Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR / LAUNEISTAAÐGERÐIR Skurðaðgerðir við launeista á Barnaspítala Hringsins 1970-1993 Anna Gunnarsdóttir1 Drífa Freysdótdr2 Guðmundur Bjarnason3 Þráinn Rósmundsson3 Jónas Magnússon4 5 Tómas Guðbjartsson6 ‘Skurðdeild háskólasjúkra- hússins í Malmö, :Barnadeild Baylor háskólasjúkrahússins í Texas, ’Skurðdeild Barnaspít- ala Hringsins, Landspítala Hringbraut, 4Handlækninga- deild Landspítala Hringbraut, 5Læknadeild Háskóla íslands, 6Skurðdeild Brigham-Harvard sjúkrahússins í Boston. Fyrirspumir og bréfaskipti: Anna Gunnarsdóttir, Kirurgiska kliniken, Universitetssjukhuset MAS, 205 02 Malmö, Svíþjóð. Sími: 00 46 40 33 1000. annagunn 7@hotmail. com Tómas Guðbjartsson, tgudbjartsson@bwh. harvard.edu Lykilorð: launeista, eistnakrabbamein. Ágrip Inngangur: Launeista er algengur meðfæddur galli hjá drengjum og eru helstu fylgikvillar ófrjósemi og krabbamein í eistum. Tilgangur þessarar rannsóknar var annars vegar að kanna árangur aðgerða vegna launeista og hins vegar hverjir sjúklinganna hafa greinst með krabbamein í eistum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og náði til 593 sjúklinga sem greindust með launeista eða gengust undir launeistaaðgerð á Barnaspítala Hringsins á tímabilinu 1. janúar 1970 til 31. desember 1993. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám, meðal annars um fæðingarþyngd, aldur við greiningu og aðgerð, staðsetningu eistans og fylgikvilla við að- gerðina. Með upplýsingum úr krabbameinsskrá Krabbameinsfélags fslands var athugað hverjir þess- ara sjúklinga höfðu greinst með eistnakrabbamein fram til 31. desember 2000. Niðurstöður: Meðalfæðingarþyngd var 3461 g, þar af 58 drengir (10%) með fæðingarþyngd <2500 g. Með- alaldur við greiningu var 3,0 ár (bil 0-14 ár) og við aðgerð 7,5 ár (bil 0-51 ár). Launeista var algengara hægra megin (61%) (p<0,01) en 18% drengjanna voru með launeista beggja vegna. Við aðgerð var eistað í náragangi í 50% tilvika, í kviðarholi hjá 10% sjúklinga og í 34% tilvika utan leiðar (ectopic). Fylgi- kvillar sáust eftir 29 aðgerðir (5%) þar sem blóðgúll (2,7%) og skurðsýking (1,2%) voru algengastar. Rúm- ur helmingur (52%) drengjanna reyndist einnig hafa nárakviðslit. Af þessum 593 sjúklingum hafa tveir greinst með krabbamein í eistum, báðir með fóstur- vísiskrabbamein, 13 og 14 árum eftir launeistaað- gerð. Ályktanir: Árangur launeistaaðgerða er góður í þess- ari rannsókn. Greiningaraldur er tiltölulega hár (3,0 ár) en fer lækkandi. Aðgerðaraldur er sömuleiðis hár (7,5 ár) og töf á meðferð (4,5 ár) er óþarflega löng. í þessari rannsókn var hlutfall þeirra sem greindust með eistnakrabbamein mjög lágt, eða 0,3%. Upplýs- ingar um ófijósemi liggja ekki fyrir í þessari rann- sókn. Inngangur Launeista er bein þýðing á gríska orðinu cryptorchid- ism (cryptos; á laun/týndur/falinn og orchis; eista) (1) og á við eista sem hefur ekki gengið niður í pung með eðlilegum hætti. Launeista er á meðal algengustu meðfæddra galla hjá drengjum, um 5% (4-5,9%) hjá ENELISH SUMMARY Gunnarsdóttir A, Freysdóttir D, Bjarnason G, Rósmundsson Þ, Magnússon J, Guðbjartsson T The results of surgical treatment for cryptorchidism at Landspitalinn, 1970-1993 Læknablaðið 2003; 89:119-23 Objective: Cryptorchidism is a common congenital genito- urological anomali in males with increased risk of infertility and testicular cancer. In this retrospective study the results of operations for undescended testis at Landspitalinn University Hospital were reviewed with special emphasis on patients diagnosed with testicular cancer later in life. Material and methods: The study includes 593 males with undescended testis who were operated on between 1970 and 1993. Information was gathered from hospital records, including birth-weight, age at diagnosis and operation, localization of the testes and complications to surgery. Information on patients diagnosed with testicular cancer was aquired from the lcelandic Cancer Registry. Results: The average birth-weight was 3461 g, including 58 boys (10%) with low birth-weight (< 2500 g). Age at diagnosis was 3.0 year (range 0-14 year) and at operation 7.5 year (range 0-51 year). The undescended testis was more common on the right side (61 %) (p<0.01) and 18% had bilateral undescended testis. In 50% of the cases the testis was located in the inguinal canal, intra-abdominal in 10% and 34% were ectopic. Complications to surgery was seen in 29 patients (5%), with hematoma (2.7%) and wound infection (1.2%) as the most common ones. Major- ity (52%) of the boys had inguinal hernia. Out of 593 males in this study, two have been diagnosed with testicular can- cer (mean follow-up time 23 years), both with embryonal carcinoma, 13 and 14 years efter surgery (0.3%). Conclusion: The surgical results are good in this study with a low complication-rate. Age at diagnosis is still high (3.0 year) but is decreasing. Age at operation is even higher (7.5 year) underscoring a significant delay in treat- ment, but only 5.4% of patients were operated on before the age of two as international guidelines recommend. In our cohort the frequency of testicular cancer was only 0.3% which is very low. Informations about infertility was not available in this study. Key words: cryptorchidism, orchidopexy, retentio testis, testis cancer. Correspondence: Anna Gunnarsdóttir, anngunn7@hotmaii.com nýburum, en lækkar í rúmlega 1% (0,8-1,8%) við 3- 12 mánaða aldur (2-4). í nágrannalöndum okkar hefur tíðni launeista Læknablaðið 2003/89 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.