Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR / BERATÍÐNI GBS ( ÞUNGUN tíma, sem fóstrið verður lífvænlegt. Gera má ráð fyrir að um það bil 60% til 75% þeirra kvenna sem þá hafa jákvæða GBS ræktun verði berar í fæðingu eftir fulla meðgöngu. Sýnataka síðar á meðgöngunni, á 35. til 37. viku, er af öðrum talin heppilegri þar eð þá finnist eingöngu þeir GBS berar, sem koma til álita fyrir meðhöndlun í fæðingu eftir fulla meðgöngu, það er að segja í um það bil 95% allra fæðinga (20). I þessari rannsókn var ákveðið að taka ræktunarsýni bæði við 23 vikna og 36 vikna meðgöngu til að greina með meiri vissu allar þær þunguðu konur sem bæru GBS í leggöngum, og ennfremur til þess að geta borið sam- an forspárgildi um beraástand við fæðingu. Jákvætt forspárgildi í þessari rannsókn reyndist 78% við 36 vikna meðgöngu, sem er sambærilegt við rannsókn Easmon og félaga (84%) (22). Neikvætt forspárgildi var hins vegar 99%, eins og aðrir hafa fundið (24), sem þýðir að nánast engin kona, sem var neikvæð fyrir GBS við 36 vikna meðgöngu, var já- kvæð í fæðingunni. Smittíðni barnanna (vertical transmission rate) í þessari rannsókn var 25% sem er tvisvar sinnum lægri en í rannsókn Boyer og félaga (51%) (12) en nánast sama hlutfall og í rannsókn Easmon og félaga (26%) (22). Lægri smittíðni barna gæti verið vegna þess að sjö konur, sem reyndust vera GBS berar, fengu fyrir- byggjandi meðferð í fæðingunni samkvæmt fyrirfram ákveðnum skilyrðum en sýking nýbura af GBS getur verið lífshættuleg og er því mikilvægt að koma í veg fyrir smitun barns í fæðingu. Sýnt hefir verið fram á að sýklalyfjagjöf á meðgöngu upprætir ekki beraástand verðandi móður þar sem 60% mæðranna endursmitast fyrir fæðingu (4,18,20). Hins vegar hefur penisillíngjöf í fæðingunni sjálfri gefið góða raun til að koma í veg fyrir sýkingu hjá nýburanum. Eru þá gefnir stórir penisiilínskammtar á sex klukkustunda fresti frá byrjun fæðingar og þar til fæðingu er lokið (4, 11, 13). Nýfædda bamið er hins vegar ekki meðhöndlað. Heilbrigðisyfirvöld í Norður- Ameríku hafa mælt með samskonar sýklalyfjameðferð í öllum fyrirburafæðingum liggi neikvætt GBS ræktunarsvar ekki fyrir í fæðingunni (20). Bólusetningar gegn GBS hafa verið reyndar enda áætlað að koma megi í veg fyrir allt að 90% GBS sýk- inga á nýburaskeiði með slíkum aðgerðum (26). Mót- efnamyndun af þeim bóluefnum sem reynd hafa verið hefir hins vegar ekki verið fullnægjandi (63%) (27). Sýklalyfjameðferð móður við burðarmál minnkar aftur á móti marktækt hættu á að börnin smitist í fæðingunni (5,11-15,17-19) og eru allt að 90% nýburanna smitfríir eftir þá meðferð (4,16,20). Skiptar skoðanir eru á því hvernig haga beri þeirri meðferð. Surnir hafa mælt með meðferð allra GBS bera (4), en aðrir mæla einungis með meðferð ákveðins áhættuhóps þeirra (5). Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjum Norður-Amer- íku mæla með beraleit í 35. til 37. viku meðgöngu og meðhöndlun í fæðingu sé ræktunin jákvæð. Enda þótt ræktun sé neikvæð, er einnig mælt með sýkla- lyfjagjöf í fæðingu, sé einhver af eftirtöldum áhættu- þáttum til staðar: Meðgöngulengd <37 vikur, legvatn farið >18 klukkustundum fyrir fæðingu eða ef konan hefur hita >38°C (20,25). í Ástralíu hefur leit að GBS berum meðal þung- aðra kvenna verið gerð við 28 vikna meðgöngu og allar GBS jákvæðar konur síðan meðhöndlaðar í fæðingunni (4). Vert er að benda á að eins og í erlendum rann- sóknum um sama efni (4,5,7,10,20) voru flest smit- uðu börnin í þessari rannsókn (10 af 12) án þekktra áhættuþátta fyrir sýkingu. Ályktun Fjórðungur þungaðra kvenna á Islandi bera (3-hemó- lýtíska streptókokka af flokki B í leggöngum eða enda- þarmi. Reikna má með að í það minnsta 5% allra nýbura á íslandi hafi jákvæða GBS yfirborðsræktun við fæðingu, sé fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð ekki gefin í fæðingunni. Ef verðandi móðir er ekki beri samkvæmt ræktun- um frá leggöngum og endaþarmi á meðgöngunni, eru hverfandi líkur á að hún eignist GBS smitað barn. Við leit að GBS berum meðal þungaðra kvenna finnast fleiri berar, séu ræktunarsýni tekin bæði frá leggöngum og endaþarmi, heldur en ef sýni er aðeins tekið frá leggöngum. Höfundar telja að hér á íslandi sé tvímælalaust ávinningur í að leita að GBS berum á meðgöngu, meðhöndla síðan í fæðingunni alla bera og allar kon- ur með áhættuþætti. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar ætti GBS beraskimun að fara fram með ræktun á sýnum frá leggöngum og endaþarmi við 36 vikna meðgöngu. Þakkir Höfundar færa ljósmæðrum á Miðstöð mæðravernd- ar, Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og ljósmæðrum á Kvennadeild Landspítaia Hringbraut þakkir fyrir að- stoð við töku og meðferð ræktunarsýna. Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóði Landspítal- ans. Heimildaskrá 1. Pálsson G, Dagbjartsson A, Jónsdóttir KE, Bergsteinsson H, Friðgeirsson G, Biering G. Breytingar á faraldsfræði alvar- legra nýburasýkinga á Islandi 1976-1995. Læknablaðið 1996; 82; fylgirit 34: 52-3. 2. Tessin I, Trollfors B, Thiringer K. Incidence and etiology of neonatal septicaemia and meningitis in Western Sweden 1975- 1986. Acta Paediatr Scand 1990; 79:1023-30. 3. Vesikari T, Isolauri E, Tuppurainen N, Renlund M, Koivisto M. Janas M, et al. Neonatal septicaemia in Finland 1981-85. Predominance of group B streptococcal infections with very early onset. Acta Paediatr Scand 1989; 78:44-50. 4. Jeffery HE. Perinatal group B streptococcal infection: a signi- ficant public health problem. Semin Neonatol 1996; 1: 77-89. 114 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.