Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR / LAUNEISTAAÐGERÐIR Figure 1. The tmmber of patients operated on in four different time periods. (1:1970-1975, II: 1976- 1981,111:1982-1987, IV: 1988-1993). Table 1. Patient demographics in different time periods. 1970-75 1976-81 1982-87 1988-93 Total Average Birth weight (mean) 3528 3472 3379 3464 3461 Birth weight <2500g 16 20 17 5 58 Cryptorchidism, left side 65 53 39 31 188 Cryptorchidism, right side 83 91 78 47 299 Cryptorchidism, bilateral 28 32 32 14 106 Age at diagnosis (mean) 3,4 4,0 2,8 1,7 3,0 Age at operation (mean) 9,0 7,6 6,6 6,7 7,5 verið að aukast án þess að skýring á því sé ljós. Til dæmis var lýst 35% aukningu á nýgengi launeista hjá nýburum og 93% aukningu hjá þriggja mánaða gömlum drengjum á 34 ára tímabili í enskri rannsókn (3). Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum en í Danmörku hefur nýgengi hins vegar haldist stöðugt en þar er nýgengi launeista með því hæsta sem þekkist (8% hjá nýburum) (5). Orsök launeista er ekki þekkt en flest bendir til að margir þættir komi við sögu. Helstu áhættuþættir eru neðanrás (hypospadias), nárakviðslit og sér í lagi fyrirburður en 20-30% fyrirbura og tæplega fjórð- ungur léttbura (<2500g) eru með launeista (4, 6, 7). Áhætta er jafnframt aukin við keisarafæðingu og ef aðrir meðfæddir gallar eru til staðar (8-10). Helstu fylgikvillar launeista eru ófrjósemi og krabbamein í eistum. Um 10% þeirra sem greinast með krabbamein í eistum hafa sögu um launeista (11, 12). Einnig eru launeistu viðkvæmari fyrir snúningi (torsio testis) og útsettari fyrir áverkum ef þau eru staðsett í náragangi eða ofan lífbeins þar sem þau geta klemmst á móti harðri mótstöðu (6). Niðurstöður rannsókna á sjúklingum með laun- eista eða aðgerðum við þeim hafa ekki birst áður á íslandi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur aðgerða vegna launeista á Barnaspítala Hringsins. Einnig var litið sérstaklega á greiningar- og aðgerðaraldur til að leggja mat á meðferð. Loks var kannað hverjir sjúklinganna höfðu fengið krabba- mein í eistu. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og upplýsingar fengust úr sjúkra- og aðgerðarskrám karla sem fengu grein- inguna launeista og/eða gengust undir aðgerð vegna launeista á Landspítalanum frá 1. janúar 1970 til 31. desember 1993. Sjúklingar voru skoðaðir fyrir að- gerð af barnaskurðlækni sem staðfesti greininguna. Skráðir voru eftirfarandi þættir; fæðingarþyngd, ald- ur við greiningu og aðgerð, hlið, staðsetning eistans í aðgerð, tegund og fylgikvillar aðgerðar og hvort aðrir meðfæddir gallar voru til staðar. Með því að bera saman kennitölur sjúklinga með launeista við krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands var hægt að sjá hvaða sjúklingar höfðu greinst með krabbamein í eistum frá upphafi rannsóknar- tímabilsins til 31. desember 2000. Sjúkraskrár þessara sjúklinga voru athugaðar nánar, meðal annars til að sjá um hvers konar eistnakrabbamein var að ræða og hversu langur tími Ieið frá greiningu og aðgerð við launeista þar til viðkomandi greindist með eistna- krabbamein. Alls greindust 654 sjúklingar með launeista á tímabilinu. Aðgerð var ekki framkvæmd á sjö sjúk- lingum, oftast vegna annarra alvarlegra meðfæddra galla. Þrjátíu og sex enduraðgerðum var sleppt en þessir sjúklingar höfðu áður farið í aðgerð á nára- svæði og eistað því fast í örvef (n=30) eða höfðu áður gengist undir aðgerð vegna launeista á öðru sjúkra- húsi (n=6). Sömuleiðis var 18 sjúklingum sleppt sem greindust með launeista beggja vegna á mismunandi tímum og fóru því í tvær aðskildar aðgerðir. Eftir voru 593 sjúklingar í rannsóknarhóp. Til að auðvelda samanburð á milli tímabila var rannsóknartímabilinu skipt í fjögur sex ára tímabil; tímabil I = 1970-1975, tímabil II = 1976-1981, tímabil III = 1982-1987 og tímabil IV = 1988-1993. Greining- ar- og aðgerðaraldur var talinn í hálfum árum. Stað- setningu eistans í aðgerð var skipt í þrennt; í nára- gangi, í kviðarholi eða utan leiðar (ectopic). Við samanburð á hópum var beitt t-prófi, Mann- Witney og kí-kvaðrat-prófi. Marktæki miðast við p- gildi <0,05. Niðurstöður Fjöldi sjúklinga sem gekkst undir launeistaaðgerð á tímabilum I-IV er sýndur á mynd 1. Aðgerðum fækk- ar úr 176 á fyrsta tímabilinu í 92 á því síðasta (p<0,05). Meðalþyngd við fæðingu var 3461 g (staðalfrávik 737 g) og þar af voru 58 drengir (10%) með fæðingar- þyngd <2500 g (tafla I). Upplýsingar vantaði um fæð- ingarþyngd hjá 96 sjúklingum (16,2%). 120 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.