Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / ÚTGJÖLD VEGNA HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Bein útgjöld íslenskra heimila vegna heilbrigðisþjónustu Rúnar Vilhjálmsson' Guðrún V. Sigurðardóttir2 'Hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands og 2Félagsvísindadeild Háskóla íslands. Fyrirspumir og bréfaskipti: Rúnar Vilhjálmsson, Háskóla íslands, Eirbergi, Eiríksgötu 34,101 Reykjavík. runarv@hi.is Lykilorð: bein útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu, þjónustu- notkun, aðgengi að þjónustu. Ágrip Tilgangur: A undanförnum árum hefur kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu farið hækkandi í löndum Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku um leið og kostn- aðarhlutdeild sjúklinga hefur aukist. Þróunin á íslandi er með svipuðum hætti. Aðgengi og kostnaður eru tengdir þættir og kostnaður heimila bitnar oft á notk- un heilbrigðisþjónustunnar. Markmið þessarar rann- sóknar var að kanna hvort ákveðnir hópar samfélags- ins verðu hærri upphæðum til heilbrigðisþjónustu og hefðu hlutfallslega meiri kostnaðarbyrði en aðrir. Efniviður og aðferðir: Rannsókn þessi byggir á gögn- um úr könnuninni Heilbrigði og lífskjör Islendinga. Tekið var tilviljunarúrtak 18-75 ára einstaklinga úr þjóðskrá. Svarendur voru 1924 talsins og heimtur 69%. Meðalkostnaður heimila vegna heilbrigðisþjón- ustu í krónum og hlutfall þjónustukostnaðar af heim- ilistekjum voru borin saman milli þjóðfélagshópa. Niðurstöður: Stærstu heilbrigðisútgjaldaliðir heimil- anna voru tannlæknisþjónusta, lyf, tæki og lyfjabúð- arvörur, og læknisþjónusta (í þessari röð). Mestan krónutölukostnað heimila vegna heilbrigðismála var að finna hjá fólki á miðjum aldri (45-54 ára), giftum og sambúðarfólki, foreldrum ungra barna, stórum heimilum, fólki í fullu starfi, og fólki með háskóla- menntun og háar tekjur. Þegar aftur á móti var litið til kostnaðarbyrði í hlutfalli við heimilistekjur skáru konur, eldra fólk (55 ára og eldri) og yngra fólk (18- 24 ára), fólk utan vinnumarkaðar, atvinnulausir og lágtekjufólk sig úr. Ályktun: Verulegur munur er á beinum útgjöldum vegna heilbrigðisþjónustu eftir þjóðfélagshópum. Færa má gild rök fyrir því að útgjöld sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu séu þegar komin á varasamt stig og farin að bitna á aðgengi að heilbrigðisþjónustunni. Inngangur Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu á Vesturlönd- um jókst jafnt og þétt á síðari hluta 20. aldar, hvort sem miðað er við almennar verðlagsbreytingar, kostn- að á mann á föstu verðlagi eða hlutfall kostnaðar af landsframleiðslu (1). Á íslandi hefur þróunin verið með svipuðum hætti (1). Ástæður þessarar þróunar eru ýmsar, meðal annars þátttaka hins opinbera í fjár- mögnun heilbrigðisþjónustunnar, lög og reglur um þjónustugæði og aðgang að þjónustu, auknar kröfur almennings til heilbrigðiskerfisins um lækningu, hjúkrun og endurhæfingu, hækkað tæknistig og aukin ENGLISH SUMMARY Vilhjálmsson R, Sigurðardóttir GV Out-of-pocket health care costs among population groups in lceland Læknablaðið 2003; 89: 25-31 Objective: Totai health expenditures, and out-of-pocket health care costs have increased in recent years in Western Europe and North America. Developments in lceland appear to be similar. Access and cost are closely related and direct household health care costs often reduce subsequent use of services. The purpose of the study was to consider whether certain population groups spent more on health care than others both in absolute terms and as percentage of household income. Material and methods: The study is based on a national health survey titled Health and Living Conditions in lceland. A random sample of 18-75 year olds was drawn from the National Register, and the response rate was 69% (1924 respondents). Average household out-of- pocket health care costs (in krónur) and out-of-pocket household costs as percentage of household income were compared between sociodemographic groups. Results: The largest health care expenditure items were dental care, drugs, other drug store items and equipment, and physician care (in this order). The middle aged (45-54), married/cohabiting, parents, large households, full-time employed, and people with high education and income, had the greatest household out-of-pocket costs in abso- lute terms. However, when considering costs as percen- tage of household income, women, older individuals (age 55 and older) and the young (age 18-24), the non-employ- ed and unemployed, and low income people were on top. Conclusions: Household out-of-pocket health care costs differ substantially between sociodemographic groups in lceland. It can be argued and empirically substantiated that out-of-pocket health care costs in lceland are already at a risky level, affecting access of individuals and groups to health services. Key words: out-of-pocket health care costs, use of services, access to care. Correspondence: Rúnar Vilhjálmsson, runarv@hi.is sérfræðiþjónusta (2). Á síðustu árum má þó sjá að hægt hefur á kostnaðaraukningu heilbrigðiskerfa OECD-ríkjanna og í sumum ríkjum hefur hlutfall heil- brigðisútgjalda af landsframleiðslu staðið í stað, eða lækkað verulega, svo sem í Svíþjóð og Finnlandi (1). Samhliða framangreindri þróun hefur hlutur hins opinbera í heilbrigðisútgjöldum OECD-ríkjanna far- Læknablaðið 2003/89 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.