimilislæknir sinna og eru sprottnar af
tilraunum til að yfirfæra vísindi viðskipta- og bók-
754 Læknablaðið 2002/88
haldsfræða Ríkisendurskoðunar yfir á heilbrigðis-
þjónustuna.
Ein þýðingarmesta ábending Ríkisendurskoðun-
ar er að „heilbrigðisyfirvöld þurfi að móta skýrari
stefnu um verkaskiptingu innan heilbrigðiskerfisins
og stöðu og hlutverk heilsugæslunnar innan þess.“
Hérlendis hefur vantað pólitískar skilgreiningar á
þeirri starfsemi sem heilsugæslan og frumheilbrigðis-
þjónustan í landinu á að annast. Ekki vantar að í gild-
andi lagarömmum er verkefnum heilsugæslunnar lýst
og á hátíðum ræða ráðamenn fjálglega um störf heilsu-
gæslunnar en útfærsla þessara laga og hugmynda hef-
ur verið önnur í verki. Nauðsynlegt er að ráðuneytið
kveði skýrt á um verkaskiptingu og uppbyggingu frum-
þjónustunnar og tryggi fjármagn til þeirrar starfsemi.
Til þess að aðrir hlutar heilbrigðiskerfisins geti starf-
að eðlilega þarf undirstaðan, frumþjónustan, að vera
í lagi.
Vandamál heilsugæslunnar eru ekki hin sömu og
vandamál heimilislækna þó miklir hagsmunir fari þar
saman og er þessu þráfaldlega blandað saman, meira
að segja af fagráðuneytinu. Heilsugæslunni er ætlað
að veita ákveðna þjónustu og er skipulag og mótun
þeirrar þjónustu í höndum stjórnvalda. Heilsugæslu-
læknar eru aðeins einn hópur starfsmanna heilsu-
gæslunnar og heilsugæsla verður ekki rekin ef þann
hóp vantar. Sömu reglur gilda um heilsugæslu ríkisins
og önnur fyrirtæki, þau þurfa að ráða til sín starfs-
menn og gera starfið eftirsóknarvert bæði kjaralega
og faglega og þar hefur heilbrigðisráðuneytinu gjör-
samlega mistekist starfsmannapólitíkin. Þannig hefur
hvorki tekist að laða að heimilislækna né halda þeim
sem fyrir eru. Venjuleg fyrirtæki þurfa að bregðast
við þessum vanda með því að skilgreina vandamálið
og koma með lausnir í samvinnu við starfsmenn. Því
miður hafa viðbrögð þeirra aðila sem ættu að hafa
mestan skilning og yfirsýn í heilbrigðismálum ekki
gefið vonir um að Heilbrigðisráðuneytið telji sig
þurfa að lúta slíkum markaðslögmálum.
í útvarpsviðtali við Elsu B. Friðfinnsdóttur að-
stoðarmann heilbrigðisráðherra þann 6. september
síðastliðinn kom fram ótrúleg vanþekking á störfum
og eðli starfs íslenskra heimilislækna og tillögur þær
sem stjómendur Heilsugæslunnar í Reykjavík kynntu
nú í september í þá veru að allir gætu fengið þjónustu
heimilislæknis samdægurs, eru byggðar á loforðum
um vinnuframlag lækna sem nú er skortur á. Ekkert
tillit er tekið til þess að kjarni vandans er að skortur
er á heimilislæknum og núverandi barátta heimilis-
L