Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 87
Detrusitol® Retard (tolterodin) RE
Hvert hylki inniheldur: Tolterodintartrat 2 mg og 4 mg, samsvarandi tolterodini 1,4 mg eða 2,8 mg. Litarefni í 1,4 mg forðahylkinu: Indígókarmín (E132), gult járnoxið (E172) og títantvíoxíð
(E171). Utarelni i2,8 mg forðahylkinu: Indígókarmin (E132) og títantvíoxið (E171). Ábendingar: Detrusitol Retard er ætlað til meðferðar á bráða þvagleka (urge incontinence) og/eða
tiðum og bráðum þvaglátum, svo sem getur komið fyrir hjá sjúklingum með óstöðuga þvagblöðru (unstable bladder). Skammtar og lyljagjöf: Forðahylkin má taka með mat eða án og þau
verður að gleypa í heilu lagi. Eftir 6 mánaða meðferð skal endurskoða þörf fyrir áframhaldandi meðferð. Skammtastærðirhanda fullorðnum (þarmeð talið aldraðir): Ráölagður skammtur er
2,8 mg einu sinni á sólarhring. Hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi er ráðlagður skammtur 1,4 mg einu sinni á sólarhring. Komi óþægilegar aukaverkanir fram má minnka skammtinn
úr 2,8 mg í 1,4 mg einu sinni á sólarhring. Skammtastærðirhanda börnum: Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun hjá bðrnum. Notkun Detrusitol Retard forðahylkja er því ekki
ráðlögð handa börnum fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir. Frábendingar: Frábendingar fyrir gjöf tolterodins eru: Þvagteppa (urinary retention). Ómeöhöndluð (uncontrolled)
þrönghornsgláka. Vöðvaslensfár. Þekkt ofnæmi fyrir tolterodini eða einhverju hjálparefnanna. Alvarleg sáraristilbólga. Risaristill vegna bólgu (toxic megacolon). Varnaðarorð og
varúðarreglur: Gæta skal varúðar við notkun tolterodins hjá sjúklingum með: Marktæka tæmingarhindrun þvagblöðru (bladder outlet obstruction) og hættu á þvagtregöu. Þrengsli í
meltingarvegi t.d. portþrengsli i maga. Nýrnasjúkdóm. Taugakvilla í ósjálfráða taugakerfinu. Vélindisgapshaul (hiatus hernia). Hættu á skertum hreyfanleika i meltingarvegi. Svo sem ætíð á
við þegar óstöðug blaðra er meðhöndluð skal athuga skal líffræðilegar ástæður fyrir bráöa þvagleka og tiðum þvaglátum áður en meðferð er hafin. Samtímis notkun kröftugra CYP3A4-
hemla er ekki ráðlögð (sjá Milliverkanir). Sjúklingar með sjaldgæfa, erfðabundna sjúkdóma er varöa frúktósaóþol, skertfrásog glúkósu-galaktósu eða skerta virkni súkrasa-ísómaltasa eiga
ekki að nota þetta lyf. Milliverkanir: Ekki er mælt með samtímis gjöf öflugra CYP3A4-hemla til almennrar (systemic) notkunar eins og sýklalyfja í flokki makrólíða (erýtrómýcín og
klaritrómýcin), sveppalyfja (ketócónazól og ítracónazól) og próteasa-hemla, vegna aukinnar þéttni tolterodins í sermi hjá þeim sem eru meö lítil CYP2D6 umbrot og eru i hættu hvað varðar
ofskömmtun. Verkun og aukaverkanir tolterodins geta aukist við samtimis notkun lyfja sem hafa andmúskarínvirk áhrif. Hins vegar getur verkun tolterodins minnkaö við samtímis notkun
lyfja með múskarinkólínvirk áhrif (muscarinic cholinergic receptor agonists). Tolterodin getur dregið úr verkun hreyfingahvetjandi lyfja eins og metóklópramíös og cisapriös. Samtímis
notkun með flúoxetíni (öflugur CYP2D6?hemill) veldur ekki klínískt marktækri milliverkun því tolterodin og CYP2D6 umbrotsefni þess, 5-hýdroxýmetýltolterodin, eru jafnvirk. Rannsóknir á
milliverkunum við lyf hafa hvorki leitt 1 Ijós milliverkanir við warfarin né samsett getnaðarvarnarlyf (etinýlestradíól/levonorgestrel). Klínísk rannsókn hefur gefiö vísbendinguar um að
tolterodin hamli hamli ekki umbrotsem verður fyrir tilstilli CYP2D6,2C19,3A4 eða 1A2. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki mælt með notkun Detrusitol Retard á meðgöngu. Forðast skal
notkun tolterodins þann tíma sem barn er haft á brjósti. Akstur og stjórnun vinnuvéla: Þar sem lyfið getur valdið sjónstillingartruflunum og haft áhrit á viöbragðsflýti getur það dregið úr
hæfni til aksturs og notkunar véla. Aukaverkanir: Tolterodin getur valdið vægum til i meðallagi miklum andmúskarinvirkum áhrifum t.d. munnþurrki, meltingartruflun og augnþurrki.
Algengar (>1%): Augu: Augnþurrkur, óeðlileg sjón (þar á meöal sjónstillingartruflanir). Almennar: Þreyta, höfuðverkur, brjóstverkur. Meltingarfæri: Meltingartruflanir, hægðatregða,
kviðverkur, vindgangur, uppköst. Taugakerfi: Sundl, svefnhöfgi, náladofi (paraesthesia). Geðrænar: Taugaóstyrkur. Húð og undirliggjandi vefur: Húðþurrkur. Sjaldgæfar (0,1-1%):
Almennar: Bjúgur, bjúguráútlimum. Mjög sjaldgæfar (< 0,1%): Ónæmiskerfi: Ofnæmi, ekki nánartilgreint. Geðrænar: Rugl (confusion), ofskynjanir. Nýruog þvagfæri: Þvagteppa (urinary
retention). Hjarta: Hraðsláttur (tachycardia). Önnur aukaverkun sem greint hefur verið frá við notkun tolterodin er bráðaofnæmi (kemur örsjaldan fyrir). Útlitslýsing: 1,4 mg forðahylkið er
blágrænt með hvítri áletrun (tákn og 2). 2,8 mg forðahylkið er blátt með hvítri áletrun (tákn og 4). Markaðsleyfishafi: Pharmacia AS, Danmörku. Umboðsaðili á íslandi: PharmaNor hf„
Hörgatún 2, Garðabær.Pakkningarogverö1.september2002: Forðahylki, hart 1,4 mg: 30 stk. kr. 6.987,- Forðahylki, hart2,8 mg: 30 stk.Kr. 7.230,- Forðahylki, hart 2,8 mg: 100 stk.
kr. 21.097,- Stytting á texta Sériyfjaskrár janúar 2002. Hægt er að nálgast sériyfjaskrártexta og samantekt á eiginleikum lyfs SPC í fullri lengd hjá lyfjaumboösdeild Pharmacia, PharmaNor hf.
Heimildir:
1. Appell RA. Efficasy and SafetyofTolterodine intheTreatment of Overactive Bladder. Apooled analysis. Urology (Supplement 6A) Dec.1997; 50:90-96.
2. R Van Kerrebroek et al. Urology, vol. 57 (3) 2001. Tolderodine once-daily; Superior Efficacy and Tolerability in Treatment of the Overactive bladder.
PHARMACIA fbetrusitolRetard
tolterodin
FOSAMAX 70 mg
MSD
IS/.1/01/007/01
TÓFLUR; M 05 B A 04
Hver tafla innihcldur: Acidum alendronatum 70 mg. Töflumar innihalda laktósu. Ábendingar: Meðferð á beinþynningu eftir tíðahvörf. Fosamax dregur úr hættu á samfalli hryggjarliða og mjaðmarbrotum. Skammtar og
lyfjagjöf: Ráðlagður skammtur er ein 70 mg tafla einu sinni í viku. Eftirfarandi atriði eru mikilvœg tilþess aðfrásog alendrónats verðifullnœgjandi: Fosamax verður að taka á fastandi maga að morgni, a.m.k. hálfri klukkustund
áður en önnur lyf eru tekin og fæðu eða drykkjar er neytt. Lyfið skal tekið inn með vatni. Aðrir drykkir (þ.á m. sódavatn), fæða og önnur lyf geta dregið úr frásogi alendrónats (sjá Milliverkanir). Sjúklingar ættu að fá kalk og D-
vítamín ef ekki er nægjanlegt magn af því í fæðunni (sjá Vamaðarorð og varúðarreglur). Notkun hjá öldruðum: í klínískum rannsóknum hafði aldur hvorki áhrif á verkun alendrónats né öryggi notkunar þess. Því er ekki þörf á
aðlögun skammta hjá öldruðum. Skert nýrnastarfsemi: Aðlögun skammta er ekki nauðsynleg hjá sjúklingum með gauklasíunarhraða (GFR: Glomerular filtration rate) meiri en 35 ml/mín. Alendrónat er ekki ráðlagt fyrir sjúklinga
með meiri skerðingu á nýmastarfsemi (GFR < 35 ml/mín) þar sem nægileg reynsla er ekki fyrir hendi. Notkun hjá börnum: Alendrónat hefur ekki verið rannsakað m.t.t. notkunar fyrir böm og á því ekki að gefa bömum lyfið.
Notkun Fosamax 70 mg taflna hefur ekki verið rannsökuð m.t.t. meðferðar við beinþynningu af völdum sykurhrífandi barkstera. Frábendingar : Óeðlilegt vélinda. eða annað sem seinkar tæmingu vélindans, s.s. þrengsli (strictura)
eða vélindakrampi (achalasia), sjúklingar sem ekki geta setið eða staðið uppréttir í a.m.k. 30 mínútur, ofnæmi fyrir alendrónati eða einhverjum hjálparefnanna, of lágt kalkgildi í blóði, Sjá einnig Vamaðarorð og varúðarreglur.
Varnaöarorð og varúöarreglur: Alendrónat getur valdið staðbundinni ertingu í slímhúð í efri hluta vélindans. Þar sem sá möguleiki er fyrir hendi að undirliggjandi sjúkdómur versni, skal gæta varúðar þegar alendrónat er
gefið sjúklingum með virka sjúkdóma í efri hluta meltingarvegar, svo sem kyngingarörðugleika, sjúkdóma í vélinda, eða bólgusjúkdóm eða sár í maga eða skeifugöm. Ennfremur þeim sem hafa nýlega (á síðastliðnu ári) haft
sjúkdóma í meltingarvegi svo sem sár eða blæðingu og þeim sem gengist hafa undir skurðaðgerð á efri hluta meltingarvegar, að undanskilinni magaportslögun (pyloroplasty) (sjá Frábendingar). Áukaverkanir á vélinda (sem
geta verið svo alvarlegar að sjúkrahúsinnlögn er nauðsynleg) s.s. vélindabólga, vélindasár og fleiður í vélinda sem í sjaldgæfum tilvikum hafa leitt til þrengingar í vélinda, hafa verið skráðar hjá sjúldingum í meðferð með alendrónati.
Læknar ættu því að vera á verði gagnvart einkennum sem benda til áhrifa á vélinda og benda skal sjúklingunum á að hætta að taka inn alendrónat og leita til læknis ef þeir verða varir við kyngingarörðugleika, verki við kyngingu,
verk undir bringubeini eða bijóstsviða sem fer versnandi eða hefur ekki verið til staðar áður. Hættan á alvarlegum aukaverkunum í vélinda virðist vera meiri hjá sjúklingum sem ekki taka alendrónat inn á réttan hátt og/eða halda
áfram að taka inn alendrónat eftir að einkenni koma fram sem benda til ertingar í vélinda. Það er mjög mikilvægt að sjúklingar fái fullnægjandi leiðbeiningar um það hvemig beri að taka lyfið inn og að þeir skilji þær til hlítar
(sjá Skammtar og lyfjagjöf). Upplýsa skal sjúklinga um að sé leiðbeiningunum ekki fylgt geti það aukið hættu á vandamálum í vélinda. Þrátt fyrir að ekki hafl komið fram aukin áhætta í víðtækum klínískum rannsóknum, hafa
maga- og skeifugamarsár í sjaldgæfum tilvikum verið skráð, við almenna notkun lyfsins, sum alvarleg og með fylgikvillum. Orsakasamband hefur samt ekki verið útilokað. Sjúklingar skulu fá leiðbeiningar um hvað þeim beri
að gera gleymi þeir að taka skammt af Fosamax, cn þeir skulu taka töflu strax morguninn eftir að þeir muna eftir því. Ekki skal taka tvær töflur sama daginn, en halda skal áfram að taka eina töflu einu sinni í viku á þeim degi
sem upphaflega var valinn. Alendrónat er ekki ráðlagt fyrir sjúklinga með skerta nýmastarfsemi þegar GFR er minna en 35 ml/mín (sjá Skammtar og lyfjagjöD. íhuga skal aðrar orsakir beinþynningar en östrógenskort og aldur.
Leiðrétta þarf lágt kalkgildi í blóði áður en meðferð með alendrónati er haftn (sjá Frábendingar). Aðrar truflanir á efnaskiptum (svo sem D-vítamínskort) þarf einnig að meðhöndla á árangursríkan hátt. Þar sem alendrónat tekur
þátt í að auka steinefni í beinum, getur minniháttar lækkun í styrk kalks og fosfats í sermi komið fram, sérstaklega hjá sjúklingum sem fá sykurhrífandi barkstera (glucocorticoids), en þeir eiga á hættu að kalkfrásog minnki.
Mikilvægt er því að tryggja að sjúklingar sem taka sykurstera fái nægjanlegt kalk og D-vítamín. Millivcrkanir: Mjög líklegt er að matur og drykkur (þ.á m. sódavatn), kalk, sýmbindandi lyf og önnur lyf dragi úr frásogi alendrónats
séu þau tekin inn samtímis því. Því eiga sjúklingar að láta a.m.k. hálfa klukkustund líða frá því að þeir taka inn alendrónat, þar til þeir taka inn önnur lyf (sjá Skammtar og lyfjagjöf og Lyfjahvörf). Ekki er búist við neinum öðmm
milliverkunum sem hafa klímska þýðingu. Sumir sjúklinganna í klínískum rannsóknum fengu östrógenmeðferð (í leggöng, um húð eða til inntöku) á meðan þeir vom á alendrónat meðferð. Engar aukaverkanir komu fram í tengslum
við þessa samhliða meðferð. Þó að ekki haft verið gerðar sérstakar rannsóknir á milliverkunum var alendrónat notað samhliða fjölda annarra algengra lyfja í klínískum rannsóknum, án nokkurra klínískra einkenna um aukaverkanir.
Meðganga og brjóstagjöf: Fullnægjandi upplýsingar um notkun alendrónats á meðgöngu liggja ekki fyrir. Rannsóknir á dýmm benda ekki til beinna skaðlegra áhrifa m.t.t. meðgöngu, fósturþroska eða þroska eftir fæðingu.
Þegar alendrónat var gefið rottum á meðgöngu olli það erfiðleikum við got í tengslum við lágt kalkgildi í blóði. Af þessum orsökum ætti ekki að nota alendrónat á meðgöngu. Ekki er vitað hvort alendrónat skilst út í brjóstamjólk.
Því ættu konur með böm á bijósti ekki að nota alendrónat. Akstur og stjómun vinnuvcla: Engin áhrif á aksturshæfni eða hæfni til að stjóma vélbúnaði hafa komið fram. Aukaverkanir: Algengar (>1%): Meltingaifœri:
Kviðverkir, meltingartmflanir, hægðatregða, niðurgangur, vindgangur, vélindasár*, blóð í hægðum (melaena), kyngingarörðugleikar*. uppþemba, súrt bakflæði, ógleði. Stoðkerfi: Verkir í stoðkerfi (beinum, vöðvum, liðum).
Taugakerfi: Höfuðverkur. Sjaldgæfar (0,1-1%); Almennar: Útbrot, roði. Meltingarfœri: Ógleði, uppköst, bólga í magaslímhúð, bólga í vélindaslímhúð*, fleiður í vélinda*. Mjög sjaldgæfar (<1%): Almennar: Ofnæmisviðbrögð
þ.á m. ofsakláði og ofsabjúgur. Utbrot ásamt ljósnæmi. Meltingarfœri: Þrengslamyndun í vélinda*, sár í munnkoki*, rof, sár eða blæðingar í efri hluta meltingarvegar, en ekki er hægt að útiloka að um orsakasamband sé að ræða.
Sérhœfð skilninganit: Æðahjúpsbólga (uveitis). * Sjá Vamaðarorð og varúðarreglur og Skammtar og lyfjagjöf. Niðurstöður blóðrannsókna: í klínískum rannsóknum kom fram tímabundin, væg, einkennalaus lækkun á kalsíum-
og fosfatgildum í blóði hjá u.þ.b. 18% og 10% sjúklinga í meðferð með 10 mg/dag af alendrónati, en hjá u.þ.b. 12% og 3% þeirra sem fengu lyfleysu. Þrátt fyrir það var tíðni kalsíumlækkunar í < 8,0 mg/dl (2,0 mmól/1) og
fosfatlækkunar í 2,0 mg/dl (0,65 mmól/1) svipuð hjá báðum hópunum. Ofskömmtun: Of lágt kalsíumgildi í blóði, of lágt fosfatgildi í blóði og aukaverkanir í efri hluta meltingarvegar, s.s. magaóþægindi, brjóstsviði, bólga í
slímhúð í vélinda, bólga í magaslímhúð eða sár geta hlotist af inntöku of stórra skammta. Engar sértækar upplýsingar eru fyrir hendi um meðferð vegna ofskömmtunar alendrónats. Gefa skal mjólk eða sýrubindandi lyf til þess
að binda alendrónat. Vegna hættu á ertingu í vélinda skal ekki framkalla uppköst og sjúklingurinn ætti að sitja eða standa uppréttur. Pakkningar og verð (nóvember, 2002): 4 stk. 5179 kr, 12 stk. 13328 kr. Afgreiðslutilhögun:
Lyfseðilsskylda. Greiðsluþátttaka: E. Handhafi markaðsleyfis: Merck Sharp & Dohme, B.V., Haarlem, Holland. Umboðsaðili á íslandi: Farmasía ehf, Síðumúla 32, 108 Reykjavík.
Læknablaðið 2003/89 87