Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 43
FRÆÐIGREINAR / STOFNFRUMUR Eiginleikar frumusérhæfing og stofnfrumna: ný meðferðarúrræði? Þórarinn Guðjónsson1 Eiríkur Steingrímsson2 'Krabbameinsfélag íslands, Skógarhlíð 8,105 Reykjavík. 2Lífefna- og sameindalíffræði- stofa, Læknadeild Háskóla íslands, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík og Urður, Verðandi, Skuld, Snorrabraut 60,105 Reykjavík. Bréfaskipti og fyrirspumir: Þórarinn Guðjónsson, Krabbameinsfélag íslands Skógarhlíð 8,105 Reykjavík. thorarinn@krabb. is Lykilorð: stofnfrumur, frumusérhœfing. Ágrip Stofnfrumur búa yfir þeim áhugaverða eiginleika að geta endurnýjað og viðhaldið sjálfum sér en einnig myndað sérhæfðar frumur með skiptingu. Best þekktu stofnfrumurnar eru blóðmyndandi stofnfrumur en þær hafa verið notaðar í læknisfræðilegum tilgangi í fjölda ára til endurnýjunar á blóðfrumum sjúklinga. Nýlegar rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum og stofnfrumum sem fundist hafa í ýmsum vefjum manna og dýra hafa vakið vonir um að unnt verði að nota þessar gerðir stofnfruma í svipuðum tilgangi. í þess- ari yfirlitsgrein verða eiginleikar stofnfruma ræddir og fjallað um nýlegar tilraunir til að nýta þær í með- ferð sjúkdóma. Ljóst er að enn er mörgum spurning- um ósvarað varðandi notkun stofnfruma til lækninga. Stofnfrumur úr fósturvísum Eftir fyrstu skiptingar fósturvísis eru frumurnar ósér- hæfðar en smám saman verða til sérhæfðari frumur sem síðan verða að limum og líffærum. Frumur fóst- urvísis eru því alhæfar (totipotent) til að byrja með. Fram til þessa hefur verið talið að þroskunarferlið sé einstefna frá ósérhæfðri frumu til sérhæfðrar og að sérhæfðar frumur geti ekki afsérhæfst. Nýlegar rann- sóknir benda þó til að frumur geti snúið aftur til upp- runa síns og afsérhæfst og síðan sérhæfst aftur eftir ENGLISH SUMMARY Guðjónsson Þ, Steingrímsson E Stem cells: cell differentiation and novel therapies Læknablaðið 2003; 89: 43-8 Stem cells are unusual with regard to their capability of both self-renewal and differentiation into specialized cells. Best known are the hematopoietic stem cells which have been used in cell replacement therapy for many years. Recently, research on both embryonic and adult stem cells has offered new hope of cell replacement therapy to treat various diseases. Here we review the properties of both embryonic and adult stem cells as well as recent experi- ments on the therapeutic use of such cells. Although stem cells offer promising solutions for medical treatment, many difficulties need to be overcome before laboratory results can be moved to the bedside. Key words: stem cells, differentiation. Correspondence: Þórarinn Guðjónsson, thorarinn@krabb.is það, jafnvel í aðrar frumur en þær voru til að byrja með. Segja má að mikilvægasta vísbendingin um slík- an sveigjanleika fruma hafí verið einræktunin á Dollý en þar sýndu Ian Wilmut og fleiri (1) að unnt er að Stofnfrumur Frumur sem geta endurnýjað og viðhaldið sjálfum sér en einnig myndað sérhæfðar frumur með skiptingu. Innri frumumassi Klasi af ósérhæfðum frumum innan í kímblöðru fósturvísis sem síðar mynda fósturlögin þrjú. Einræktun lífvera Lífvera er útbúin sem inniheldur nákvasmlega sama erfðaefni og foreldrið. Einræktun í frumurækt Klasi af frumum sem ræktaður er frá einní frumu. „Feeder" frumur: Stoðfrumur sem oft eru notaðar við ræktun annarra fruma. Losa nauðsynlega vaxtarþætti út í umhverfið. Fósturlög Við fósturþroskun myndast þrjú fósturlög, innlag, miðlag og útlag. Síðar í þroskuninni myndar innlagið lungu og meltingarveg, miðlagið bein, vöðva og stoðvef en útlagið myndar húð, taugar og heila. Fullorðinsstofnfrumur (adult stem cell) Ósérhæfðar frumur sem finnast í sérhæfðum vef og geta endurmyndað sjálfar sig og flestar eða allar þær frumugerðir sem finnast í viókomandi vef. Alhæfar (totipotent) frumur Frumur sem geta myndað allar frumur líkamans. Fjölhæfar (multipotent) frumur Frumur sem geta myndað flestar frumur líkamans. Tví/einhæfar (bi/unipotency) frumur Frumur sem geta myndað eina eða tvær frumugerðir eingöngu. Furðuæxli (teratocarcinoma) Æxli sem mynda sérhæfða vefi, til dæmis tennur, hár og vöðva. Eiga oftast uppruna í kímfrumum. Vaxtarþættir Prótín sem örva frumur til að skipta sér. Dæmi: LIF: leukemia inhibitory factor, bFGF: basic fibroblasts growth factor og MGF: mast cell growth factor. Genagreyping (imprinting) Tjáning genasamsæta er háð því frá hvoru foreldrinu þær erfast. Læknablaðið 2003/89 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.