Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 64
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SIÐFRÆÐI OG TÆKNIHYGGJA síðar, meðal annars vegna þess að pillan beindi at- hygli fólks að kynlífi kvenna sem legið hafði í þagnargildi fram að því. Við þetta kviknuðu ótal- margar nýjar siðferðilegar spurningar og þannig kom pillan róti á hugmyndaheim mannsins eins og læknavísindin eru raunar alltaf að gera. Ég tel að mannerfðavísindin muni hafa gríð- arleg áhrif á hugsunarhátt okkar. Víða erlendis er vinsælt að nota hugtakið „medicalisation“ um slík áhrif en það hefur stundum verið þýtt sem sjúk- dómsvæðing. Mér finnst betra að nota hugtakið menningarlegar aukaverkanir heilbrigðisþjón- ustunnar. Allir læknar þekkja aukaverkanir og vita að þær geta birst með ýmsum hætti og oft í allt öðrum hluta líkamans en þeim sem verið er að lækna. Þær geta bæði verið góðar og vondar og mega því alls ekki vera neikvætt hugtak. Menn gera sér oft ekki grein fyrir þeim en þeir sem gera það eru betri læknar fyrir vikið.“ Sólumennska með sjúkdóma Menningarlegar aukaverkanir hafa verið töluvert ræddar upp á síðkastið og rykið dustað af skrifum Ivans Illich frá áttunda áratugnum en hann gaf út fræga bók um þær sem hét Medical Nemesis. Þá var honum ýmist mætt af algeru tómlæti eða mik- illi hörku. „Nú eru menn að velta fyrir sér hugmyndum hans eins og sást til dæmis í þemahefti British Medical Journal (1) í vor. Þar voru menningar- legar aukaverkanir lækninga til umræðu og meðal annars greint frá fyrirbæri sem enskumælandi menn nefna „disease mongery“ eða sölumennska með sjúkdóma. Víða er farið að bera á því að lyfjaiðnaðurinn, sérfræðingar úr læknastétt og jafnvel samtök sjúklinga sjái sér hag í því að ýkja öll einkenni sem gætu bent til sjúkdóma. Með því móti er reynt að auka þörfina fyrir meðferð og sölu lyfja. Eitt dæmi sem nefnt var um slíkt var nýtt lyf við skalla hjá karlmönnum sem læknir þarf að ávfsa auk þess sem hann stjórnar meðferðinni. Þess eru líka dæmi að menn ýki tölur um algengi og verkanir sjúkdóma. Þannig segir til dæmis í ofangreindu hefti BMJ að á undanförnum árum hafi félagslegur kvíði (social phobia) verið „mark- aðssettur" af mikilli hörku í Ástralíu, en háttsettur yfirmaður tiltekins lyfjafyrirtækis hefur viðurkennt að rangt hafi verið farið með tölur um útbreiðslu sjúkdómsins í því skyni. Tæknivæðing læknisfræðinnar ýtir undir nei- kvæðar menningarlegar aukaverkanir því fólk fer að líta á sjúkdóma sem tæknilegt vandamál. Það fer að leita til læknis í tíma og ótíma og læknum veitist erfitt að greina á milli þeirra sem eiga við afmarkaða sjúkdóma að etja og hinna sem haldnir eru leiða og tilgangsleysi sem á sér rætur í lífi nú- tímamannsins. Við því duga engar tæknibrellur." Siövit er verkleg þekking „I framhaldi af þessum vangaveltum um tækni- væðinguna hef ég tekið þátt í umræðum við há- skólann í Björgvin um það hvernig hægt sé að tryggja það að læknar verði ekki þröngri tækni- hyggju að bráð, hvort hægt sé að setja inn í læknis- námið mótvægi við tæknilegum hugsunarhætti. Læknanemum er auðvitað ljóst að þeir eiga að koma vel fram við sjúklinga en það er ekki hægt að kenna siðvit í fyrirlestrasal. I Bandaríkjunum var komið á fót svonefndum Medical Humanities í flestum læknaháskólum á áttunda áratugnum en þar var reynt að efla siðvit læknanema með því að láta þá lesa heimspeki og bókmenntir. Þetta þykir ekki hafa gefist nægilega vel. Það sem menn hafa verið að komast að er að siðvitið verður til í verklegri þjálfun, það er í sjálfu sér verkleg þekking sem ekki verður lærð af bók. Ég hef sjálfur upplifað hversu erfitt það getur ver- ið að beita tæknilegri kunnáttu sinni og viðhalda samtímis þeirri sýn á sjúklinginn að hann sé mann- leg vera. Maður einbeitir sér við að nota tæknina á svipaðan hátt og þegar bifvélavirki gerir við vél í bíl. Munurinn er sá að læknirinn er að fást við mannlega veru og það verður æ erfiðara að hafa það hugfast eftir því sem tækninni fleygir frarn. Mér hefur stundum flogið í hug að raunar sé það merkilegt að flestir læknar skuli vera ágætis siðferðisverur, þrátt fyrir námið. Það sýnir að við hljótum að vera skynsemdarfólk í upphafi og að þessi mikla tækniþjálfun megni ekki að skemma okkur. Efling siðvits er ekki á námskrá lækna- námsins og kennararnir tala sjaldan um það við nemendur. Áherslan er lögð á raunvísindalegan skilning og tæknilegar aðferðir.“ Sérfræðingar í að flokka Eins og fram kom í upphafi starfar Stefán við rannsóknir innan vébanda heimilislækningaskorar Iæknadeildar háskólans í Björgvin. Eins og mörg- um er kunnugt er skipulag heimilislækninga í Noregi töluvert ólíkt því sem við eigum að venjast hér á landi. Þar sem Stefán var í heimsókn á ís- landi þegar deila heilsugæslulækna var á forsíðum blaðanna var freistandi að spyrja hann álits á stöðu heimilislækna hér og í Noregi. „I Noregi halda heimilislæknar uppi öflugri grunnþjónustu og aðrir sérfræðingar viðurkenna að best sé fyrir sjúklinga að leita fyrst til lækna sem eru sérfræðingar í að flokka sjúkdóma. Þau fræði læra engir nema heimilislæknar sem kunna að 768 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.