Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISMÁL Á K O S N I N G A V E T R I stöðunefnd. Okkur þótti þessi aðgerð fjandsamleg af hálfu stjórnenda stofnunarinnar sem og margt annað er kom frá þeim í nóvembermánuði en vorum þó reiðubúin að horfa framhjá því og einblína fram á veginn og buðumst eins og áður segir til að koma aftur til vinnu á óbreyttum kjörum. Hinn nýi fram- kvæmdastjórinn gerði okkur hins vegar ljóst að ætl- unin væri að hafa aðeins sjö eða átta heilsugæslu- lækna í vinnu, sem er veruleg undirmönnun. Þar með var einnig ljóst að ekki bauðst öllum endurráðning. A Suðurnesjum búa um 17.000 manns svo hún er að tala um 2150-2450 íbúa á hvern lækni. Suðurnes eru ekki samfellt þéttbýli, starfsemi heilsugæslunnar dreifist á fimm heilsugæslustöðvar. Einnig sinnir heilsu- gæslan hlutverki lyflæknis-bráðamóttöku sjúkrahúss- ins. Ennfremur má benda á allan þann fjölda sem fer um Keflavíkurflugvöll og hið íslenska flugumferðar- svæði daglega og leitar til heilsugæslunnar ef þörf er á bráðaþjónustu vegna sjúkdóma. Allt þetta eykur á mönnunarþörf heilsugæslunnar þannig að mönnunin þyrfti að vera meiri en á ámóta fjölmennum þéttbýl- isstað. Áætlanir stofnunarinnar gengu hins vegar út á minni mönnun en annarstaðar er reiknað með. Það var á þessum áætlunum framkvæmdastjóra sem steytti en ekki einhverjum krónum í launaum- slagi okkar. Við gátum ekki fellt okkur við stefnu- breytingu framkvæmdastjórans varðandi mönnun. Nú er búið að auglýsa þessar stöður margoft en það gengur illa að manna þær og kemur ekki á óvart. Eg vil hins vegar taka það fram að frá okkar hendi eða læknafélaginu hvílir engin bannlýsing á þessum stöðum.“ - Hver var hlutur ráðuneytisins í þessari deilu? „Við töldum okkur merkja fingraför ráðuneytis- ins á málinu. Framkvæmdastjórinn var nýr, hún kom alveg fersk að þessu og hafði ekki tekið þátt í þeirri atburðarás sem varð fyrir 1. desember síðastliðinn. Hún var ráðin af ráðuneytinu gegn vilja meirihluta stjórnar stofnunarinnar. Það var því alveg ljóst hvað- an hennar umboð kom, það skein í gegn á fundum okkar með henni. Á tímanum frá því £ fyrravor fram að því að uppsagnirnar komu til framkvæmda 1. nóv- ember er ég þó ekki viss um að ráðherra hafi alltaf vitað hvað var að gerast og hvað undirmenn hans voru að aðhafast - eða létu vera að aðhafast öllu heldur." Gróðapungar eða ódýr lausn? - En af hverju viljið þið einkarekstur? „Meginröksemdin er að heimilislæknar hafa - ein- ir sérfræðinga - ekki heimild til sjálfstæðs stofurekstr- ar með samningi við hið opinbera. Okkur er haldið í gúlagi ríkisrekstrarins. Þetta hefur orðið til þess að nýliðun og framleiðni í heimilislækningum hefur hrak- að mjög. Það eru reyndar dæmi um samninga um stofurekstur heimilislækna utan heilsugæslustöðva en leyfi til slíks hafa bara ekki verið gefin út undanfarin 15 ár. Þess vegna höfum við sett þá kröfu á oddinn að það verði opnað á sjálfstæðan rekstur, annars vegar gefinn kostur á sveigjanleika innan heilsugæslustöðv- anna, að menn geti skipt vinnutíma sínum og unnið hluta vinnutímans sem launamenn og hluta hans sam- kvæmt gjaldskrársamningi; hins vegar að þeim sem það vilja verði leyft að opna stofu samkvæmt gjald- skrársamningi. Við setjum engin skilyrði heldur erum til viðræðu um ýmsar útfærslur. Okkur finnst að þetta ætti að vera kærkomið tæki- færi fyrir ríkið. Tökum dæmi af Hafnarfirði þar sem búa um 22.000 manns. Fullmönnuð heilsugæslustöð í Sólvangi hefur tíu lækna sem samkvæmt alþjóðlegum stöðlum geta sinnt 15-16.000 manns. Það þýðir að um sjö þúsund manns eiga þess ekki kost að skrá sig hjá lækni á stöðinni. Hvað er þá þægilegra og ódýrara fyrir ríkið en að leyfa heimilislæknum að mæta þess- ari þörf með sjálfstæðum rekstri á stofum sínum? Er ekki betra að láta lækna sjá um þetta heldur en að reisa seint og um síðir stórhýsi einhvers staðar í bæn- um með tilheyrandi kostnaði og yfirbyggingu eins og reyndin hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfar- in ár?“ - En ráðherra sér þetta með öðrum augum og tal- ar enn um gróðapunga. „Já, það er enn viðhorf hans að einkarekstur geri þessa þjónustu miklu dýrari fyrir notandann. Það er auðvitað fásinna því að ríkið er að borga fyrir þjón- ustuna, hvort sem hún er veitt á heilsugæslustöð, sjúkrahúsi eða einkastofu læknis. Þetta er bara spurn- ing um að skilgreina kostnað og hver hlutur ríkis og sjúklings á að vera. Við erum ekki að tala um að fá samning óháðan þörf heldur er þörfin skilgreind: Ríkið á samkvæmt lögum að veita öllum þegnunum heilsugæsluþjónustu en stendur ekki við það og gefur ekki læknum sem eru sérmenntaðir til að veita hana leyfi til að sinna henni." Salahverfið annars eðlis - Nú hefur ráðuneytið boðið út rekstur heilsugæslu- stöðvar í Salahverfi í Kópavogi, er það ekki svarið við kröfum ykkar? „Það er annars eðlis. Þar er verið að ræða um heildarrekstur fullbúinnar heilsugæslustöðvar. Þar verða læknar eða fyrirtæki þeirra að taka á sig rekstr- arlega ábyrgð á læstum samningi til átta ára. Það er samt margt í þessu sem einnig er spennandi, þar er gert ráð fyrir að heilsugæslustöðin vaxi með hverfinu og tryggi alltaf öllum íbúum þess á hverjum tíma að þeir geti skráð sig hjá lækni á stöðinni. Þetta hefur ekki verið raunin á heilsugæslustöðvum sem hið opin- bera starfrækir, þar er fólki vísað frá vegna þess að listar lækna eru fullir. Ég er alls ekki á móti því að ríkið bjóði út öflugar heilsugæslustöðvar með heimahjúkrun, ungbama- 154 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.