Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 43
FRÆÐIGREINAR / DOKTORSVARNIR Doktorsvarnir Mæling á áhrifum samverkandi sjúkdóma María Heimisdóttir varði doktorsritgerð sína við University of Massachusetts, School of Public Health and Health Sciences, þann 5 apríl síðastliðinn. Rit- gerðin ber heitið „Comorbidity Indicators: Valida- tion and Application". Leiðbeinandi Maríu var Dr. Stephen H. Gehlbach. Aðrir nefndarmeðlimir voru Dr. Carol Bigelow, Dr. Philip Nasca, Dr. Shlomo Barnoon og Dr. Cleve Willis. Ritgerðin fjallar um faraldsfræðilegar og tölfræði- legar aðferðir til að mæla áhrif samverkandi sjúk- dóma (comorbid diseases) á klínískar og rekstrar- fræðilegar útkomur meðal sjúklinga á sjúkrahúsum. Með samverkandi sjúkdómum er átt við sjúkdóma aðra en þá sem eru meginorsök innlagnar hverju sinni. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á mikil- væg áhrif samverkandi sjúkdóma á margvíslegar klínískar og rekstrarfræðilegar útkomur, svo sem bata, heilsutengd lífsgæði, dánartíðni, lengd sjúkra- húsvistar og kostnað við sjúkrahúsdvöl. Samverkandi sjúkdómar geta því haft mikilvæg raskandi áhrif á niðurstöður ýmissa rannsókna, ekki síst þeirra er lúta að áhrifum og gagnsemi læknismeðferðar. Því er þörf á nákvæmum, réttmætum (valid) og hentugum að- ferðum til að mæla þessi áhrif og leiðrétta fyrir þau í faraldsfræðilegum rannsóknum. Markmið rannsóknar Maríu var að kanna rétt- mæti og notagildi flokkunarkerfis sem hannað var af bandarískum vísindamönnum undir stjórn Dr. Anne Elixhauser. Kerfið flokkar samverkandi sjúkdóma í 30 flokka eða sjúkdómsvísa (comorbidity indicators), sem ætlaðir eru til að lýsa og bera saman sjúklinga- hópa með tilliti til byrði þeirra af samverkandi sjúk- dómum. Flokkunin var byggð á stóru gagnasafni um sjúklinga á sjúkrahúsum í Kaliforníu 1992. Forspár- gildi vísanna með tilliti til dánartíðni, lengdar sjúkra- húsvistar og kostnaðar við sjúkrahúsvist var metið í sama gagnasafni. Rannsókn Maríu byggðist á gögnum um tæplega 600.000 einstaklinga úr sjúkrahúsgagnagrunni Massa- chusetts fylkis fyrir árið 1992. Tíðni og dreifing sjúk- dómsvísanna var metin og borin saman við sambæri- legar upplýsingar frá Kalifomíu. Smíðuð voru reikni- líkön til að kanna áhrif vísanna á dánartíðni, lengd sjúkrahúsvistar og kostnað við sjúkrahúsvist. Reikni- líkönin innihéldu jafnframt upplýsingar um lýðfræði- lega þætti, sjúkratryggingar, tegund innlagnar, hliðar- verkanir meðferðar og önnur atriði sem geta haft raskandi áhrif á klínísk og rekstrarfræðileg afdrif sjúklinga á sjúkrahúsum. Á grundvelli þessara líkana vom áhrif sjúkdómsvísanna á dánartfðni, lengd sjúkrahúsvistar og kostnað við sjúkrahúsvist borin saman milli sjúklinga í Massachusetts og Kalifomíu. I ljós kom að sjúklingahóparnir tveir voru al- mennt svipaðir hvað varðar lýðfræðilega uppbygg- ingu. Nokkur munur var á sjúkdómsbyrði, 17,8 % sjúklinga í Kaliforníu höfðu þrjá eða fleiri sjúkdóms- vísa en aðeins 12,4 % sjúklinga í Massachusetts. Meðalkostnaður við hverja innlögn var hærri í Kali- forníu en í Massachusetts en meðallegutími hins veg- ar talsvert styttri. Hlutfall bráðainnlagna var veru- lega hærra í Massachusetts (49%) en í Kaliforníu (17%). Sambandið milli fjölda sjúkdómsvísa og af- drifa var sams konar í báðum hópum, það er sjúkling- ar með fleiri vísa höfðu hærri dánartíðni og sjúkra- húsvist þeirra var Iengri og dýrari en þeirra sem færri vísa höfðu. Áhrif vísanna og forspárgildi reiknilíkan- anna, þegar leiðrétt hafði verið fyrir raskandi þætti, voru sambærileg í sjúklingahópunum tveimur hvað varðar legulengd og kostnað við sjúkrahúsvist. Hins vegar voru áhrif vísanna á dánarlíkur ekki sambæri- leg milli hópanna tveggja, jafnvel eftir að leiðrétt var fyrir raskandi þætti. Þannig bentu niðurstöðurnar til þess að sú flokk- un samverkandi sjúkdóma í 30 sjúkdómsvísa, sem hönnuð var fyrir sjúklinga í Kaliforníu, ætti einnig við meðal sjúklinga í Massachusetts og mætti nota til að meta sjúkdómsbyrði af völdum samverkandi sjúk- dóma. Jafnframt bentu niðurstöður til þess að áhrif vísanna á sjúkrahúsvist (lengd og kostnað) væru sam- bærileg í hópunum tveimur þrátt fyrir verulegan mun á meðallegulengd og meðalkostnaði við sjúkrahús- vist. Ekki er ólíklegt að áhrif þeirra séu svipuð í öðr- um áþekkum sjúklingahópum. Hins vegar voru áhrif vísanna á dánarlíkur ekki sambærileg milli hópanna tveggja. Síðasti hluti ritgerðarinnar fólst í frumþróun hug- mynda um frekari notkun vísanna til tölfræðilegrar úrvinnslu þar sem þörf er á að leiðrétta fyrir raskandi áhrif samverkandi sjúkdóma. Lagðar voru fram nokkrar hugmyndir um aðferðir sem mætti beita til að nýta vísana á þennan hátt en slík notkun krefst frekari aðferðafræðilegrar þróunar og prófunar. Notagildi niðurstaðna rannsóknarinnar felst fyrst og fremst í því að sýnt hefur verið fram á að sú flokkun samverkandi sjúkdóma sem prófuð var á ekki einvörðungu við í því þýði sem hún byggðist á, heldur virðist hafa mun almennara gildi og gæti átt við á Islandi. Þessar niðurstöður, ásamt því að for- Dr. María Heimisdóttir Læknablaðið 2002/88 747
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.