Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR / GREINING HÁÞRÝSTINGS Þrjár einfaldar leiðir til nákvæmari greiningar háþrýstings Rafn Benediktsson1'2'3 Paul L. Padfield1 'Innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild, Landspítala Fossvogi, 2Hjartavernd, 'Læknadeild Háskóla íslands, 4Department of Medical Sciences, Westem General Hospital, Edinburgh, Scotland. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Rafn Benediktsson, Innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild, Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. Sími: 543 1000. rafn@efnaskipti.com Lykilorð: háþrýstingur, blóðþrýstingsmœling, blóðþrýstingur, klínískar leiðbeiningar. Ágrip Tilgangur: Flestir sem greindir hafa verið með há- þrýsting hafa fengið greininguna eftir þrjár eða færri mælingar á blóðþrýstingi hjá lækni. Þetta skyndimat gæti leitt til ónákvæmni í greiningu, ónauðsynlegrar meðhöndlunar og minni meðferðarávinnings en efni standa til. Við höfum reynt að meta hversu nákvæm greining fæst með hefðbundnum aðferðum og skoð- að hagnýt ráð sem beita mætti til þess að bæta öryggi greiningarinnar án þess að seinka greiningu um of. Efniviður og aðferðir: 3965 manns var fylgt eftir í lyf- leysuhluta „MRC Mild Hypertension Trial“ (Medi- cal Research Council). Hlutfall hópsins sem myndi hafa valist til meðferðar samkvæmt algengum klínísk- um vinnubrögðum var metið og einnig var reynt að áætla nákvæmni þeirrar greiningar með samanburði við meðalþrýsting eftir meira en sex mánaða eftir- fylgni sem var talið ígildi raunverulegs langtímablóð- þrýstings. Við litum á kosti þess að nota meðalþrýst- ing nokkurra heimsókna, eftirlit og bið í tiltölulega skamman tíma (þrjá mánuði) og áhrif þess að taka tillit til breytileika blóðþrýstings hvers einstaklings. Niðurstöður: Greining háþrýstings eftir þriggja mán- aða eftirlit fremur en eftir þrjár mælingar minnkar hópinn sem talinn er hafa háþrýsting um næstum 12%. Ekki virtist ávinningur af því að lengja eftirlitið frekar. Greining háþrýstings samkvæmt þeim hefð- bundnu vinnubrögðum sem oftast er beitt núna er óná- kvæm og leiðir hugsanlega til rangrar greiningar hjá allt að 69% einstaklinga. Ónákvæmnina má minnka um allt að 18% með því að bíða með greiningu í þrjá mánuði og með því að nota meðalblóðþrýsting nokk- urra heimsókna. Auðveldara reynist að spá fyrir um raunverulegan langtímablóðþrýsting með því að leggja mat á breytileika blóðþrýstings. Ályktun: Nokkur ónákvæmni í greiningu háþrýstings er óhjákvæmileg en auka má verulega öryggi grein- ingarinnar með því að fylgja fólki eftir í þrjá mánuði, nota meðalblóðþrýsting og leggja mat á breytileika blóðþrýstings hvers og eins. Inngangur Háþrýstingur er líklega enn vangreindur en enginn efast nú um að ávinningur er af meðhöndlun svæsins háþrýstings. Hins vegar getur verið erfitt að ákveða hvort einstaklingar með vægan háþrýsting á mörkum meðhöndlunarskilmerkja hafi raunverulega háþrýst- ing og þurfi lyfjameðferð. Núverandi klínískar leið- ENQLISH SUMMARY Benediktsson R, Padfield PL Three simple steps for improving diagnostic accuracy in hypertension Læknablaðið 2003; 89: 105-9 Objective: Most patients have only had three measurements of blood pressure before being labelled as hypertensive. This abbreviated assessment may lead to inaccurate classification, unnecessary treatment and dilution in treatment benefit for the population. We aimed to explore how accurate current methods are in diagnosing mild hypertension, and to explore practical methods of improving targeting of antihypertensive treatment using clinic visits but without lengthy observation. Material and methods: We applied current diagnostic methods to 3965 individuals with mild hypertension who were followed for a year in the placebo arm of the MRC Mild Hypertension Trial (Medical Research Council). We thus calculated the proportion selected for treatment by current methods and the diagnostic accuracy, using average blood pressure beyond six months as representing „true“ long-term blood pressure. We looked at the benefit of averaging blood pressures, prolonging observation modestly and estimating within-person blood pressure variability. Results: Prolonging observation to three months selects a smaller (by about 12%) proportion of the sample for treatment. At three months the proportion of the sample selected is similar to the proportion defined as „truly“ hypertensive. The diagnostic accuracy of current methods is poor with up to 69% discrepancy in classification. This discrepancy was improved in absolute terms by up to 18% by prolonging observation to three months and using average blood pressures. Identifying those individuals with low within-person variability allows marked improvement in the prediction of „true“ hypertension. Conclusion: Although some inaccuracy in the diagnosis of hypertension is inevitable, observation for three months, averaging blood pressures and estimating within-person blood pressure variability can markedly improve upon current methods used for targeting antihypertensive treatment. Key words: hypertension, blood pressure monitoring, blood pressure, clinical guidelines. Correspondence: Rafn Benediktsson, rafn@efnaskipti. com beiningar um meðhöndlun háþrýstings (1, 2) leggja því til að fólki sé fylgt eftir í nokkurn tíma áður en Læknablaðið 2003/89 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.