Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2002, Side 46

Læknablaðið - 15.10.2002, Side 46
FRÆÐIGREINAR / KLÍNÍSKAR LEIÐBEININGAR FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU Á vegum Landlæknis- embættis hefur starfaö vinnuhópur að gerö klínískra leiöbeininga um skimun fyrir krabbameinum I ristli og endaþarmi. Vinnuhópinn skipa Ásgeir Theodórs læknir, sérfræðingur í melt- ingarsjúkdómum, formaöur, Friöbjörn Sigurðsson læknir, sérfræðingur i krabbameins- lækningum, ritari, Jón Steinar Jónsson læknir, sérfræðingur í heimilislækningum, Nick Cariglia læknir, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, Sigurður Ólafsson læknir, sérfræöingur í meltingarsjúk- dómum og Tryggvi Stefáns- son læknir, sérfræðingur í almennum skurölækningum. Hér er birt ágrip leiðbeining- anna og voru þær uppfærðar í júní 2002. Leiðbeiningarnar er hægt að nálgast í heild sinni á vef landlæknis: www.landlaeknir.is Þessar ráðleggingar eiga við um einkennalausa einstaklinga. Skimun á til dæmis ekki við þegar til staðar eru einkenni sem bent geta til umræddra krabbameina, svo sem breyting á hægðavenjum, blóð í hægðum, kviðverkir og megrun. Slíkir einstaklingar eiga að fara í viðeigandi rannsókn. Skimun er ráðlögð hjá einkennalausum einstaklingum 50 ára og eldri (meðaláhætta). Einnig er ráðlögð skimun eða eftirlit fyrir einstaklinga með þekkta áhættuþætti. A. Einstaklingar, karlar og konur 50 ára og eldri, sem eru án einkenna og teljast í meðaláhættu • Mælt er með leit að blóði í liægðum einu sinni á ári Ráðlögð er ristilspeglun hjá þeim einstaklingum sem greinast með blóð í hægðum. Meta skal í hverju tilviki fyrir sig hvenær skimun skal hætt vegna aldurs. Við vissar aðstæður, til dæmis ef einstaklingur er fráhverfur þeirri aðferð sem notuð er við leit að blóði í hægðum, er hægt að beita annarri hvorri af eftirfarandi skimunaraðferðum: • Stutt ristilspeglun. Engar góðar slembirannsóknir liggja enn fyrir en viðmiðunarrannsóknir benda til 30-40% lægri dánartíðni af völdum krabbameina í ristli og endaþarmi hjá sjúklingum sem hafa farið í stutta ristilspeglun. Stutta ristilspeglun ætti líklega að gera á fimm ára fresti. • Ristilspeglun. Engar slembirannsóknir liggja fyrir en líklegt er að við ristilspeglun finnist stór hluti forstiga krabbameina í ristli og endaþarmi. Meiri fylgikvillar eru við ristilspeglun en við aðrar skimunaraðferðir og hún er kostnaðarsamari. Ef einstaklingur hefur farið í ristilspeglun sem var eðlileg á hann ekki að þurfa að fara í skimun næstu sjö til tíu árin. B. Auknar líkur á krabbameinum í ristli eða endaþarmi 1. Náinn ættingi (foreldri, systkin eða barn) með krabbaniein í ristli eða endaþarmi Ef einn fyrsta stigs ættingi hefur greinst eftir 55 ára aldur með slíkt krabbamein. • Sama skimun og við meðaláhættu en hefja skimunina við 40 ára aldur. Ef fyrsta stigs ættingi hefur greinst yngri en 55 ára eða tveir fyrsta stigs ættingjar greinast. • Ristilspeglun (á fimm til sjö ára fresti) og fyrsta speglun við 40 ára aldur eða 10 árum yngri en sá ættingi var þegar hann greindist með sjúkdóminn. Ef þrír fyrsta stigs ættingjar hafa greinst. • Sama eftirlit og greiningaraðferðir og ráðlagt er varðandi arfbundið krabbamein án totumyndunar. 2. Fjölskyldusaga um aribundið krabbamein án sepamyndunar (Hereditary Nonpolyposis Colorectal Cancer) • Erfðaráðgjöf. • Erfðarannsókn. • Ristilspeglun á eins til tveggja ára fresti, fyrsta speglun við 25 ára aldur eða við fimm árum yngri aldur en yngsti meðlimur fjölskyldunnar var þegar hann greindist með ristilkrabbamein. 750 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.