Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 53
lagsvísindum. Nálgun meðferðar er ekki bara líkamleg heldur einnig sálfræðileg og ráðgefandi svo að fagþekkingin er um- fangsmikil. CAPP á upphaf sitt bæði í almennum geðlækningum og í barnalækningum. Þann- ig getur CAPP-sérfræðingurinn ekki ein- ungis komist af með kunnáttu og sérþjálfun geðlæknis fullorðinna. A fyrstu áratugum CAPP og fram til þessa, hafa verið til sér- fræðingar með fulla þjáifun í geðlækningum bæði fullorðinna og barna. I löndum þar sem sérfræðiviðurkenning í taugalæknis- fræði er enn hluti af almennum geðlækning- um, kann að reynast erfitt að uppfylla allar þær kröfur sem bæði sérnám felur í sér auk þess að uppfylla skilyrði fyrir viðurkenn- ingu í barna og unglingageðlækningum. I ráðleggingum um þjálfun í CAPP sem eru útgefnar af UEMS CAPP-samtökum, er talið að fjögur ár í barna- og unglinga- geðlækningum/sálgreiningu og eitt ár í full- orðinsgeðlæknisfræði sé lágmark til að þjálfunarþeginn teljist vera orðinn nógu hæfur. Mælt er með að minnsta kosti einu valári í barnalækningum fyrir hinn verðandi CAPP-sérfræðing. Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir að á árum sínum í læknanámi sem og í CAPP-þjálfunarnámskrá sinni hafi þjálfun- arþeginn þegar fengið tækifæri til að viða að sér þekkingu og reynslu í barnalækningum. Þjónustuframboð Barna- og unglingageðlækningar hafa verið viðurkenndar sem sérgrein í læknisfræði í um hálfa öld í mörgum Evrópulöndum. Þó eru enn nokkur lönd þar sem geðheilsu- þörfum barna er einungis sinnt af geð- læknum fullorðinna eða öðrum læknum en barna og unglingageðlæknum, eða þar sem engin aðskilin full námsbraut býðst í barna- og unglingageðlækningum. Þetta er ófull- nægjandi að áliti UEMS-CAPP-sérfræð- inga. Börn eru um fjórðungur íbúafjöldans í þróuðum löndum og tegundir geðraskana sem þau kunna að hrjá og meðferð þeirra er ekki nákvæmlega eins og hjá fullorðnum. Fjöldi barna- og unglingageðlækna er mjög misjafn eftir Iöndum, en þó er hægt að setja fram nokkrar almennar alhæfingar þar um: I lok 20. aldar var fjöldi barna- og ung- lingageðlækna í Evrópu almennt yfir 9000, og í ESB- og EFTA- löndunum samanlagt var talan í kringum 5500. Að meðaltali eru því sex sérfræðingar á hver 100.000 börn og unglinga. UEMS-CAPP-sérdeildin telur þetta ófullnægjandi þótt það fari eftir við- komandi landi hver æskileg tala sé. Hún fer eftir því hversu mikill stuðningur kemur á móti frá öðrum greinum en geðlækningum. Kennsluhliðar Vísindalegur grunnur á háskólastigi er til staðar fyrir þjálfun í barna- og unglingageð- lækningum og kennslu. í ESB- og EFTA-löndum eru um 120 prófessorsstöður í barna- og unglingageð- lækningum við læknadeildir háskóla. Hin vísindalega CAP-stofnun í Evrópu, Evr- ópufélagið um barna- og unglingageðlækn- ingar (The European Society for Child and Adolescent Psychiatry; ESCAP), var stofn- uð 1960 og er undanfari þess að stofnuð var sérdeild barna- og unglingageðlækninga/ sálfræðilækninga (Section Child and Ado- lescent Psychiatry/Psychotherapy) hjá Evr- ópusambandi sérfræðilækna (European Union of Medical Specialists; UEMS Section CAPP) sem var stofnað 1993. Það er mikil samvinna milli UEMS CAPP og ESCP, sem hjálpar til við gerð góðra greiningarstaðla og við notkun eða þróun á gagnagrunni fyrir nauðsynlega kennslu. Aðferðir í barnageðlækningum eru sannanlega skilvirkar séu þær bornar saman við aðferðir sem ekki eru sértækar eða sérfræðilegar og þær halda áfram að þróast. SMÁSJÁIN ■ Nýtt félag lækna Eftir stofnun samtakanna Nordisk Sclskap om Mcdisinsk Humor (NSMH) 16. janúar 1999 varð til Fróndeild NSMH með formanni, varaformanni og stöðugt stækkandi hópi félagsmanna. Enginn þeirra sem skráði sig í samtökin var beittur nokkurs konar þvingunum til að vera með. Á aðalfundi NSMH í mars 2002 var lögum samtakanna breytt á þann veg að þau voru gerð að regnhlífar- samtökum fyrir sjálfstætt starfandi félög um lækningahúmor í hverju norrænu landi fyrir sig með eigin stjórn, lög og fjárhag. í samræmi við þessa breytingu var Hið íslenska fé- lag um lækningahúmor (HÍFL) (sem gárungarnir hafa nefnt Lœknar án fýlu, sbr. „Læknar án tóbaks“ og „Læknar án landamæra") stofnað þann 31. október 2002 að viðstödd- um Stein Tyrdal forseta NSMH og Astrid eiginkonu hans. Stjórn félags- ins skipa: Bjarni Jónasson (formað- ur), Pétur Ingvi Pétursson (varafor- maður) og Jóhann Heiðar Jóhanns- son (meðstjórnandi). í 1. grein laga félagsins segir „Hið íslenska félag um lækningahúntor er hópefli lækna á Islandi um lækninga- tengt skop“. Um tilgang félagsins segir í 2. grein ,,a) að nota kímni inn- an heilbrigðiskerfisins til þess að laða fram leikandi og læknandi krafla lífs- gleðinnar, b) að efla skopskyn til að bæta samband félagsmanna sín í milli og við aðra, c) að stuðla að vísinda- starfsemi unt skop, einkum hvað varðar þýðingu skops fyrir heilsuna, d) að nota skop til að bæta heilbrigði fólks, heilbrigðisfræðslu og meðferð sjúklinga, e) að nota skop sem leið til að skilja sjálfan sig betur, bæta sam- skipti við aðra, auka lífsgleði og koma í veg fyrir útbruna, f) að eiga ánægju- stund nteð sjálfum sér eða kollegun- unt og vinna þannig gegn því að menn taki sjálfa sig of hátíðlega." Sérhver læknir sem vinnur með lækningahúmor getur orðið félagi, en félagar eru nú 45 talsins. Áhugasöm- um er bent á að hafa samband við einhvern stjórnarmanna bjarnijonas@simnet. is petur@hak.ak.is johann hj@landspitali. is Læknabladið 2003/89 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.