Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREINAR Veldur fræðsla um læknisfræðilegt efni sjúkdómum? Þegar ég fór að íhuga efni þessarar ritstjónargreinar ákvað ég að láta hugann reika og fara yfir farinn veg í námi og starfi mínu sem læknir. Eftir langt og strangt bóklegt nám kom að því að kynnast fólki sem naut þess að leið- beina og fræða um allt sem varðaði sjúklinga og sjúk- dóma. í sérnáminu verður þetta ennþá áhrifameira og virðingin fyrir góðum kennara er oftast takmarka- laus. Unglæknar gera sér fljótt grein fyrir þeirri skyldu sinni sem getið er í Codex Ethicus að fræðsla sé mikilvægur þáttur í starfi læknisins. En beinist sú fræðsla einungis að nemendum í heil- brigðisfræðum, það er læknanemum, hjúkrunar- nemum og öðrum, eða beinist hún ef til vill líka að öðru fólki? Okkur finnst eðlilegt og sjálfsagt að fræða sjúklinga okkar um þá sjúkdóma sem kunna að herja á þá og gera þeim grein fyrir meðferð og horfum. Niðurstöður vandaðra vísindarannsókna á síð- astliðnum áratugum hafa fært okkur þekkingu sem auðveldar greiningu og meðferð sjúkdóma. Þær hafa jafnframt leitt í ljós skýrari mynd af tilurð sjúk- dóma sem við getum nýtt í forvarnarstarfi til að minnka áhættu á að fá ákveðna sjúkdóma. Lækn- um ber skylda til að koma þessari þekkingu á fram- færi við aðra heilbrigðisstarfsmenn og einnig til al- mennings svo að lærðir og leikir geti nýtt sér þá vitneskju í leik og starfi. En er það eitthvað nýtt að fræða almenning um heilsufræði og þurfum við endi- lega að tengja það sjúkdómsvæðingu? Á undanfömum árum hef ég oft gripið til sér- stakrar bókar í bókaskáp mínum. Bók þessi heitir Heilsurœkt og mannamein og var gefin út 1943. Þar segir í formála: Hlutverk þessarar bókar er fyrst og fremst að flytja almenningi þann fróðleik sem er nauðsyn- legur til að komast hjá ýmsum heilsuspjöllum sem stafa af vanþekkingu og jafnframt að gefa leið- beiningar, sem læknavísindi vorra tíma geta gefið beztar, ekki einungis til að forðast veikindi, held- ur einnig til að öðlast sem mestan lífsþrótt og starfsþrek og stuðla þannig að aukinni lífsgleði. Að ritun bókarinnar komu okkar virtustu lækn- ar á þessum tíma, en hún var fyrst og fremst skrifuð Höfundur er sérfræðingur í meltingarsjúkdómum og starfar á meltingarsjúkdómadeild St. Jósepsspítala í Hafnarfirði og á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. fyrir almenning. Þeir töldu að sú þekking um heil- brigðismál sem þeir og aðrir læknar höfðu á þess- um tíma ætti fullt erindi til íslendinga. Mér er tjáð að bókin hafi verið feikilega vinsæl og mikið lesin. En í formála bókarinnar segir jafnframt: Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, og um heilsu manna gildir umfram allt að haga lífi sínu þannig, að heilsu sjálfs manns og annarra verði sem minnst hætta búin, því ókleift getur reynzt að lækna sjúkdóm, sem lengi hefur búið um sig, ef til vill vegna vanþekkingar á heilbrigðum lifnaðar- háttum. Þessi orð voru rituð fyrir nær 60 árum og má án efa rita hvar sem er í dag án athugasemda. Ólíklegt er að þetta framtak og sú fræðsla sem finna má í bókinni hafí búið til sjúkdóma eða heilbrigðisvanda- mál, heldur miklu fremur stuðlað að heilbrigðara lífi í landinu. Þama höfðu margir kollegar okkar auga fyrir mikilvægi þess að fræða og auka þekkingu al- mennings. í lok formála bókarinnar, sem er 715 blaðsíður, er rætt frekar um efni hennar: Læknavís- indi nútímans nota margbrotnari og tímafrekari rannsóknaraðferðir en nokkum tíma áður, og þar sem almenningi virðist ganga illa að skilja hvers vegna svo mikils umstangs þurfi með til að rannsaka sjúkdóma, er gerð grein fyrir mörgum helstu rann- sóknaraðferðum við ýmsa sjúkdóma, svo menn fái skilið hvers vegna rannsóknir séu gerðar. Bókin var áhrifamesti miðillinn á þessum tíma. Nú er öldin önnur og tími útvarps, sjónvarps, dag- blaða og netsins í hávegum. í dag erum við í upp- lýsingasamfélagi og það er mikilvægt að koma fræðslu til fólks en jafnframt er auðvelt að gefa því rangar upplýsingar. Ábyrgð okkar sem störfum í heilbrigðisþjónustunni er því mikil og réttar upp- lýsingar skipta sköpum. Þess vegna verður að vanda til verka þegar koma skal mikilvægum upplýsing- um um heilbrigði og sjúkdóma til almennings. Á undanfömum ámm em mörg dæmi um það hér á landi að slíkur fróðleikur er vel úr garði gerður og gjaman ræddur af mörgum sem koma að vanda- málinu. Þar hefur verið lögð áhersla á ábyrgð ein- staklingsins á eigin heilsu og bent á þekkta áhættu- þætti, heilbrigða lifnaðarhætti og forvarnir hafðar í fyrirrúmi. Leitast er við að hafa framsetningu fræðslunnar nútímalega og vel skipulagða til að ná til flestra með besta mögulega árangri. Jafnframt er varfæmi gætt í allri umræðu, eftir því sem kostur er. Aukin þekking er af hinu góða og vart er hægt að hugsa sér að góð fræðsla skapi vandamál ef hún er vel ígrunduð og skynsamleg. Þarna em sóknar- færi okkar til að bæta líf og lífshorfur fólks í ljósi Ásgeir Theodórs Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær gerðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8,201 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu samþykkir lokaformi greinar og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heili greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og myndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar myndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi nteð, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af netinu. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://lb.icemed.is/ Umræðuhluti Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. undanfarandi mánaðar nema annað sé tekið fram. Læknablaðið 2003/89 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.