Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 152 Eii Ólafur Örn Arnarson, fyrrverandi yfirlæknir á LSH, sendi tölvupóst og bað um umfjöllun um orðið einkavæðing. Hann sagðist telja að þetta orð væri „misnotað“ í umræðu um heilbrigðismál og vísaði þar sérstaklega til stjórnmálamanna. Tilefnið í þetta sinn var þó útvarpsfréttaviðtal við formann L.I. Um það segir Ólafur: Þar kom fram sú skilgreining að einkavœðing í heilbrigðisþjónustu þýddi að sjúklingar misstu réttindi sín í tryggingakerfinu ogyrðu að borga lœknum fullt verð fyrirþeirra þjónustu. Ólafur heldur áfram og kveður fast að orði: Þetta er alröng notkun á þessu orði og er skaðleg að mínu mati. Einka- Undirritaður lagðist í uppflettingar í orðabókum til að afla haldbærra upplýsinga. í nýrri útgáfu Eddu á íslenskri orðabók kemur fram að orðhlutinn einka- sé forliður með ýmsar en skyldar merkingar: 1. einn (sbr. einkabarn), 2. œtlaður einum (sbr. einkaher- bergi), 3. sem varðar einstaklinginn en ekki samfélag sem hann tilheyrir (sbr. einkalíf), 4. í eigu (þjónustu) einstaklinga (en ekki ríkis, sveitar- eða samvinnu- félaga) (sbr. einkafyrirtæki), 5. ágœtur, dýrlegur (sbr. einkafljóð = ágæt kona). Væðing I sömu orðabók má finna sögnina að væða, klœða, færa í föt, útbúa með, koma á. Rafvæða merkir þannig að búa rafmagni, siðvæða að bæta siðferði manna, iðnvæða að koma á fót iðnaði og tölvuvæða að beita tölvutækni við verk. Islensk orðsifjabók segir sögnina dregna af nafnorðunum voð og váð sem merktu ofinn dúkur, klœði, segl (í skáldamáli) eða stórt net. Þarna er því um skemmtilega myndræna lík- ingu að ræða, sem lýsa má á ýmsa vegu: Gamla við- fangsefnið er vafið eða sveipað nýjum dúki eða klæði. Gamla viðfangsefninu er siglt áfram undir nýju segli. Gamla viðfangsefnið er fangað í nýtt, stórt net. Einkarekstur Orðið einkavæðing er ekki að finna í Orðabók Há- skólans, en þar eru nokkur dæmi frá 20. öld um orðið einkarekstur. Af dæmunum virðist mega skilja að einkarekstur sé andstæða ríkisrekstrar, bæjarrekstrar og félagsrekstrar, tákni rekstur fyrirtækja eða starf- semi á vegum einkaðila. I Orðabanka íslenskrar mál- stöðvar kemur fram að orðið einkarekstur sé sam- heiti við orðið einkaframtak sem táknar atvinnustarf- semi einstaklinga eða fyrirtœkja í einkaeign. Einka- væðing er svo í Hagfræðiorðasafninu tilgreint sem þýðing á enska orðinu privatization, þ.e. breyting á opinberum rekstri í einkarekstur, t.d. með sölu opin- berra stofnana ogfyrirtœkja til einkaðila. Niðurstaða undirritaðs er því ótvírætt sú að orðið einkavæðing tákni einfaldlega það að koma á einka- rekstri. Einka- vísar í fjórða merkingarliðinn í ís- lenskri orðabók, og táknar í eigu einstaklinga og væð- ing táknar, eins og í tilgreindu dæmunum, að koma einhverju á. Hitt er svo vel þekkt að orð og heiti sem tengjast ákveðnu gildismati eða afstöðu fái meðvitað eða ómeðvitað neikvæða merkingu í hugum hags- munaaðila. Það er einmitt eitt áróðursbragðið í stjórn- málunum að gera tiltekin heiti og hugtök í málflutn- ingi andstæðinganna tortryggileg með því að gefa þeim neikvæða sérmerkingu á einn eða annan hátt. Eitt snilldarlegt dæmi um slíkt er einmitt orðið einka- (vina)væðing. Ólafi Erni til huggunar má hins vegar benda aftur á fimmta merkingarliðinn hér að framan, einka- getur táknað ágœtur, dýrlegur. Varðeitill í 149. pistli (Lbl 2002; 88: 857) var rætt um enska heitið scntinel node og stungið upp á íslenska heitinu útvarðareitill. Jafnframt var þar sagt að erfitt hefði reynst að finna heitið í læknisfræðiorðabókum og gefið var í skyn að heitið gæti því verið að falla úr notkun. Baldur Sigfússon, röntgenlæknir, hringdi og sagði að það væri nú síður en svo. Hann sagði heitið mikið notað í tengslum við skurðaðgerðir vegna krabba- meins í bijóstum. Umræddur eitill væri þá gjarnan leitaður uppi og jafnvel merktur sérstaklega til nánari skoðunar. Baldur benti síðan á Þorvald Jónsson, skurðlækni, sem aðspurður sagðist nota íslenska heitið varðeitill og upplýsti að einnig hefði komið fram heitið markeitill. Bæði þessi heiti eru góð. Gaman væri nú að heyra skoðanir annarra lækna. Brjóstaadgerðir f sama símtali lét Þorvaldur þess getið að nú vantaði íslenskt heiti á skurðaðgerðir á brjóstum sem eru þannig framkvæmdar að sem minnst sé fjarlægt af heilbrigðum brjóstavef. Þær falla undir það sem á ensku nefnist breast conserving surgery. Sögnin to conserve merkir samkvæmt Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs vernda, geyma, varðveita, nýta með forsjálni, spara. í Samheitaorðabókinni má finna fleiri orð til umhugsunar: gœta, halda í, halda til haga, verja, vernda. Undirritaður leggur í bili lil að slíkar aðgerðir verði flokkaðar sem varðveisluaðgerðir. Brjóstaskurðlæknar gætu svo komist skrefi framar en við hinir, á þessum síðustu og verstu tímum, ef þeir tækju upp heitið sparnaðaraðgerðir. Óskað er eftir fleiri tillögum. Incidentaloma Ari Jóhannesson, lyflæknir, hringdi og bað um að- stoð við að finna heiti á hnúta og æxli sem finnast af tilviljun. Slíkt kemur til dæmis fyrir við tölvusneið- myndatöku af nýrnahettum og hafa slík fyrirbæri fengið enska heitið incidentalonia. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali.is Læknablaðið 2003/89 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.