Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 30
FRÆÐIGREINAR / ÚTGJÖLD VEGNA HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU athygli að þeir sem voru ekki í vinnu vörðu hlut- fallslega meiru af heimilistekjum sínum til heilbrigð- ismála en aðrir atvinnuhópar (3,5%)- Einnig sést að atvinnulausir vörðu hærra hlutfalli af heimilistekjum sínum til heilbrigðismála en þeir sem ekki voru at- vinnulausir. Loks kemur í ljós að eftir því sem heimil- istekjur voru lægri því hærra var hlutfall heilbrigðis- úlgjalda af tekjunum. Hlutfall heilbrigðisútgjalda í lægsta tekjuhópnum reyndist þannig sérlega hátt (5,3%). Ekki var munur á hlutfalli heilbrigðisútgjalda eftir hjúskapar- eða foreldrastöðu, fjölda heimilis- manna, námsstöðu, búsetu eða menntun. Umræða Samkvæmt rannsókninni voru stærstu heilbrigðisút- gjaldaliðir heimilanna tannlæknisþjónusta, lyf, tæki og lyfjabúðarvörur, og læknisþjónusta (í þessari röð). Mestan krónutölukostnað vegna heilbrigðismála var að finna hjá fólki á miðjum aldri (45-54 ára), giftum og sambúðarfólki, foreldrum ungra barna, stórum fjölskyldum, fólki í fullu starfi, og fólki með háar tekjur og menntun. Þegar aftur á móti var litið til kostnaðarbyrði í hlutfalli við heimilistekjur skáru konur, fólk eldra en 55 ára eða á aldrinum 18-24 ára, fólk utan vinnumarkaðar, atvinnulausir og lágtekju- fólk sig úr. Þessar niðurstöður eru hliðstæðar erlend- um niðurstöðum (15-21). Þó vekur athygli lægri út- gjaldaupphæð aldraðra en annarra aldurshópa á Is- landi. Aldraðir eru samt með mestu hlutfallslegu kostn- aðarbyrðina vegna lágra tekna. Sömuleiðis varði fólk með lægstu heimilistekjurnar fæstum krónum allra tekjuhópa til heilbrigðisþjónustu, en samt hlutfalls- lega mestu. Raunar er hlutfallsleg kostnaðarbyrði hvergi hærri en meðal lágtekjufólksins (5,3%). Síðan gögnum þessarar rannsóknar var safnað hefur reglum um komugjöld sjúklinga vegna sérfræð- ingsþjónustu og rannsókna verið breytt og kostnað- armörk afsláttarkorta hafa hækkað. Verulegar breyt- ingar hafa einnig verið gerðar á reglum um þátttöku Tryggingastofnunar í lyfjakostnaði. í heild má reikna með að kostnaður sjúklinga hafi aukist vegna þessara breytinga, en óljóst er hvaða áhrif þær hafa á þann hópamun sem hér hefur verið lýst. Ákvarðanir stjórnvalda um greiðsluþátttöku sjúk- linga eru stórpólitískar í eðli sínu, því þær snerta grundvallarmarkmið íslenska heilbrigðiskerfisins um jafnan aðgang allra landsmanna að heilbrigðisþjón- ustu. Færa má gild rök fyrir því að kostnaður sjúk- linga í íslenska heilbrigðiskerfinu sé þegar kominn á varasamt stig. Nýlegar rannsóknir hérlendis sýna að þeir sem hafa hærri krónutöluútgjöld vegna heilbrigð- ismála og hærra hlutfall útgjalda af heimilistekjum fresta frekar en aðrir læknisþjónustu, þó þeir telji sig hafa þörf fyrir þjónustuna (6). Stjórnvaldsákvarðanir er varða hækkanir á komu- gjöldum og öðrum þjónustukostnaði sjúklinga og takmarkanir á endurgreiðslu vegna lyfja eru iðulega teknar án þess að fram fari greining á áhrifum breyttr- ar skipanar, meðal annars með tilliti til kostnaðar sjúklinga og aðgengis að þjónustu. Breytingar innan heilbrigðiskerfisins hafa að verulegu leyti byggst á huglægum forsendum, svo sem þeim að of margir sjúklingar fari til læknis eða taki lyf án þess að þurfa þess, eða að sjúklingar geti vel greitt meira fyrir heil- brigðisþjónustuna án þess að það bitni á þjónustu- notkun þeirra, aðgengi að þjónustu eða heilsufari. Slíkar forsendur eru sjaldnast sannreyndar. íslensk stjórnvöld virðast enn hafa þá opinberu skoðun að aðgengi að heilbrigðisþjónustunni sé auðvelt og til- tölulega jafnt milli hópa (5). Þó benda nýlegar rann- sóknir hérlendis til að svo sé ekki og ein af ástæðun- um er útlagður kostnaður sjúklinga (22). Þörf er á frekari rannsóknum á þáttum er áhrif hafa á heilbrigðisútgjöld einstakra þjóðfélagshópa eftir útgjaldaliðum og áhrifum útgjaldanna á notkun og aðgengi að heilbrigðisþjónustunni. Þá skiptir miklu að komið verði á fót hérlendis skipulegri gagnasöfn- un og gagnaúrvinnslu um veikindi og sjúkdóma, þjónustukostnað og notkun heilbrigðisþjónustu, bæði almennt og í einstökum þjóðfélagshópum. Þessi gagna- söfnun og úrvinnsla þarf að vera reglubundin svo rannsaka megi afleiðingar stjómvaldsaðgerða og ann- arra áhrifaþátta og fylgjast með breytingum á kostn- aði, þjónustunotkun og aðgengi að þjónustu yfir tíma. Með þeim hætti væri unnt að byggja traustari grundvöll undir heilbrigðismálaumræðu og stjórn- valdsaðgerðir í heilbrigðismálum hérlendis og leggja raunverulegt mat á hvort við nálgumst eða fjarlægj- umst þau megin markmið sem íslenska heilbrigðis- kerfinu eru sett. Þakkir Heilbrigðiskönnunin Heilbrigði og lífskjör íslend- inga sem greinin byggir á hlaut styrk frá Rannsóknar- ráði íslands (Vísindasjóði) og Rannsóknasjóði Há- skóla Islands. Að auki veitti Rannsóknasjóður Háskóla íslands sérstakan styrk til gagnaúrvinnslu og skrifa þessarar greinar. Heimildir 1. OECD Health Data 2001. Frakktand: OECD; 2002. 2. Hollingsworth JR, Hage J, Hanneman RA. State Intervention in Medical Care: Consequences for Britain, France, Sweden, and the United States, 1980-1970. Ithaca, New York: Comell University Press; 1990. 3. Cockerham WC. Medical Sociology, 8th ed. Upper Saddle River, NJ: Prentice-Hall; 2001. 4. Lög um heilbrigöisþjónustu nr. 97/1990. 5. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Heilbrigðisáætlun til ársins 2010: Langtímamarkmið í heilbrigðismálum. Reykja- vík: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið; 2001. 6. Vilhjálmsson R, Jörundsdóttir E, Sigurðardóttir H, Jóhanns- dóttir PB. Þættir tengdir aðgengi að læknisþjónustu á íslandi. í: Sveinsdóttir H, Nyysti A, ritstj. Framtíðarsýn innan heilsu- gæsluhjúkrunar. Reykjavík: Háskólaútgáfan; 2001. 30 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.