Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2003, Síða 19

Læknablaðið - 15.01.2003, Síða 19
FRÆÐIGREINAR / ALGENGI GEÐLYFJANOTKUNAR Fig. 4. One year prevalence of psychopharmaca use by length ofuse and age. hafa læknis vegna líkamlegrar vanlíðanar en hjá þeim er áhættuhlutfallið 2-2,6. Rúmlega þriðjungur þeirra sem hafa notað geðdeyfðarlyf eða kvíðalyf hafa ekki leitað læknis vegna andlegrar vanlíðanar á undan- förnum 12 mánuðum. Karlar sem leita læknis vegna andlegrar vanlíðanar eru líklegri til að fá geðdeyfðar- eða kvíðalyf. Munurinn á áhættuhlutfallinu, sem er mestur fyrir kvíðalyf vegna andlegrar líðanar, er þó ekki tölfræðilega marktækur milli kynja. Pví var hann skoðaður nánar og reyndust konur með góða and- lega líðan marktækt líklegri en karlar til að fá kvíða- lyf (kí-kvaðrat 7,6, df =1, p=0,006). Aberandi fleiri sem reykja nota geðlyf, einkum geðdeyfðarlyf. Líkindahlutfallið er lægra fyrir kvíða- lyf og lægst fyrir svefnlyf. Munur á líkindahlutfalli milli kynja var óverulegur (tafla V). Algengi notkunar geðdeyfðarlyfja er svipað með- al þeirra sem telja vinnuálag mikið og meðal þeirra sem telja það lítið. Hins vegar er algengi notkunar kvíða- og svefnlyfja ívið mest meðal þeirra sem telja vinnuálagið mikið. Menntun, starf og möguleikar til tekjuöflunar eru nátengd, auk þess sem veikindi og fötlun hafa áhrif á möguleika til að afla sér menntunar. Algengi lyfja- notkunarinnar er því mest meðal þeirra sem minnsta menntun hafa og lægstar tekjur. Til þess að kanna tengsl félags- og fjárhagslegrar stöðu við lyfjanotkun- ina var framkvæmd lógistísk aðhvarfsgreining þar sem tekið var tillit til mismunandi kyn- og aldurs- dreifingar til að reikna líkindahlutfall (tafla VI). Við- mið útreikninganna voru: hjónaband/sambúð, sér- fræðingar/stjórnendur, háskólamenntun, og tekjur 550 þúsund krónur eða meira. Eins og áður er fram komið voru karlar ólíklegri til að hafa notað eitthvert lyfjanna á undanförnum 12 mánuðum, og hækkandi aldur tengdist í öllum hópunum notkun einhvers lyfj- anna, sérstaklega svefnlyfja. Fólk sem hefur áður ver- ið gift er líklegra til að hafa notað geðdeyfðarlyf en þeir sem eru giftir eða í sambúð (líkindahlutfall (OR) 2,06; öryggismörk (CI) 1,33-3,18). Einhleypir voru Table V. Odds ratios (O.R.) with 95% conftdence intevais (C.l.) for use of psychotropic drugs and smoking by gender and Mantel-Haenszel common odds ratios for both sexes. Drugs Men Women Both sexes O.R. 95% C.l. O.R. 95% C.l. O.R. 95% C.l. Antidepressants 2.15 1.32-3.51 2.01 1.33-3.04 2.07 1.51-2.84 Anxiolytics 1.73 1.01-2.97 1.45 0.93-2.27 1.56 1.10-2.20 Hypnotics 1.41 0.94-2.11 1.25 0.87-1.81 1.32 1.01-1.73 Any ofthe three 1.41 1.06-1.86 1.30 1.03-1.64 1.46 1.16-1.83 líklegri til að hafa notað svefnlyf (OR 1,42; CI 1,03- 1,98). Eins og vænta mátti reyndist líkindahlutfall fyrir notkun allra lyfjanna hæst meðal þeirra sem ekki voru á almennum vinnumarkaði, svo sem öryrkja og ellilíf- eyrisþega. Pessi hópur var þrisvar til fjórum sinnum líklegri en viðmiðunarhópurinn til að nota geðdeyfð- ar- og/eða kvíðalyf. Líkindahlutfall ófaglærðra starfs- manna fyrir notkun einhvers þessara lyfja var 1,52 (CI 1,10-2,11). Eftir því sem menntun er minni vaxa líkur á því að menn taki einhvert lyfjanna, einkum geð- deyfðarlyf (leitni-próf p=0,005) eða kvíðalyf (leitni- próf p=0,055) en líkindahlutfall þeirra sem minnsta menntun hafa er 1,87 (CI 1,22-2,85) fyrir geðdeyfðar- lyf og 1,80 (CI 1,11-2,91) fyrir kvíðalyf. Svipað gildir varðandi tekjur en þeir sem hafa minna en 250.000 krónur á mánuði hafa líkindahlutfallið 1,81 (CI 1,11- 2,94) fyrir notkun geðdeyfðarlyfja og 2,08 (1,17-3,71) fyrir notkun kvíðalyfja en leitnipróf í þessum tilvik- um gaf p=0,009 og 0,017. Umræða Meginniðurstaða þessarar rannsóknar er að notkun geðdeyfðarlyfja og svefnlyfja er mikil, en þó minni en opinberar sölutölur gefa til kynna. A undanförnum árum hafa öðru hvoru farið fram miklar almennar umræður um notkun þessara lyfja og kostnað sam- fara henni sem hefur fimmfaldast síðan 1991. Hann var um 1200 milljónir króna á apóteksverði árið 2001 Læknablaðið 2003/89 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.