Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 32
FRÆÐIGREINAR / LITFÍKLAÆXLI (15-30 mínútum) en blóð er dregið auk þess sem æskilegt er að sjúklingur sé í kasti (þó ekki talið nauðsynlegt). Þetta er ekki sérlega hentugt nema um inniliggjandi sjúklinga sé að ræða. Sumir höf- undar tala um að mæling katekólamína í blóð- vökva/þvagi henti best ef um meiri einkenni er að ræða (oft lítil æxli) en mæling á umbrotsefnum katekólamína í þvagi henti betur ef um er að ræða lítil einkenni (oft stærri æxli). Skýringin er talin sú að stór æxh hafi tiltölulega hægan útskilnað (per- fusion) og því hafi katekólamínin tíma til umbrots. Litlu æxlin hafi hins vegar hraðari útskilnað og seyti því frekar katekólamínum en umbrotsefnum, það er hlutfall umbrotsefna og katekólamína er lágt (5). 4. Bælipróf og egnipróf (suppressive and provoca- tive tests). Alþekkt er gráa svæðið hvar niðurstöður hvorki hrekja né færa sönnur á tilvist sjúkdóms. Því hafa verið lögð til bæði bæli- og egnipróf. Egniprófið gefur óásættanlegan fjölda falsk jákvæðra og/eða neikvæðra niðurstaðna og getur auk þess verið hættulegt. I bæliprófinu er clonidine eða pento- linium sprautað í æð og ef styrkur katekólamína í blóði fellur ekki er um æxli að ræða (4). 5. Önnurpróf. Ýmislegt annað hefur verið kannað eins og til dæmis mælingar á krómógranín A í blóðvökva en hefur ekki rutt sér til rúms enda ekki betra en fyrrnefnd próf með tilliti til næmis og sértækis (3). Ef efnafræðileg greiningarpróf benda til litfíkla- æxlis er næsta skref að staðsetja æxlið með mynd- greiningartækni. Þrjár aðferðir eru gagnlegar; Tölvu- sneiðmynd (CT), segulómun (MRf) og MIBG-skann. Skiptar skoðanir eru um hvort tölvusneiðmynd eða segulómun sé betri. Tölvusneiðmynd gefur 93-98% næmi en segulómun næstum 100%. Sértæki beggja aðferða er um 70% en deilt er um hvor hefur vinning- inn. Segulómun hefur líklega vinninginn þar sem hún greinir vefi almennt betur í sundur og geislun er minni. MIBG-skönnun er tímafrek rannsókn sem hentar fyrst og fremst ef segulómun og tölvusneiðmynd bregðast eða ef grunur er um litfíklaæxli utan nýmahetta. Næmi MIBG-skanna er 78-90% en sértæki tæplega 100% (4, 5,10). Bláæðasýni (Venous sampling) gefur endanlega staðfestingu á því að grunsamleg fyrirferð sé í raun það sem seytir katekólamínum (4). Einkenni litfíklaæxlis má meðhöndla með lyfjum en eina þekkta lækningin er brottnám æxlisins með skurðaðgerð (5,6). Undanfarið hafa rutt sér til rúms aðgerðir með kviðsjá sem hér á íslandi hafa tekist með ágætum. Kviðarholsjá veldur minni blæðingum og óþægindum, en áður var blóðtap í opinni skurðað- gerð verulegt vandamál samanber umfjöllun hér á eftir um blóðrúmmál. Sjúklingar eru yfirleitt fljótari að ná sér og rannsóknir hafa sýnt að það eru ekki meiri líkur á vandamálum en í venjulegri aðgerð (11). Hætta er á svæsnum lágþrýstings- og háþrýstings- köstum auk hraðtakts við aðgerð, einkum ef undir- búningur hefur ekki verið sem skyldi. Háþrýstiköstin og hraðtaktinn er auðvelt að skýra með skyndilegri losun æðavirkra katekólamína og misvægi í hömlun a- og þ-viðtaka. Því er mikilvægt að fyrir aðgerð sé viðkomandi vel haminn með bæði a- og þ-blokka. Hefðbundin a-hömlun hefur verið með fenoxybenz- amíni eða fentólamíni en nýrri blokkar eins og doxa- zosin virðast jafngóðir (3,5). Helsta aukaverkun ein- hliða a-hömlunar fyrir aðgerð er sinus hraðtaktur vegna örvunar þ-viðtaka í hjarta sé hart gengið fram, einnig réttstöðulágþrýstingur eins og vera má að hafi verið vandamál í tilfellinu að ofan. Hins vegar er meiri hætta á skyndilegum svæsnum blóðþrýstingsföllum í aðgerð ef a-hömlun fyrir hana hefur ekki verið full- nægjandi (5). Lífeðlifræðileg skýring er talin sú að þegar katekólamínframleiðsla minnkar skyndilega og vöðvar í æðaveggjum slaka á aukist rýmd æðanna hraðar en blóðrúmmál. Horfur eftir aðgerð eru góðar og ná um 75% sjúklinga eðlilegum blóðþrýstingi og einkenni hverfa hjá flestum (4). Ef einkennin og þrýst- ingurinn lagast ekki getur ástæðan verið sú að ekki hefur náðst að fjarlægja allt æxlið, að sjúklingurinn hefur einhvern kvilla í nýrnaæðum eða að sjúklingur hefur eðlislægan háþrýsting. Ef um viðvarandi lág- þrýsting er að ræða kemur ýmislegt til greina, þar á meðal blæðing, skyndileg aukning bláæðarýmdar (þegar styrkur katekólamína minnkar), ónóg vökva- uppbót eða að leifar séu af áhrifum a-hemils (endast 48-72 klukkustundir) (5). Um 90% sjúklinga með góð- kynja æxli kenna sér ekki sambærilegs meins framar, það er fá lækningu (4, 5). Rétt er að meta útskilnað katekólamína nokkrum vikum eftir aðgerð til stað- festingar á árangri aðgerðarinnar (5). Heimildir 1. Stewart, PM. Mineralcorticoid hypertension. Lancet 1999; 353:1341-7. 2. Gordon RD, Stowasser M, Tunny TJ, Klemm SA, Rutherford JC. High incidence of primary aldosterism in 199 patients referred with hypertension. Clin Exp Pharmacol Physiol 1994; 21:315-8. 3. Young Jr. WF, Kaplan NM.. Diagnosis and treatment of pheochromocytoma. UpToDate, 2001. 4. Bouloux PG, Fakeeh M. Investigation of phaeochromo- cytoma. Clin Endocrinol 1995; 43: 657-64. 5. Bravo EL. Evolving concepts in the pathophysiology, diag- nosis and treatment of pheochromocytoma. Endocr Rev 1994; 15:356-69. 6. Werbel SS, Ober KP. Pheochromocytoma. Update on diag- nosis, localization and management. Med Clin North Am 1995; 79:131-53. 7. Bravo EL, Gifford RW. Current concepts. Pheochromocy- toma: diagnosis, localization and management. N Engl J Med 1984; 311: 1298-303. 8. Beme RM, Levy MN. Physiology. 4th. edition. Mosby, 1998. 959-60. 9. Bertherat J, Mosnier-Pudar H, Bertagna X. Adrenal incident- alomas. Curr Opin Oncol 2002; 14: 58-63. 10. Kailasam M.T, O’Connor DT, Parmer RJ. The Regulation and Role of Catecholamines in Hypertension and Pheochromo- cytoma. Current Science, 1994:135-41. 11. Janetschek G, Finkenstedt G, Gasser R, Waibel UG, Peschel R, Bartsch G, et al. Laparoscopic surgery for pheochromo- cytoma: adrenalectomy, partial resection, excision of para- gangliomas. J Urol 1998; 160: 330-4. 736 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.