Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 11
RITST JÚRIUARGREIIUAR Ohamingjusamir læknar Á nýafstöðnum læknadögum var einn eftirmiðdagur tileinkaður streitu og vanlíðan lækna í starfi sínu. Par stigu í pontu einn Norðmaður og nokkrir íslands- menn sem sáu um þennan dagskrárlið. Þau sýndu ótölulegan fjölda mynda úr tölvuvarpa sem færðu fundarmönnum heim sanninn um það að læknar eru upp til hópa óhamingjusöm stétt. Sjálfur er ég búinn að lifa og hrærast meðal ís- lenskra lækna um árabil svo að þessar kenningar ræðumanna komu mér á engan hátt á óvart. Ég hef hlustað á dómsdagsræður kolleganna við morgun- og hádegisverðarborð Landspítala, Borgarspítala og Landakots þar sem menn viðra frjálslega eigin ófull- nægju með tilheyrandi stóryrðum. Eftir að hafa hlust- að af stakri athygli á þessar ræður í yfir 20 ár hef ég komist að þeirri niðurstöðu að íslenskir læknar telji sig vanmetna, þeir fái ekki nægilega greitt fyrir vinnu sína sem er alltof mikil og krefjandi og síðast en ekki síst að hjúkrunarfræðingar séu hægt og bítandi að leggja undir sig heilbrigðiskerfið. í nýlegri könnun sem landlæknisembættið gerði á viðhorfi starfsmanna Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) til starfs síns, spítalans og sameiningar kom þetta berlega í Ijós; ís- lenskir spítalalæknar á LSH voru bæði óhamingju- samir og beiskir menn sem hafa hvorki nægilega mikil áhrif á stefnu sjúkrahússins né heldur eru nógsamlega upplýstir um stefnu þess. Ég hef velt þessum dapurlegu staðreyndum fyrir mér lengi og komist að raun um að kannski sé eitt- hvað brogað við sjálfsímynd íslenskra lækna. Þegar menn halla sér yfir vatnsflötinn að hætti Narcissusar og verða ástfangnir af eigin spegilmynd virðist hún vera sorglega óraunhæf. Margir sjá sjálfa sig í hlut- verki gamalla grískra eða nútímalegra amerískra hetjulækna sem bjarga mannslífum á bæði borð og hljóta að launum virðingu og ást þjóðar sinnar. Þessi mynd er fjarri öllum veruleika og allir læknar verða að sætta sig við að starfið er oft á tíðum hversdagslegt og stundum líður óratími án þess að menn vinni nein þau afrek sem uppi munu verða meðan land byggist. Á sama tíma hafa væntingarnar til læknisfræðinn- ar aukist til muna. Vísindin eiga að geta skapað nýtt líf og trúin á þau ógna hefðbundnum trúarbrögðum mannkynsins. Guð hefur fundið sér verðugan keppi- naut í nútímavísindamönnum sem hafa lokið upp og upplýst ýmsa leyndardóma tilverunnar. Mannkyninu hefur tekist að beisla ótrúlega orku í eigin þágu, bæði til góðs og ills, og er nú fært um að tortíma sjálfu sér margsinnis með kjarnorkuvopnum. Lífið er skyndi- lega orðið svo fyrirsjáanlegt að gömul trú á forlög eða æðri forsjá hefur farið halloka. Læknar hafa orðið að aðlaga sig auknum kröfum á raunvísindin og þeir hafa tekið að sér hlutverk al- mættisins í hugum margra skjólstæðinga sinna. Margir fyllast þó vanmetakennd gagnvart þessum kröfum og telja sig ekki geta staðið undir þeim. Þá er gripið til gamalkunnra afsakana þar sem öðrum er kennt um eigið getuleysi. I frægri sögu eftir Kafka er maður nokkur búsett- ur í dalverpi. Bæði hann og allir nágrannar hans harma mjög eigið varnar- og magnleysi í lífsbarátt- unni og kenna „þeim þarna uppi“ um allt saman. Það eru þeir sem stjórna og ráðskast með líf og hamingju undirsáta sinna og draga úr þeim allt þrek. Þessi ótta- blandna virðing gagnvart „þeim þarna uppi“ lamar fólkið og gerir það ófært um að skapa sér mannsæm- andi líf. Smám saman skynjar lesandinn að það er enginn þarna uppi heldur er um að ræða hugarfóstur og ímyndun fólksins sem það notar til að viðhalda eigin óhamingju og getuleysi. Þegar landlæknisembættið birti áðurnefnda könn- un sína rifjaðist þessi saga upp fyrir mér; nú eru það spítalastjórnin og sameiningin sem hafa tekið á sig hlutverk „þeirra þarna uppi“ sem standa í vegi fyrir því að íslenskir læknar fái notið sín. I þessu samhengi má minna á nauðsyn þess að átta sig á eigin takmörkunum og gera raunhæfar vænting- ar og kröfur til sjálfs sín. I lokaerindinu í téðri umræðu á Læknadögum setti ég fram í gamni og alvöru sjö tiltölulega einföld skref sem gert gætu íslenska lækna hamingjusama ef þeir áttuðu sig á: 1. að lífið er samkeppni þar sem sá besti þarf ekki endilega að vinna. 2. að lífið utan læknisfræðinnar er bæði skemmti- legt og ótrúlega spennandi. 3. að læknar vita aldrei allt. 4. að stjórnmálamenn og blaðamenn segja ekki alltaf satt. 5. að dauðinn er bandamaður læknisins en ekki andstæðingur hans. 6. eigin takmörkunum; læknar hafa aldrei öll svörin. 7. spekinni í orðum Bobs Dylan þegar hann segir að peningar tali ekki heldur blóti. (Money does not talk, it swears.) Þessi hollráðalisti gæti verið endalaus en mestu skiptir kannski að hætta þessu endalausa væli um „þá þarna uppi“, óhóflegan vinnutíma, lélegt kaup og vaxandi völd hjúkrunarfræðinga; en fara þess í stað að axla ábyrgð á eigin hamingju og vellíðan. Óttar Guðmundsson Höfundur er geðlæknir og yfirlæknir á vímuefnadeild geðsviðs Landspítala háskólasjúkrahúss. Læknablaðið 2003/89 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.