Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2003, Page 65

Læknablaðið - 15.01.2003, Page 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / H E I L B R I G Ð I S M Á L Á K O S N I N G A V E T R I húsi við að vísa sjúklingum á stofuna sína úti í bæ. Þar dunda þeir sér við að venja þá undir sig og nota þá til að hafa fé af skattgreiðendum. Þurfið þið ekki að breyta þessari ímynd? „Jú, það er rétt að sérfræðilæknar eru ekki vel kynntir enda hafa margir lagst á þær árar að styrkja þessa ímynd og sumir af annarlegum hvötum. Ein- hvern veginn er það þó svo að sjúklingar sækja meir og meir í þessa þjónustu. Væntanlega ekki vegna þess að hún sé ómöguleg! Staðreyndin er hins vegar sú að sérfræðilæknisþjónustan er ódýr og framleiðnin mun meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Skýrsla Ríkisend- urskoðunar frá því í sumar staðfestir að þetta kerfi sé mjög gott. Ymsir agnúar hafa komið í ljós á því en á þeim hefur verið tekið. Það er unnið skipulega að því að setja undir alla leka sem óhjákvæmilega myndast í svona samningum. Varðandi það að við séum að venja undir okkur sjúklinga þá er staðreyndin sú að sjúklingar leita yfir- leitt til ákveðinna lækna með góðan orðstír en ekki stofnana. Þeir telja sig vera sjúkratryggða og frjálsa að því að velja sér heimilislækni, annan sérfræðing eða stofnun til að stunda sig. Eina undantekningin frá þessu er fársjúkt fólk sem kemur á bráðamóttöku spítalanna. Þetta er mikilvægt atriði sem ekki má gleyma. Flestir sjúklingar sem eru á biðlistum sjúkrahúsanna koma þangað eftir að hafa farið til læknis á stofu. Þar er frummóttaka þar sem sjúkdómsgreiningin fer fram. Síðan vísar læknirinn sjúklingnum til ákveðinnar meðferðar á sjúkrahúsi og að henni lokinni annast læknirinn eftirmeðferð. Þetta er skilvirk aðferð og ekkert við hana að athuga. Þvert á móti öfundast margir kollegar frá öðrum löndum yfir þessu góða og framleiðnihvetjandi kerfi. Ekki síst þar sem þunglamalegar miðstýrðar móttökur eru til staðar eins og ég kynntist til dæmis í Skandinavíu. Það kerfi er ekkert til að sækjast eftir, hvorki fyrir lækna né sjúklinga. Varðandi hitt að við séum í fullu starfi á sjúkrahús- inu og jafnframt í rekstri úti í bæ þá ber að hafa það í huga að vinna lækna er ekki dagvinna frá 8-16. Þeir standa sólarhringsvaktir og vinna sér inn frí sem þeir geta nýtt til að stunda stofurekstur samhliða. Þetta er heilbrigt kerfi þótt ýmsum stofnanavæddum einstak- lingum finnist að allir eigi að vinna frá 8-16 og á sömu þúfunni. En með þeim hugsunarhætti náum við aldrei viðunandi framleiðni. íslenskt heilbrigðiskerfi hefur það séreinkenni að byggjast á heilsugæslu sem starfar í náinni samvinnu við sérfræðinga og sjúkrastofnanir þar sem sjúklingar hafa valfrelsi um meðferðarstað. Það er varasamt að bregða fæti fyrir þetta kerfi og með öllu ástæðulaust.“ Umræðan þarf að vera upplýst - Hvernig finnst þér íslensk umræða um heilbrigðis- mál vera? „Hún einkennist dálítið af upphlaupum og póli- Stefán E. Matthíasson á tískum dylgjum. Það þarf að ræða betur um stað- 11- hœð íFossvoginum. reyndir, tölur og viðhorf fólks. Til dæmis vantar alveg að svara þeirri spurningu hver réttur hins sjúkra- tryggða sé í raun. Aður fyrr voru menn í sjúkrasam- Iögum og greiddu sín gjöld til þeirra. Þau voru lögð niður og í staðinn útdeila stjórnmálamenn fjármun- um. En hver er réttur sjúklingsins? Má hann velja þann sem hann óskar eftir að annist sig eða á eitt- hvert miðstýrt apparat að ákveða fyrir hann hver á að gera það, hvenær og hvernig? Þetta er lögfræðilegt álitamál sem taka þarf á en ég held að réttur sjúk- lingsins sé mjög ríkur í löggjöf og stjórnarskrá, að hann eigi skilyrðislausan rétt á meðferð og að velja hvar hún sé veitt. Oft er sagt að heilbrigðiskerfið sé óseðjandi og þurfi sífellt meira fé. Þetta er að nokkru leyti rétt en við getum ýmsu ráðið um það hversu dýrt það er. Þar ræður mestu að við stuðlum að framleiðni samhliða góðri læknisfræði en göngum ekki á rétt sjúklingsins til að velja og vera sinn eigin herra. Umræðan um heilbrigðismál verður að vera upp- lýst, án fordóma og fara fram undir þeim formerkjum að við stuðlum að betra og hagkvæmara kerfi þar sem við fáum meira fyrir krónurnar en áður. Verði umræðan á þessum nótum getur það orðið okkur til góðs að heilbrigðismál verði kosningamál. Mér er það hins vegar til efs að sumir sem taka þátt í umræð- unni hafi þetta að leiðarljósi og ef þeir ráða för væri óskandi að kosningarnar snerust um eitthvað ann- að,“ sagði Stefán E. Matthíasson að lokum. Læknablaðið 2003/89 65 L

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.