Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR / ALGENGI GEÐLYFJANOTKUNAR ekki sennilegt að fólk tíundi lakar notkun geðdeyfð- arlyfja og svefnlyfja. Loks er hugsanlegt að í brottfall- inu séu miklu fleiri notendur en meðal þeirra sem svöruðu, sem er ekki líklegt því að munurinn á kyn- og aldursskiptingu brottfallsins og svarenda er ekki verulegur. Auk þess náði rannsóknin ekki til þeirra sem eru inni á sjúkrahúsum eða hjúkrunarheimilum sem nota meira af lyfjum en aðrir, en eru hins vegar ekki svo margir að þeir mundu hafa veruleg áhrif á niðurstöðumar. Þessi atriði eru því varla nægjanleg til að skýra muninn sem hér kemur fram á sölutölum og notkun áætlaðri frá algengi og tímalengd notkunar. í breskri rannsókn frá 1994, sem að ýmsu leyti svip- ar til okkar rannsóknar, kom í ljós að 3,5% af fólki utan stofnana notaði einhver geðlyf, 4,6% kvenna og 2,3% karla. 1,5% notuðu svefnlyf, 1,1% geðdeyfðar- lyf og 0,8% notuðu kvíðalyf. Helmingur fólks hafði notað lyfin í eitt ár eða lengur. Arsalgengi svefnlyfja- notkunar var 5,3%, kvíðalyfja 1,4% og geðdeyfðar- lyfja 1,6% (16). Þessar tölur eru ekki ósvipaðar því sem fannst hér 1988 ef frá er talið algengi notkunar kvíðalyfja. Þá var ársalgengi notkunar kvíðalyfja á Is- landi 4,6% og svefnlyfja 5,2% en verkjalyfja 56,7% hjá fólki á aldrinum 15-69 ára (17), en algengi notk- unar geðdeyfðarlyfja má áætla að hafi verið um 1%. Notkun allra þessara lyfjategunda hefur aukist veru- lega síðan, einkum geðdeyfðarlyfjanna. Til saman- burðar er hér sýnt súlurit með sölutölum geðlyfja á Norðurlöndum (mynd 5). Eins og súluritið ber með sér er niiklu meira selt af geðdeyfðarlyfjum hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og sala svefnlyfja er einnig meiri hér en þar. Faraldsfræðilegar rannsóknir á geðsjúkdómum hafa sýnt að geðdeyfðar- og kvíðaraskanir eru algeng- ari hjá konum en körlum (18,19), og að algengi þeirra eykst ekki með hækkandi aldri (19). Við rannsóknir byggðar á lyfjaávísunum hefur einnig fundist hærra algengi notkunar geðdeyfðar- og kvíðalyfja meðal kvenna en karla (2), ef til vill vegna þess að konur leita læknis oftar og ef til vill vegna tilhneigingar lækna til að ávísa konum frekar lyfjum. Fleiri konur en karlar kvarta um svefnerfiðleika og algengi kvart- ananna eykst með hækkandi aldri (20) og algengi ávísana á svefnlyf eykst með hækkandi aldri meira hjá konum en körlum (2). í Noregi (21) hefur mánað- aralgengi svefnlyfjanotkunar reynst 6,9%, hærra hjá konum, eldra fólki og þeim sem höfðu andlegar eða líkamlegar kvartanir svipað og í okkar rannsókn. Niðurstöður þeirrar rannsóknar sem hér er til um- fjöllunar eru með nokkuð öðrum hætti en ofan- nefndra rannsókna. Ekki er marktækur munur milli kynja á ársalgengi notkunar geðdeyfðarlyfja og svefn- lyfja og ársalgengi notkunar geðdeyfðarlyfja eykst ekki með hækkandi aldri, aðeins langtíma notkun þeirra. Hversu lítill munur er á ársalgengi notkunar geðdeyfðarlyfja milli kynja skýrist af því hve stór hluti karla sem nota geðdeyfðarlyf hefur leitað aðstoð- ar vegna áfengisvanda. Rannsóknin byggir á gögnum sem var aflað aðallega til að athuga áfengis- og aðra vímuefnanotkun. En það virðist þó ekki hafa áhrif á niðurstöðurnar sem sjá má af því að álíka margir svör- uðu spurningunni um hvort þeir hefðu leitað aðstoð- ar á sjúkrahúsinu Vögi og búast hefði mátt við sam- kvæmt þeim fjölda sem þangað hafa leitað síðan 1984 (www.saa.is/saa/?Mival=adalsida&pid=2045). Algengi notkunar svefnlyfja eykst hins vegar eins og í fyrri rann- sóknum með hækkandi aldri. Ahættuhlutfall karla og kvenna sem hafa leitað læknis er svipað fyrir notkun allra lyfjaflokkanna, sem bendir til að læknar bregð- ist ekki mismunandi við kvörtunum sjúklinganna eft- ir kynferði þeirra. Hækkað áhættuhlutfall meðal þeirra sem leitað hafa meðferðar vegna áfengisvanda- mála er í samræmi við mikil tengsl milli alkóhólisma og annarra geðraskana (22). Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar má ætla að allmargir taki geðdeyfðar- eða kvíðalyf við öðru en hinum hefðbundnu ábendingum, þar eð þriðjungur þeirra sem taka þessi lyf hefur ekki leitað læknis vegna andlegrar vanlíðanar á síðastliðnum 12 mánuðum. Þetta fólk gæti hafa notað lyfin við lang- vinnum verkjum eða vöðvaspennu sem styðst af því að konur með góða andlega líðan reyndust marktækt líklegri en karlar til að hafa notað kvíðalyf, en karlar með andlega vanlíðan voru ómarktækt líklegri en konur til að hafa notað lyfin. Athygli vekur að helmingur þeirra sem segjast hafa tekið geðdeyfðarlyf í yngsta aldurshópnum hef- ur tekið þau skemur en þrjá mánuði, en talið er að það þurfi að taka þau í fjóra til sex mánuði til full- nægjandi meðferðar á geðdeyfð (23). Kvíða- og svefn- lyf virðist fólk aðallega nota eins og til er ætlast, eða skemur en í sex mánuði. Langtíma algengi notkunar þeirra er hærra hjá þeim sem eru 55 ára og eldri en hjá hinum yngri, þó að munurinn sé ekki marktækur. Reykingafólk er marktækt líklegra en þeir sem ekki reykja til að hafa notað einhver geðlyf á árinu. Líkindahlutfallið er hækkað fyrir allar lyfjategundirn- ar og fyrir geðdeyfðarlyf sérstaklega er það tvöfalt. Tengsl milli reykinga og geðraskana eru vel þekkt, lil Fig 5. Sales of psychophar- maca (in defmed daily doses (DDD)/1000/Day) in the Nordic countries in 2001. Læknablaðið 2003/89 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.