Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2003, Síða 45

Læknablaðið - 15.01.2003, Síða 45
FRÆÐIGREINAR / STOFNFRUMUR æti sem músastoðfrumur höfðu áður komist í snert- ingu við (conditioned medium) (11). Líklegt er að stoðfrumurnar losi einhverja nauðsynlega vaxtarþætti út í ætið. Olíkt ES-frumum músa krefjast ES-frumur manna ekki vaxtarþáttarins LIF. A svipuðum tíma og ES-frumur úr mönnum voru útbúnar tókst rannsóknahópi Gearhart og fleiri að rækta EG-frumur úr fósturvísum manna (12). Frum- urnar voru ræktaðar úr forverafrumum kynfrumna (primordial germ cells) sem fengnar voru úr kyn- kömbum fimm til níu vikna gamalla fósturvísa. Fóst- urvísarnir fengust úr fóstureyðingum og voru gefnir til rannsóknanna. Líkt og EG-frumur músa þurfa EG-frumur manna ýmsa vaxtarþætti, svo sem LIF og bFGF auk forskolin til að þrífast. Til að athuga getu ES- og EG-frumnanna úr mönn- um til að sérhæfast voru frumumar ræktaðar án „feed- er“ frumanna eða í fjarveru LIF vaxtarþáttarins og í báðum tilfellum mynduðust frumur með einkenni kím- laganna þriggja (miðlags, útlags, innlags). Einnig var sýnt að ES-frumur manna geta myndað furðuæxli þegar þeim er komið fyrir í músum. Eins og gefur að skilja er ekki unnt að framkvæma þriðja sérhæfingar- prófið og athuga hvort ES- eða EG-frumur manna geta tekið þátt í myndun allra fruma fóstursins. Eins og með ES-frumur músa þá hefur tekist að stýra sérhæfingu ES-frumna úr mönnum í ákveðnar áttir, til dæmis hefur tekist að láta þær mynda blóð- myndandi frumur (13) og taugafrumur (14). Ymislegt hefur þó slegið á vonir manna um að einfalt verði að nota frumur sem þessar til meðhöndlunar á sjúkdóm- um. í fyrsta lagi geta ES frumur myndað æxli þegar þeim er komið fyrir í dýrum (samanber sérhæfingar- prófið hér að ofan). Æxlismyndun væri alvarleg auka- verkun við meðferð og því er nauðsynlegt að finna leiðir til að koma í veg fyrir að æxli myndist. I öðru lagi hefur nýlega komið í Ijós að við sérhæfinguna tjá fósturstofnfrumur vefjaflokkaprótín á yfirborði sínu sem geta valdið höfnun frumnanna ef þeim er komið fyrir í vef annarra einstaklinga (15). I þriðja lagi er ljóst að genagreyping (imprinting) á erfðaefni ES- frumna músa er mjög breytileg í rækt (16). Gena- greyping hefur mikil áhrif á tjáningu erfðaefnisins og gæti því haft óæskileg áhrif á starfsemi frumunnar. Og í fjórða lagi er erfitt að rækta ES- og EG-frumur án stoðfrumna eða skilyrts ætis sem aðrar frumur (oft músafrumur) hafa þegar komist í snertingu við. Því er erfitt að tryggja að frumurnar smitist ekki af veir- um sem gætu verið til staðar í stoðfrumunum eða æt- inu. Ljóst er að á næstu árum munum við verða vitni að frekari tilraunum til að stýra sérhæfingu stofn- frumna úr fósturvísum og tilraunum við að nýta þær til lækninga. Rétt er að geta þess að rannsóknir á fóst- urvísum eru bannaðar með lögum á íslandi (sjá lög um tæknifrjóvganir nr. 55 frá 1996). Ekki er því leyfi- legt að útbúa stofnfrumur úr fósturvísum manna hér á landi samkvæmt núgildandi lögum. Stofnfrumur fullmyndaðra vefja Lengi hefur verið ljóst að líkaminn hefur ákveðna hæfni til viðgerða og endurmyndunar á fullmynduð- um, sérhæfðum vefjum ýmissa líffæra. Á undanförn- um árum hefur komið í ljós að margir fullmyndaðir vefir í fullþroska einstaklingum geyma svokallaðar fullorðinsstofnfrumur (adult stem cells) sem gera við- gerðir og endurmyndanir mögulegar. Mikil áhersla er nú lögð á að skilgreina þessar stofnfrumur betur til að unnt verði að einangra þær og virkja til lækninga gegn sjúkdómum á borð við Parkinsons-sjúkdóm, sykursýki og Alzheimer. Einnig er líklegt að frekari þekking á fullorðinsstofnfrumum geti gefið vísbend- ingar um tilurð ýmissa krabbameina. Einn af kostum þess að nota fullorðinsstofnfrumur er að komast má hjá þeim siðfræðilegu álitamálum sem tengjast notk- un stofnfrumna úr fósturvísum. Eins og allar aðrar stofnfrumur verða fullorðinsstofnfrumur að geta mynd- að nákvæm afrit af sjálfum sér (dótturfrumur) í lang- an tíma án þess að sýna öldrunareinkenni (sene- scence). Einnig verða þær að geta gefið af sér sérhæfð- ar frumur með ákveðna svipgerð. í flestum tilfellum á sérhæfingin sér stað í nokkrum skrefum þar sem stofnfrumurnar mynda svokallaðar forverafrumur sem síðan sérhæfast í hinar starfrænu frumur við- komandi líffæris. Mikil vitneskja og reynsla hefur fengist af rann- sóknum á blóðmyndandi stofnfrumum (Hematopo- etic Stem Cells; HSC) úr beinmerg. Rannsóknir á blóð- myndandi stofnfrumum eru áratugum á undan öðrum stofnfrumurannsóknum en þessar frumur eru einu stofnfrumumar sem í dag eru nýttar í meðferð sjúk- dóma (17). Tvær gerðir blóðmyndandi stofnfrumna hafa verið skilgreindar. í fyrsta lagi langlífar móður- stofnfrumur (Long-term HSC) sem endast einstak- lingnum ævina á enda. í öðru lagi skammlífar dóttur- stofnfrumur (Short term-HSC) sem em forverar allra blóðfrumna. Skammlífar dótturstofnfrumur sérhæfast í eitilfrumu-(lymphoid) og kyminga- (myeloid) forvera. Eitilfrumuforveramir sérhæfast síðan í T og B eitfl- frumur og drápsfrumur (natural killer cells) en kym- ingaforveramir sérhæfast í átfrumur, rauð blóðkom, blóðflögur, neutrófíla, basóffla og eosínóffla. Skilgreining á blóðmyndandi stofnfrumum er eig- inleiki þeirra til að byggja upp blóðkerfi og þar með ónæmissvar músa eftir meðhöndlun með yfirmagni af geislavirkni. Geislunin eyðileggur blóðmyndandi vef en ef blóðmyndandi stofnfrumum er sprautað í mýsnar getur vefurinn endurnýjast. Blóðmyndandi stofnfrumur tjá ákveðnar gerðir af yfirborðsprótín- um eins og til dæmis c-kit, CD34, og Sca-1. Tjáningu þessara yfirborðsprótína (auk annarra slíkra prótína) er hægt að nota til skilgreiningar á þroskastigi og til einangrunar á blóðmyndandi stofnfrumum. Langlíf- ar blóðmyndandi stofnfrumur tjá einnig virkan telo- merasa sem kemur í veg fyrir öldrun þeirra. Tilraunir með að rækta og viðhalda blóðmyndandi stofnfrum- Læknablaðið 2003/89 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.