Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2003, Síða 58

Læknablaðið - 15.01.2003, Síða 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GAGNAGRUNNAR Hoffmann-La Roche afneitar íslenska qaqnaarunninum Pétur Hauksson Sigríður Þorgeirsdóttir Pétur Hauksson er geðlæknir og formaður Mannverndar. Sigríður Þorgeirsdóttir er heimspekingur, dr.phil. og dósent í heimspeki við HÍ. Ársþing þýska siðaráðsins var haldið í Berlín 24. október síðastliðinn undir yfirskriftinni „Lífsýna- söfn? Vísindaframfarir eða útsala á ,auðlindinni‘ maður?“ (1). Meðal fyrirlesara á þinginu var Klaus Lindpaintner, einn af yfirmönnum erfðarannsókna hjá lyfjafyrirtækinu Hoffmann-La Roche (Roche). I erindi sínu, sem fjallaði um lífsýnasöfn fyrir lækna- rannsóknir í lyfjaiðnaði, fullyrti Lindpaintner að Roche hefði ekkert með íslenska gagnagrunninn að gera. Þessi ummæli vöktu nokkra furðu eins og kom fram í umfjöllun þýska læknablaðsins um þingið (2). Lindpaintner sagði að hinn upprunalegi samningur fyrirtækisins við deCODE, sem væri reyndar ekki lengur í gildi, hefði tekið til 12 rannsóknaverkefna sem væru ekki framskyggn, eins og gagnagrunnurinn átti að vera, heldur afturskyggn. Slíkar rannsóknir byggðu á upplýstu samþykki og þess vegna hefði Roche ekkert með deCODE gagnagrunninn að gera. I erindi sínu bætti Lindpaintner við að flestar rann- sóknir af þessu tagi sem Roche fjármagnaði færu fram utan Evrópu vegna þess hversu væri erfitt væri að fá aðgang að stórum sjúklingahópum í löndum álfunnar. Lindpaintner hóf mál sitt á því að það væri erfitt fyrir sig að tala sem fulltrúi svissneska lyfjarisans vegna þess að önnur erindi á þinginu höfðu gert ís- lenska gagnagrunninn og samstarf deCODE og Roche að umtalsefni. Eins og kemur fram í grein þýska læknablaðsins og annarri grein um þingið í þýska fréttatímaritinu Der Spiegel (3), hefur ísland með lögunum um gagnagrunninn gengið hvað lengst í þá átt að markaðsvæða heilsufarsupplýsingar og lífsýni. í þessum greinum og í umræðum á þinginu er Island tekið sem dæmi um hvernig eigi varast að standa að lagasetningu bæði hvað varðar samþykki fyrir notk- un á heilsufarsupplýsingum sem og ýmis atriði er varða eignarétt á lífsýnum. í samtali sem Sigríður Þorgeirsdóttir átti við Lind- paintner á þinginu sagði hann það vera sína persónu- legu skoðun að deCODE myndi hafa sparað sér mikla neikvæða fjölmiðlaumfjöllun ef ekki hefði ver- ið gengið út frá ætluðu samþykki eins og gert var í lögunum um gagnagrunninn. Hann bætti við að að sínu mati hefði verið unnt að biðja sjúklinga sem koma í blóðsýnatöku, og þurfa að gefa samþykki sitt fyrir því, um samþykki fyrir notkun heilsufarsupplýs- inganna sem eiga að fara í gagnagrunninn. Sigríði var boðið að tala á þinginu til að kynna siðfræðileg álita- mál sem komu upp í tengslum við gagnagrunnsmálið á íslandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem talsmenn Roche af- neita gagnagrunninum. Til dæmis sagði fréttafulltrúi fyrirtækisins árið 1999 að það vildi ekkert vita af bylt- ingarkenndum hugmyndum um rannsóknir byggðum á gagnagrunninum og að fyrirtækið myndi ekki taka þátt í neinum rannsóknarverkefnum sem styddust við upplýsingar úr honum (4). Þá sagði Lindpaintner þegar árið 1999 að Roche hefði engan áhuga á gagna- grunninum (5). Yfirmaður rannsóknarsviðs Roche gerði ekki ráð fyrir að deCODE myndi takast að ná til- settum markmiðum 200 milljón dollara „Perlu-samn- ingsins", enda var samningurinn ekki endumýjaður (6). Roche átti 13,4% hlutafjár í deCODE genetics Inc. þegar fyrirtækið var skráð á NASD AQ markaðn- um í Bandaríkjunum árið 2000 (7). Roche er þannig langstærsti eigandi deCODE og getur því ekki alfarið firrt sig ábyrgð á umdeildum atriðum í starfsemi þess tengdum gagnagrunnslögunum. Ofangreind afstaða lyfjarisans til fyrirhugaðs gagnagrunns á heilbrigðis- sviði er þess vegna athyglisverð, meðal annars fyrir þær sakir að talsmenn Roche vita að hann þykir brjóta í bága við siðareglur. Skera þarf úr um hvort það eigi einnig við um lífgagnagrunn þann sem íslensk erfða- greining starfrækir nú þegar, „Clinical Genome Min- er“. Það væri einnig athyglisvert að vita hvort Roche hafi not af þeim grunni. Viðbrögð stjómvalda hér á landi við ofangreindum ummælum eiga eftir að koma fram, svo og viðbrögð við yfirlýsingu Alþjóðafélags lækna um gagnagrunnsrannsóknir þar sem megin- krafan er samþykki sjúklings (8). í reglugerð nr. 32/2000 segir að söfnun, flutningur og vinnsla upplýsinga í gagnagrunni á heilbrigðissviði skuli ávallt vera í fullu samræmi við viðurkenndar al- þjóðlegar reglur um vísindasiðfræði (9). Við leyfum okkur að benda stjórnvöldum á ummæli starfsmanna Hoffmann-La Roche og Alþjóðafélags lækna í þeim efnum. Heimildir 1. Nationaler Ethikrat. Erindi þingsins og eftirrit umræðna sem fram fóru á þinginu eru aðgengileg á vefslóðinni www.ethikrat. org/rueckschau/Ethikrat_Jahrestagung_Wortprotokoll 2. Jachertz, Norbert: Genetische Forschung: Bankgeheimnis neuer Art (Erfðarannsóknir: Ný tegund bankaleyndar). Deut- sches Árzteblatt 99, Ausgabe 45 vom 08.11.2002, Seite A-2977 /B-2519/C-2363. www.aerzteblatt.de/v4/archiv/artikel.asp?id= 34261 58 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.