Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GAGNAGRUNNAR
Hoffmann-La Roche afneitar íslenska
qaqnaarunninum
Pétur Hauksson
Sigríður
Þorgeirsdóttir
Pétur Hauksson er geðlæknir
og formaður Mannverndar.
Sigríður Þorgeirsdóttir er
heimspekingur, dr.phil.
og dósent í heimspeki við HÍ.
Ársþing þýska siðaráðsins var haldið í Berlín 24.
október síðastliðinn undir yfirskriftinni „Lífsýna-
söfn? Vísindaframfarir eða útsala á ,auðlindinni‘
maður?“ (1). Meðal fyrirlesara á þinginu var Klaus
Lindpaintner, einn af yfirmönnum erfðarannsókna
hjá lyfjafyrirtækinu Hoffmann-La Roche (Roche). I
erindi sínu, sem fjallaði um lífsýnasöfn fyrir lækna-
rannsóknir í lyfjaiðnaði, fullyrti Lindpaintner að
Roche hefði ekkert með íslenska gagnagrunninn að
gera. Þessi ummæli vöktu nokkra furðu eins og kom
fram í umfjöllun þýska læknablaðsins um þingið (2).
Lindpaintner sagði að hinn upprunalegi samningur
fyrirtækisins við deCODE, sem væri reyndar ekki
lengur í gildi, hefði tekið til 12 rannsóknaverkefna
sem væru ekki framskyggn, eins og gagnagrunnurinn
átti að vera, heldur afturskyggn. Slíkar rannsóknir
byggðu á upplýstu samþykki og þess vegna hefði
Roche ekkert með deCODE gagnagrunninn að gera.
I erindi sínu bætti Lindpaintner við að flestar rann-
sóknir af þessu tagi sem Roche fjármagnaði færu
fram utan Evrópu vegna þess hversu væri erfitt væri
að fá aðgang að stórum sjúklingahópum í löndum
álfunnar.
Lindpaintner hóf mál sitt á því að það væri erfitt
fyrir sig að tala sem fulltrúi svissneska lyfjarisans
vegna þess að önnur erindi á þinginu höfðu gert ís-
lenska gagnagrunninn og samstarf deCODE og Roche
að umtalsefni. Eins og kemur fram í grein þýska
læknablaðsins og annarri grein um þingið í þýska
fréttatímaritinu Der Spiegel (3), hefur ísland með
lögunum um gagnagrunninn gengið hvað lengst í þá
átt að markaðsvæða heilsufarsupplýsingar og lífsýni.
í þessum greinum og í umræðum á þinginu er Island
tekið sem dæmi um hvernig eigi varast að standa að
lagasetningu bæði hvað varðar samþykki fyrir notk-
un á heilsufarsupplýsingum sem og ýmis atriði er
varða eignarétt á lífsýnum.
í samtali sem Sigríður Þorgeirsdóttir átti við Lind-
paintner á þinginu sagði hann það vera sína persónu-
legu skoðun að deCODE myndi hafa sparað sér
mikla neikvæða fjölmiðlaumfjöllun ef ekki hefði ver-
ið gengið út frá ætluðu samþykki eins og gert var í
lögunum um gagnagrunninn. Hann bætti við að að
sínu mati hefði verið unnt að biðja sjúklinga sem
koma í blóðsýnatöku, og þurfa að gefa samþykki sitt
fyrir því, um samþykki fyrir notkun heilsufarsupplýs-
inganna sem eiga að fara í gagnagrunninn. Sigríði var
boðið að tala á þinginu til að kynna siðfræðileg álita-
mál sem komu upp í tengslum við gagnagrunnsmálið
á íslandi.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem talsmenn Roche af-
neita gagnagrunninum. Til dæmis sagði fréttafulltrúi
fyrirtækisins árið 1999 að það vildi ekkert vita af bylt-
ingarkenndum hugmyndum um rannsóknir byggðum
á gagnagrunninum og að fyrirtækið myndi ekki taka
þátt í neinum rannsóknarverkefnum sem styddust
við upplýsingar úr honum (4). Þá sagði Lindpaintner
þegar árið 1999 að Roche hefði engan áhuga á gagna-
grunninum (5). Yfirmaður rannsóknarsviðs Roche
gerði ekki ráð fyrir að deCODE myndi takast að ná til-
settum markmiðum 200 milljón dollara „Perlu-samn-
ingsins", enda var samningurinn ekki endumýjaður (6).
Roche átti 13,4% hlutafjár í deCODE genetics
Inc. þegar fyrirtækið var skráð á NASD AQ markaðn-
um í Bandaríkjunum árið 2000 (7). Roche er þannig
langstærsti eigandi deCODE og getur því ekki alfarið
firrt sig ábyrgð á umdeildum atriðum í starfsemi þess
tengdum gagnagrunnslögunum. Ofangreind afstaða
lyfjarisans til fyrirhugaðs gagnagrunns á heilbrigðis-
sviði er þess vegna athyglisverð, meðal annars fyrir
þær sakir að talsmenn Roche vita að hann þykir brjóta
í bága við siðareglur. Skera þarf úr um hvort það eigi
einnig við um lífgagnagrunn þann sem íslensk erfða-
greining starfrækir nú þegar, „Clinical Genome Min-
er“. Það væri einnig athyglisvert að vita hvort Roche
hafi not af þeim grunni. Viðbrögð stjómvalda hér á
landi við ofangreindum ummælum eiga eftir að koma
fram, svo og viðbrögð við yfirlýsingu Alþjóðafélags
lækna um gagnagrunnsrannsóknir þar sem megin-
krafan er samþykki sjúklings (8).
í reglugerð nr. 32/2000 segir að söfnun, flutningur
og vinnsla upplýsinga í gagnagrunni á heilbrigðissviði
skuli ávallt vera í fullu samræmi við viðurkenndar al-
þjóðlegar reglur um vísindasiðfræði (9). Við leyfum
okkur að benda stjórnvöldum á ummæli starfsmanna
Hoffmann-La Roche og Alþjóðafélags lækna í þeim
efnum.
Heimildir
1. Nationaler Ethikrat. Erindi þingsins og eftirrit umræðna sem
fram fóru á þinginu eru aðgengileg á vefslóðinni www.ethikrat.
org/rueckschau/Ethikrat_Jahrestagung_Wortprotokoll
2. Jachertz, Norbert: Genetische Forschung: Bankgeheimnis
neuer Art (Erfðarannsóknir: Ný tegund bankaleyndar). Deut-
sches Árzteblatt 99, Ausgabe 45 vom 08.11.2002, Seite A-2977
/B-2519/C-2363. www.aerzteblatt.de/v4/archiv/artikel.asp?id=
34261
58 Læknablaðið 2003/89