Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 81

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 81
NAMSKEIÐ HÁSKÓLINN AAKUREYRI Heilbrigðisþjónusta í dreifbýli Námskeið fea ... — Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Bæklunarlækningar í umsjón Júlíusar Gestssonar forstöðulæknis Bæklunardeildar og Þorvaldar Ingvars- sonar bæklunarlæknis. Fjallað verður um áverka og algenga sjúkdóma í stoðkerfi. Áhersla lögð á sjúkdóma og áverka á höndum, hrygg, öxlum, hnjám og mjöðm- um svo og barnabæklunarlækningar. Verklegar æfingar í að leggja gifs og aðrar umbúðir vegna stoðkerfis- áverka. Námskeiðið verður haldið á Akureyri 8. nóvem- ber kl. 9:00-17:00 og 9. nóvember kl. 9:00-12:00. Sérhæfð endurlífgun í umsjón Helgu Magnúsdóttur svæfingalæknis og Hildigunnar Svavarsdóttur hjúkrun- arfræðings. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri skipulögð vinnubrögð við endurlífgun með sér- hæfðum aðgerðum og hjálpartækjum. Einnig að greina og meðhöndla alvarleg hjartavandamál áður en þau leiða til hjartastopps. Fjallað verður um lyfjafræði hjartalyfja, greiningu hjartsláttartruflana, rafmeðferð, lausnarmeðferðir og öndunarhjálp. Fyrirlestrar og verk- legar æfingar. Þátttakendum er ráólagt að undirbúa sig fyrir námskeiðið þar sem yfirferð er hröð. Lesefni sem mælt er með: ACLS Provider Manual (2001) útg. American Heart Association og 2000 Handbook of Emergency Cardiovascular Care for Healthcare Pro- viders. Námskeiðið sem er 12 tímar verður haldið á Ak- ureyri í tengslum við fund dreifbýlislækna í desember. Upplýsingar og skráning er á skrifstofu Símenntunar í síma 463 0532, simennt@unak.is og á heimasíðu Há- skólans á Akureyri www.unak.is (símenntun). Ferða- skrifstofa Akureyrar, sími 460 0600, hefur milligöngu um gistingu fyrir þá sem þess óska. Lómex-T Hver sýruþolin tafla inniheldur: Omeprazolum INN 20 mg. Ábendingar: Sársjúkdómur í skeifugörn og maga. Bólga í vélinda vegna bakflæðis (reflux oesophagitis). Uppræting Helicobacter pylori í sársjúkdómi (ásamt sýklalyfjum). Sársjúkdómur eða fleiður f skeifugöm og maga vegna meðferðar með bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Fyrirbyggjandi við meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum, vegna aukinnar hættu á óþægindum, eins og sársjúkdómi í maga, vélinda eða skeifugörn, fleiðri í maga og/eða skeifugörn eða meltingartruflunum. Meðferð á einkennum brjóstsviða og nábíts vegna bakflæðissjúkdóms (gastro-oesophageal reflux disease). Zollinger-Ellison heilkenni. Lyfið er einnig ætlað til langtímameðferðar á bólgu í vélinda vegna bakflæðis og síendurteknum sarumj maga og skeifugörn að því tilskyldu að viðhlítandi árangur hafi ekki náðst með 10 mg dagsskammti af jafngildu lyfi en þá má hækka skammta f 20-40 mg af ómeprazóli (1-2 Lómex-T 20 mg sýruþolnar töflur) einu sinni á dag. Skammtar og lyfjagjöf: Mælt er með að töflurnar séu teknar að morgni. Þær á að gleypa heilar með 1/2 glasi af vökva. Töflurnar má hvorki tyggja né mylja. Skeifugarnarsár: Ráðlagður skammtur handa sjúklingum með virkt skeifugarnarsár er 20 mg einu sinni á dag. Einkenni hverfa fljótt og hjá flestum sjúklingum grær sár innan tveggja vikna. Hjá sjúklingum með sár sem ekki er að fullu gróið eftir þann tíma, grær sár yfirleitt við tveggja vikna meðferð til viðbótar. Hjá sjúklingum með skeifugamarsár sem hefur svarað illa meðferð er ráðlagt að gefa 40 mg einu sinni dag og er sár yfirleitt gróið innan fjögurra vikna. Fyrirbyggjandi gegn síendurteknu skeifugamarsári er ráðlagður skammtur 10 mg ómeprazóls einu sinni á dag. Þar sem Lómex-T sýruþolnar töflur innihalda 20 mg omeprazóls er ráðlagt að hefja meðferð með jafngildu lyfi af lægri styrkleika. Ef þörf krefur má auka skammtinn í 20-40 mg ómeprazóls (1-2 Lómex-T 20 mg sýruþolnar töflur) einu sinni á dag. Magasár: Ráðlagður skammtur er 20 mg einu sinni á dag. Einkenni hverfa fljótt og hjá flestum sjúklingum grær sár innan fjögurra vikna. Hjá sjúklingum með sár sem ekki er að fullu gróið eftir þann tíma, grær sár yfirleitt við fjögurra vikna meðferð til viðbótar. Hjá sjúklingum með magasár sem hefur svarað meðferð illa er ráðlagt að gefa 40 mg einu sinni á dag og er sár yfirleitt gróið innan 8 vilrna. Fyrirbyggjandi gegn síendurteknu magasári sem hefur svarað meðferð illa er ráðlagður skammtur 20 mg einu sinni á dag. Ef þörf krefur má auka skammtinn í 40 mg einu sinni á dag. Sársjúkdómar eða fleiður vegna meðferðar með bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID): Ráðlagður skammtur hjá sjúklingum með magasár, skeifugamarsár eða fleiður í maga og/eða skeifugörn vegna meðferðar með bólgueyðandi gigtarlyfjum, hvort sem meðferðin er langvarandi eða ekki, er 20 mg einu sinni á dag. Einkennin hverfa fljótt og hjá flestum sjúklingum gróa sár innan fjögurra vikna. Hjá sjúklingum með sár sem ekki hefur að fullu gróið eftir þann tíma, grær sár yfirleitt við fjögurra vikna meðferð til viðbótar. Ráðlagður skammtur til að fyrirbyggja magasár, skeifugamarsár eða fleiður í maga og/eða skeifugörn og meltingartruflanir er 20 mg einu sinni á dag. Uppræting Helicobacter pylori ísársjúkdómi: Þriggja lyfja meðferð: Omeprazól 20 rng, amoxicillín 1 g og klaritrómýcín 500 mg, öll gefin tvisvar á dag í eina viku eða ómeprazól 20 mg, klaritrómýcín 250 mg og metrónídazól 400 mg (eða tínídazól 500 mg) öll gefin tvisvar á dag í eina viku eða ómeprazól 40 mg einu sinni dag ásamt amoxicillíni 500 mg og metrónídazóli 400 mg, bæði gefin þrisvar á dag í eina viku. Tveggja lyfja meðferð: Ómeprazól 40-80 mg daglega ásamt amoxicillíni 1,5 g daglega, sem gefið er í skiptum skömmtum í tvær vikur. fklínískum rannsóknum hafa 1,5-3 g dagskammtar af amoxicillíni verið notaðir eða ómeprazól 40 mg einu sinni á dag ásamt klaritrómýcíni 500 mg þrisvar á dag í 2 vikur. Til þess að tryggja að sár grói hjá sjúklingum með virkan sársjúkdóm, sjá frekar um skömmtun lyfsins við maga- og skeifugarnarsári. Hverja meðferð má endurtaka ef sjúklingur greinist enn jákvæður fyrir Helicobacter pylori. Bólga í vélinda vegna bakflæðis: Ráðlagður skammtur er 20 mg einu sinni á dag. Einkenni hverfa fljótt og hjá flestum sjúklingum næst bati innan fjögurra vikna. Hjá sjuklingum sem ekki hafa fengið fullan bata eftir þann tíma, fæst yfirleitt bati við fjögurra vikna meðferð til viðbótar. Hjá sjúklingum með alvarlega bólgu í vélinda vegna bakflæðis er ráðlagður skammtur 40 mg einu sinni á dag og næst bati yfirleitt innan 8 vikna. Við langtímameðferð hjá sjúklingum með bólgu í vélinda vegna bakflæðis er ráðlagður skammtur 10 mg einu sinni á dag. Þar sem Lómex-T sýruþolnar töflur innihalda 20 mg ómeprazóls er því ráðlagt að hefja meðferð með jafngildu lyfi af lægri styrkleika. Ef þörf krefur má auka skammtinn í 20-40 mg ómeprazóls (1 -2 Lómex-T 20 mg sýruþolnar töflur) einu sinni á dag. Alvarleg bólga í vélinda vegna bakflæðis hjá börnum 1 árs og eldri: Fyrir börn þyngri en 20 kg er ráðlagður skammtur 20 mg ómeprazóls (ein Lómex-T 20 mg sýruþolin tafla) einu sinni á dag, ef þörf krefur má tvöfalda skammtinn. Ekki er ráðlagt að hefja meðferð barna, léttari en 20 kg, með Lómex-T 20 mg sýruþolnum töflum, þar sem ráðlagður skammtur fynr þessi böm (10-20 kg) er 10 mg ómeprazóls einu sinni á dag ef þörf krefur má hins vegar auka skammtinn í 20 mg ómeprazóls einu sinni á dag. Meðferð á einkennum vegna bakflæðissjúkdóms: Ráðlagður skammtur er 20 mg daglega Einkenm hverfa fljótt. Ef meðferð á einkennum hefur ekki borið árangur eftir fjögurra vikna meðferð með 20 mg daglega, eru frekari rannsóknir ráðlagðar. Zollinger-Ellison heilkenni: Hjá sjúklingum með Zollinger-Ellison heilkenni eru skammtar einstaklingsbundmr og meðferð skal halda áfram eins lengi og þörf krefur miðaö við klínískt ástand. Ráðlagður upphafsskammtur er 60 mg daglega. Allir sjúklingar með alvarlegan sjúkdóm og sem ekki hafa svarað annarri meðferð hafa fengið viðunandi verkun af lyfinu og fengu yfir 90% sjúklinganna viðhaldsskammta á bilinu 20-120 mg daglega. Fari dagsskammtur yfir 80 mg, þarf að skipta honum í tvær lyfjagjafir. Skert nýrnastarfsemi: Ekki er nauðsynlegt að breyta skömmtum hjá sjúklingum með skerta nýmastarfsemi. Skert lifrarstarfsemi: Þar sem aðgengi og helmingunartími ómeprazóls í plasma eykst við skerta lifrarstarfsemi getur verið nægjanlegt að gefa lægri skammta (10-20 mg dagskammta). Aldraðir: Hjá öldruðum þarf ekki að breyta skömmtum. Frábendingan Lyfið á ekki að gefa sjúklingum með þekkt ofnæmi fyrir ómeprazóli eða öðrum innihaldsefnum lyfsins. Varnaðarorð og varúðarreglur: Þegar talið er að um magasár sé að ræða skal útiloka illkynja sjúkdóm en meðferð með ómeprazóh getur dregið úr einkennum og seinkað sjúkdómsgreiningu. Milliverkanir: Frásog sumra lyfja getur breyst vegna hækkunar á sýrustigi magans. Þannig má ætla aö frásog ketakónazóls minnki samtímis ómeprazólmeðferð, eins og ’gerist ef samtímis eru gefin önnur lyf sem hemja sýruseytingu eða eru sýrubindandi. Hvorki hefur orðið vart við milliverkun lyfsins við fæðu né samtímis töku sýrubindandi lyfja. Þar sem ómeprazól er umbrotið í lifur um cýtókróm P450 2C19 getur það seinkað brotthvarfi á díazepami, R-warfarin og fenýtóíni. Ráðlagt er að fylgjast með sjúklingum, sem fá warfarín eða fenýtóín og nauðsynlegt getur verið að minnka skammta. Engu að síður hefur samtímis meðferð með 20 mg daglega ekki breytt blóðþéttni fenýtóíns hjá sjúklingum á samfelldri meðferð með lyfinu. Á sama hátt hefur samtímis meðferð með 20 mg daglega ekki breytt blóðstorknunartíma hjá sjúklingum á langtíma meðferð með warfaríni. Blóðþéttni ómeprazóls og klaritrómýcíns aukast við samtímis meðferð með þessum lyfjum, en engar milliverkanir eru við metrónídazól eða amoxicillín. Þessi sýklalyf eru notuð samtímis ómeprazóli til að uppræta Helicobacter pylori. Niðurstöður fjölda rannsókna á milliverkun ómeprazóls við önnur lyf benda til þess að endurtekin gjöf á ómeprazóli 20-40 mg til inntöku, hafi engin áhrif á önnur mikilvæg ísóform CYP, eins og sést hefur á því að milliverkun er ekki fyrir hendi á hvarfefnum fyrir CYP1A2 (koffein, fenasetín, teófýllín), CYP2C9 (S-waríarín, píroxíkam, díklófenak og naproxen), CYP2D6 (metóprólól, própanólól), CYP2E1 (etanóO og CYP3A (cíklóspórín, lídókaín, kínidín, estradíól, erýtrómýcín og búdesóníð). Meðganga og brjóstagjöf: Eins og við á um flest lyf ætti hvorki að gefa þunguðum konum né konum með barn á brjósti ómeprazól nema brýn ástæða sé til. Omeprazól gefið konum í fæðingu, í skömmtum allt að 80 mg á 24 klst., hefur ekki valdið aukaverkunum hjá barninu. Dýrarannsóknir hafa ekki bent til hættu vegna meðferðar með lyfinu á meðgöngutíma og við brjóstagjöf og engar vísbendingar liggja fyrir um eituráhrif eða fósturskemmandi verkun. Akstur og stjórnun vinnuvéla: Ólíklegt er að lyfið hafi áhrif á hæfni til aksturs eða stjómunar annarra véla. Aukaverkanir: Lyfið þolist vel og aukaverkanir hafa yfirleitt verið vægar og gengið til baka. Eftiríarandi einkenni hafa komið fram í klínískum rannsóknum eða tilkynnt hefur verið um þau við venjulega notkun. í mörgum tilvikum hafa ekki verið sönnuð tengsl þeirra við meðferð með ómeprazóli. í klínfskum rannsóknum sem staðið hafa yfir í skamman tíma hafa aukaverkanir við notkun á ómeprazól sýruþolnum töflum verið svipaðar aukaverkunum sem sést hafa við notkun ómeprazól sýruþolinna hylkja. Algengar (>1%): Mið- og úttaugakerfi: Höfuðverkur. Meltingarfæri: Niðurgangur, hægðatregða, kviðverkir, ógleði/uppköst og aukinn vindgangur. Sjaldgæfar (0,1-1%): Mið- og úttaugakerfi: Sundl, breytt húðskyn, svefnhöfgi, svefnleysi og svimi. Lifur: Aukning lifrarensíma. Húð: Útbrot og/eða kláði. Ofsakláði. Annað: Vanlíðan (malaise). Mjög sjaldgæfar (<0,1%): Mið- og úttaugakerfi: Tímabunúlb rugl, æsingur, árásarhneigð, þunglyndi og ofskynjanir, sérstaklega hjá mikið veikum sjúklingum. Innkirtlar: Brjóstastækkun hjá körlum. Meltingarfæri: Munnþurrkur, bólga í munni og candidasýking í meltingarvegi. Blóð: Fækkun á hvítum blóðkornum, fækkun á blóðflögum, kyrningahrap og blóðfrumnafæð. Lifur: Heilakvilli (encephalopathy) hjá sjúklingum með sögu um alvarlegan lifrarsjúkdóm, lifrarbólgu með eða á’n gulu, lifrarbilun. Stoðkerfi: Liðverkir, máttleysi í vöðvum og vöðvaverkir. Húð: Aukið Ijósnæmi, regnbogaroðasótt (erythema multiforme), Stevens-Johnson heilkenni, drep í húðþekju (toxic epidermal necrolysinsfTEN)), hárlos. Annað: Ofnæmi, t.d. ofsabjúgur, hiti, berkjusamdráttur millivefsbólga í nýrum og ofnæmislost. Aukin svitamyndun, bjúgur í útlimum, sjóntruflanir, breytingar á bragðskyni og blóðnatríumlækkun. Ofskömmtun: Einstakur skammtur, allt að 400 mg af ómeprazól sýruhjúphylkjum, hefur ékki’valdið alvarlegum einkennum. Brotthvarfshraði var óbreyttur (línuleg lyfjahvörf) við aukna skammta og ekki hefur verið þörf á neinni sérstakri meðferð. Lyfhrif: Ómeprazól er blanda (racemic) af tveimur virkum handhveríum (enantiomers). Ómeprazól dregur úr sýruseytingu og er verkunarháttur mjög sértækur. Það hemlar sértækt prótónupumpuna í paríetal frumum. Lyfið verkar hratt og hefur afturkræfa stjómun á sýruseytingu þegar það er gefið einu sinni á dag. Ómeprazól er veikur basi og eykst þéttni þess og umbrot í virkt efni í mjög súru umhverfi innanfrumurýmis (canaliculi) paríetal frumna, þar sem það er hemill á H+, K+-ATPasa-sýrupumpuna. Þessi verkun á lokastigi magasýrumyndunarinnar er skammtaháð og dregur kröftuglega úr bæði hvíldaríramleiðslu og framleiðslu við hvers kyns örvun, óháð því hvað hvetur. Lyfið, gefið til inntöku einu sinni á dag, veldur hraðri og virkri hemlun á sýruseytingu í maga allan sólarhringinn og hámarksverkun næst eftir fjögurra daga meðferð. Ekki hefur dregið úr virkni ómeprazóls við langtímanotkun (tachyphylaxis). Uppræting á Helicobacter pylori með ómeprazóli og sýklalyfjum hefur í för með sér að einkenni hverfa fljótt, sár í slímhúð gróa hratt og hlé á sársjúkdómi er langt. Við langtímameðferð hafa greinst blöðrur á magakirtlum. Þessar breytingar eru afleiðingar af minnkaðri sýruseytingu, þær eru góðkynja og ganga til baka þegar meðferð er hætt. Sérstakar varúðarreglur við geymslu: Lyfið á að geyma við stofuhita (15-25°C) í lokuðum umbúðum. Töfluglösin innihalda þurrkhylki sem ekki má fjarlægja. Pakkningar og hámarksverð í smásölu 1. júlí 2002: Sýruþolnar töflur 20 mg: 14 stk. 3.772 kr.; 28 stk. 6.593 kr.; 56 stk. 11.900 kr.; 100 stk. 19.667 kr. Afgreiðslutilhögun: R. Greiðsluþátttaka: E. Hámarksmagn sem ávísa má með lyfseðli er sem svarar 30 daga skammti. Markaðsleyfishafi: Omega Farma. Nánari upplýsingar eru í sérlyfjaskrártexta. Júlí 2002. Lomex-T ómeprazól Omega Farma Læknablaðið 2002/88 785
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.