Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR / ALGENGI GEÐLYFJANOTKUNAR
Fig. 4. One year
prevalence of
psychopharmaca use by
length ofuse and age.
hafa læknis vegna líkamlegrar vanlíðanar en hjá þeim
er áhættuhlutfallið 2-2,6. Rúmlega þriðjungur þeirra
sem hafa notað geðdeyfðarlyf eða kvíðalyf hafa ekki
leitað læknis vegna andlegrar vanlíðanar á undan-
förnum 12 mánuðum. Karlar sem leita læknis vegna
andlegrar vanlíðanar eru líklegri til að fá geðdeyfðar-
eða kvíðalyf. Munurinn á áhættuhlutfallinu, sem er
mestur fyrir kvíðalyf vegna andlegrar líðanar, er þó
ekki tölfræðilega marktækur milli kynja. Pví var hann
skoðaður nánar og reyndust konur með góða and-
lega líðan marktækt líklegri en karlar til að fá kvíða-
lyf (kí-kvaðrat 7,6, df =1, p=0,006).
Aberandi fleiri sem reykja nota geðlyf, einkum
geðdeyfðarlyf. Líkindahlutfallið er lægra fyrir kvíða-
lyf og lægst fyrir svefnlyf. Munur á líkindahlutfalli
milli kynja var óverulegur (tafla V).
Algengi notkunar geðdeyfðarlyfja er svipað með-
al þeirra sem telja vinnuálag mikið og meðal þeirra
sem telja það lítið. Hins vegar er algengi notkunar
kvíða- og svefnlyfja ívið mest meðal þeirra sem telja
vinnuálagið mikið.
Menntun, starf og möguleikar til tekjuöflunar eru
nátengd, auk þess sem veikindi og fötlun hafa áhrif á
möguleika til að afla sér menntunar. Algengi lyfja-
notkunarinnar er því mest meðal þeirra sem minnsta
menntun hafa og lægstar tekjur. Til þess að kanna
tengsl félags- og fjárhagslegrar stöðu við lyfjanotkun-
ina var framkvæmd lógistísk aðhvarfsgreining þar
sem tekið var tillit til mismunandi kyn- og aldurs-
dreifingar til að reikna líkindahlutfall (tafla VI). Við-
mið útreikninganna voru: hjónaband/sambúð, sér-
fræðingar/stjórnendur, háskólamenntun, og tekjur
550 þúsund krónur eða meira. Eins og áður er fram
komið voru karlar ólíklegri til að hafa notað eitthvert
lyfjanna á undanförnum 12 mánuðum, og hækkandi
aldur tengdist í öllum hópunum notkun einhvers lyfj-
anna, sérstaklega svefnlyfja. Fólk sem hefur áður ver-
ið gift er líklegra til að hafa notað geðdeyfðarlyf en
þeir sem eru giftir eða í sambúð (líkindahlutfall (OR)
2,06; öryggismörk (CI) 1,33-3,18). Einhleypir voru
Table V. Odds ratios (O.R.) with 95% conftdence intevais (C.l.) for use of psychotropic
drugs and smoking by gender and Mantel-Haenszel common odds ratios for
both sexes.
Drugs Men Women Both sexes
O.R. 95% C.l. O.R. 95% C.l. O.R. 95% C.l.
Antidepressants 2.15 1.32-3.51 2.01 1.33-3.04 2.07 1.51-2.84
Anxiolytics 1.73 1.01-2.97 1.45 0.93-2.27 1.56 1.10-2.20
Hypnotics 1.41 0.94-2.11 1.25 0.87-1.81 1.32 1.01-1.73
Any ofthe three 1.41 1.06-1.86 1.30 1.03-1.64 1.46 1.16-1.83
líklegri til að hafa notað svefnlyf (OR 1,42; CI 1,03-
1,98). Eins og vænta mátti reyndist líkindahlutfall fyrir
notkun allra lyfjanna hæst meðal þeirra sem ekki voru
á almennum vinnumarkaði, svo sem öryrkja og ellilíf-
eyrisþega. Pessi hópur var þrisvar til fjórum sinnum
líklegri en viðmiðunarhópurinn til að nota geðdeyfð-
ar- og/eða kvíðalyf. Líkindahlutfall ófaglærðra starfs-
manna fyrir notkun einhvers þessara lyfja var 1,52
(CI 1,10-2,11). Eftir því sem menntun er minni vaxa
líkur á því að menn taki einhvert lyfjanna, einkum geð-
deyfðarlyf (leitni-próf p=0,005) eða kvíðalyf (leitni-
próf p=0,055) en líkindahlutfall þeirra sem minnsta
menntun hafa er 1,87 (CI 1,22-2,85) fyrir geðdeyfðar-
lyf og 1,80 (CI 1,11-2,91) fyrir kvíðalyf. Svipað gildir
varðandi tekjur en þeir sem hafa minna en 250.000
krónur á mánuði hafa líkindahlutfallið 1,81 (CI 1,11-
2,94) fyrir notkun geðdeyfðarlyfja og 2,08 (1,17-3,71)
fyrir notkun kvíðalyfja en leitnipróf í þessum tilvik-
um gaf p=0,009 og 0,017.
Umræða
Meginniðurstaða þessarar rannsóknar er að notkun
geðdeyfðarlyfja og svefnlyfja er mikil, en þó minni en
opinberar sölutölur gefa til kynna. A undanförnum
árum hafa öðru hvoru farið fram miklar almennar
umræður um notkun þessara lyfja og kostnað sam-
fara henni sem hefur fimmfaldast síðan 1991. Hann
var um 1200 milljónir króna á apóteksverði árið 2001
Læknablaðið 2003/89 19