Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 11
RITSTJÓRNARGREINAR Samfélag í sálarkreppu — er ráðist að rót vandans? Viö lifum á tíma tómleika og kvíða töfrarnir virka ekki lengur. Lífið er metið sem tap eða gróði. ímyrkrinu aleinn maðurinn gengur munaðarlaus lítill drengur. Bubbi Morthens (2002) Sú var tíðin að skoðanakannanir sýndu að íslenska þjóðin var sú hamingjusamasta í heimi, en hver er staðan í dag? Eitt er víst að notkun geðlyfja, einkum í flokki sértækra geðdeyfðarlyfja sem auka magn serótóníns í taugamótum (SSRI lyf), eykst hratt og er mun meiri en á hinum Norðurlöndunum (mynd 1). Formaður Geðlæknafélags Islands ver þróunina og tekur þessu með stóískri ró. Hann telur að þessi mikla notkun sé í samræmi við umfang vandans og að það sé ekkert við þetta að athuga, svo fremi sem fólk fái rétta meðferð við réttri greiningu. Enn fremur sé það fagnaðarefni að fólk skuli leita sér aðstoðar (1). Við teljum hins vegar að það sé áhyggjuefni að at- hygli og meðferðarlausnum er ekki beint að rótum vandans. Nauðsynlegt er að afla frekari upplýsinga og skýringa á eðli málsins: • Endurspegla sölutölur notkun lyfjanna? • Eykst andleg vanlíðan meðal þjóðarinnar? • Eru nýir sjúkdómsvaldar í þjóðfélaginu? • Getur öflug markaðssetning skýrt aukninguna? • I hvaða mæli eru eðlilegur lífsleiði og vanlíðan vegna missis, vonbrigða, áreitni eða niðurlæg- ingar gerð að sjúkdómi? Mynd 1. Sölutöiur um notkun geðdeyfðarlyfja á Norður- löndunum 1990-2001. (Heilbrigðisráðuneytið 2002.) • Hvaða persónulegar og samfélagslegar afleið- ingar hefur hin mikla notkun geðdeyfðarlyfja til lengdar? Skiptir það máli fyrir sjálfsmynd, þroska og lífsgæði mannsins hvernig hann sigr- ast á þunglyndi? • Eru tengsl á milli skipulags heilbrigðisþjónustu og notkunar geðlyfja? Fáar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi um notkun geðlyfja. Það er því fagnaðarefni að í þessu blaði birtist grein eftir Tómas Helgason og félaga sem leita svara við hluta af ofangreindum spurning- um (2). Niðurstöðurnar byggja á svörum 2439 ein- staklinga á aldrinum 18-75 ára, sem valdir voru með slembiúrtaki árið 2001. Um 8,3% hópsins hafði tekið geðdeyfðarlyf og eða kvíðastillandi lyf einhvern tím- ann á árinu. I rannsókninni kom í ljós að stór hluti fólks tók lyfin aðeins í skamman tíma. Það vekur at- hygli að ef notkunin er reiknuð yfir í staðlaða dag- skammta svarar hún aðeins til 54% af sölutölum heil- brigðisráðuneytisins. Raunveruleg neysla er því varla eins mikil og sölutölur gefa til kynna. Aðrar rann- sóknir hafa einnig sýnt fram á misræmi milli sölutalna úr heildsölu og notkunar lyfja (3). Geðdeyfðarlyf eru ekki lengur notuð eingöngu við geðdeyfð eins og nafngiftin gefur til kynna, held- ur er kvíði orðinn snar þáttur í ábendingum fyrir notkun lyfjanna. Þetta skýrir því að nokkru aukna sölu SSRI lyfja. Það hlýtur engu að síður að vera um- hugsunarefni að tæp 10% íslendinga utan stofnana (einnig í hópnum 18-24 ára) upplifa það mikla van- líðan að þeir hafa notað geðdeyfðar- og/eða kvíðalyf á 12 mánaða tímabili. Ef um 10% þjóðarinnar þurfa á geðlyfjum að halda er það stórpólitískt mál. Mikil notkun geðlyfja endur- speglar ekki bara líffræðilegar staðreyndir, heldur ber að skoða faraldur af þessu tagi í samfélagslegu og menningarlegu samhengi. í rannsókn Tómasar Helga- sonar og félaga kemur glöggt fram að notkun geð- lyfja er mest meðal þeirra sem verst eru settir í fjár- hags- og félagslegu tilliti; þeir sem hafa minnsta mennt- un, lægstar tekjur, eru ekki á almennum vinnumark- aði eða standa einir í tilverunni. Frá læknisfræðilegum sjónarhóli er hægt að nálg- ast þennan faraldur þunglyndis og kvíða með form- legum greiningum, leit að mælanlegum frávikum í einstaklingunum og ávísunum á geðlyf. Saga faralds- fræðinnar hefur hins vegar kennt okkur að meðferð veikra einstaklinga er aðeins hluti af lausninni. Eins og í kólerufaraldri felst hin róttæka lausn í því að finna brunninn þar sem örverurnar hafa tekið sér bólfestu og mengað vatnið. Jóhann Ág. Sigurðsson Linn Getz Jóhann Ág. Sigurðsson er prófessor í heimilislæknis- fræði við Háskóla íslands og yfirlæknir á Heilsugæslu- stöðinni Sólvangi, Hafnar- firði. Linn Getz er trúnaðarlæknir við Landspítalann og höf- undur fjölda rita um hug- myndafræði heimilislækn- inga. Læknablaðið 2003/89 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.