Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 38
■ FRÆÐIGREINAR / GALLBLÖÐRUNÁM Tafla V. Samantekt niðurstaðna úr nokkrum heimildum. FSA Lsp. Hringbraut Lsp. Fossvogi McMahon Wherry Hannan Fjöldi gallblöörutaka 426 384 125 299 10458 30968 Kviösjáraðgeröir; % af heild 95,7% 91,9% 80,0% 50,5% 87,3% 78,7% Tíöni breytinga í opna aögerð 4,0% 17,8% 10,0% 10,0% 9,8% ekki getið Aðgeröartími í mínútum 73,0 94,9 102,8 71,0 ekki getið ekki getið Tíðni fylgikvilla 10,0% 17,9% 5,0% 17,0% 6,1% 5,0% Legudagar eftir aögerö 3,6 3,1 1,8 2,0 1,6 2,1 Veikindaleyfi í dögum 13,5 17,6 12,7 14,0 ekki getið ekki getið Tveir af þremur sjúklingum með gallleka þurftu á enduraðgerð að halda (tafla III og tafla IV). Þrjú blæð- ingartilvik þurftu aðgerðar við, tvö þar sem blæðing frá gallblöðruslagæð og skert vefjasýn leiddi til þess að snúa varð í opna aðgerð og eitt tilvik þar sem gera þurfti enduraðgerð vegna innvortis blæðingar frá stungugati í kviðvegg. Blóðsöfnun undir lifur var staðfest í fjórum tilfell- um hjá sjúklingum með lágt blóðgildi eftir aðgerð, en þarfnaðist ekki sértækrar meðferðar. Einn sjúklingur fékk kransæðastíflu í kjölfar að- gerðar og hjartabilun kom upp hjá tveimur sjúkling- um. Annar þeirra dó tveimur mánuðum síðar úr hjarta- bilun. í þremur tilfellum myndaðist haull í öri eftir stungugat. Tveir sjúklingar fengu slæm ofnæmisvið- brögð í húð eftir aðgerð og tveir fengu tímabundna loftsöfnun undir húð (subcutan emphysema). Sjúk- lingur sem fékk óvenju mikinn niðurgang í kjölfar aðgerðar greindist með blóðþurrðar ristilbólgu. Einn sjúklingur fékk blóðsega í djúpa bláæð í fæti í kjölfar aðgerðar og fékk blóðþynningarmeðferð. Einn sjúk- lingur með skerta heyrn missti heyrn á öðru eyra af óþekktri ástæðu í aðgerðinni. Tveir sjúklingar dóu í kjölfar gallblöðrunáms með kviðsjártækni. í öðru tilfellinu fékk mjög hjartveikur 74 ára karlmaður blóðþurrð í smágirni með drepi og rofi. í síðara tilfellinu rofnaði þekktur og stór gúll í kviðarmeginæð hjá 78 ára gamalli konu á öðrum degi eftir aðgerð. Ekki eru talin til fylgikvilla 13 skráð atvik í aðgerð með smáblæðingum þar sem brugðist var rétt við í aðgerðinni og ekki hlutust frekari vandkvæði af. Þessar blæðingar voru frá gallblöðrubeð (8), stungu- gati í kviðvegg (3) og frá gallblöðruslagæð eða grein hennar (2). Ekki eru heldur tekin með tvö atvik með loftsöfnun aftan skinu sem ekki urðu til neinna vand- ræða. Umræða Gallblöðrunám með kviðsjártækni er almennt viður- kennd meðferð við gallblöðrusteinasjúkdómi, hvort heldur sem um er að ræða bráða- eða valaðgerð (6, 7). Misjafnt er milli sjúkrahúsa hvernig staðið er að meðferð við bráðabólgu í gallblöðru. Ýmist er valin íhaldssöm meðferð án aðgerðar við innlögn og er að- gerð þá framkvæmd eftir nokkrar vikur eða ákveðið er að framkvæma aðgerð brátt (helst innan viku frá byrjun einkenna). Ensk rannsókn hefur sýnt að fyrir tíma kviðsjáraðgerða var tíðni bráðaaðgerða um 20%, en lækkaði með tilkomu nýrrar tækni í 15-17% (8). Hlutfallið sveiflast þó mikið á milli einstakra sjúkrahúsa. Hlutfall sjúklinga sem fóru í bráðaaðgerð reyndist talsvert lægra í okkar rannsókn (10,3%) en í sambærilegum rannsóknum frá sjúkrahúsum í Reykja- vík, þar sem það var á bilinu 25-44% (1, 3). Ástæða þessa liggur hugsanlega að einhverju leyti í betra að- gengi að skurðstofum á dagvinnutíma á FSA fyrir val- aðgerð og er því hægt að setja sjúklinga með nokkr- um fyrirvara á biðlista. Flestir þeir sjúklingar, einkum á fyrri hluta tímabilsins, sem voru lagðir inn á FSA vegna bráðrar gallblöðrubólgu voru meðhöndlaðir á íhaldssaman hátt án aðgerðar í fyrstu og lögðust inn til gallblöðrutöku eftir um það bil sex vikur. í íslenskum rannsóknum kemur fram að til ársins 1994 var gallblöðrunám um kviðsjá reynt hjá 80-92% þeirra sjúklinga sem fóru í aðgerð vegna einkenna frá gallblöðru (1, 3) og að öllum líkindum hefur þetta hlutfall heldur aukist undanfarin ár. Svipað hlutfall er að finna í erlendum heimildum (8-10). Auk 400 kvið- sjáraðgerða sem greint er frá í okkar rannsókn voru 18 gallblöðrur fjarlægðar í opinni aðgerð vegna gall- steinatengdra einkenna og átta í tengslum við aðra aðgerð. Það samsvarar að byrjað hafi verið á kvið- sjáraðgerð hjá 93,9% sjúklinga. Ástæða þessa háa hlutfalls er að í upphafi rannsóknarinnar var tekin ákvörðun um að reyna alltaf kviðsjáraðgerð við gall- blöðrutöku, nema ef sérstök vandkvæði eða frá- bendingar væru til staðar. Lág tíðni breytinga í opna aðgerð (4,0%) við FSA verður að teljast góður árangur. Lágt hlutfall bráða- aðgerða og sú staðreynd að langstærstur hluti að- gerðanna var framkvæmdur af reyndum skurðlækn- um vega hér þungt, þó að reynsla okkar og annarra sé að tæknilega sé ekki erfiðast að fást við bráða gall- blöðrubólgu snemma í ferlinu. Erfiðara er að eiga við slæma langvarandi bólgu og samvexti vegna hennar, sérstaklega ef bráðbólga bætist ofan á slíkt ástand. Ástæða breytingar í opna aðgerð er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna. 38 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.