Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISMÁL Á K O S N I N G A V ET R I vernd, mæðravernd og annarri þjónustu en það er ekki nauðsynlegt að slík þjónusta sé í boði á öllum læknastöðvum. Þetta er ein leið af mörgum möguleg- um og ágæt sem slík en hún kemur ekki í staðinn fyrir rétt lækna til að reka eigin stofur sem ekki eru skil- yrtar á þennan hátt.“ - Hvaða lærdóm dregur þú af þessari deilu? „Persónulega hefur þetta verið erfitt ástand und- anfarið hálft ár. Fyrir fólk á Suðurnesjum endaði þetta á versta hugsanlega veg, það var sannarlega ekki ætlun okkar með aðgerðunum. Ég tel okkur að flestu leyti búa við gott heilbrigð- iskerfi sem veitir góða þjónustu og er ekki dýrt, þótt ráðamenn haldi hinu gagnstæða fram. En þótt kerfið sé gott er ekki þar með sagt að rétt sé að láta það staðna í viðjum hins opinbera rekstrar. Sovétríkin eru liðin undir lok en heilsugæslan er lokuð inni í sovésku kerfi sem hefur bitnað á framleiðni heimilislækna og nýliðun í faginu er mjög lítil. Ráðuneytið hefur sagt okkur að við getum ekki farið fram á leyfi til stofu- rekstrar vegna þess að það sé tvískipting í heilbrigðis- kerfinu og þess vegna ekki pláss fyrir stofurekstur heimilislækna. Það hefur verið rekið mál alla leið upp í Hæstarétt varðandi þetta. Og dómstólar hafa að nokkru svarað því að ekki sé verið að brjóta sam- keppnislög með því að neita heimilislæknum einum sérgreinalækna um gjaldskrársamning vegna þess að það sé tvískipting í heilbrigðiskerfinu, lögboðin grunn- þjónusta sem heimilislæknar sinna og svo sérgreina- lækningar sem aðrir sérfræðingar sinna. Við höfum spurt á móti hvar þessi tvískipting sé í verki því sér- greinalæknar eru einnig að sinna grunnþjónustu og það er engin stýring í kerfinu. Við því hefur ekkert svar fengist." Ráðherra verður að standa við yfirlýsingu sína - Hvernig finnst þér umræður um heilbrigðismál vera hér á landi? „Það skrifar hver út frá sínum sjónarhól og sjónar- miðin eru ólík og stundum dálítið skrýtin. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að skoðanir séu skiptar, einn- ig meðal lækna. Við höfum sótt menntun okkar til margra landa sem búa við ólík kerfi og höfum þess vegna mismunandi samanburð. En flestallir sérfræð- ingar hafa samanburð við að minnsta kosti eitt erlent land og meta kosti og galla íslenska kerfisins í því ljósi. Hvað framtíðina varðar sé ég fyrir mér að sveigj- anleiki verður að aukast í heilbrigðiskerfinu, einkum innan heilsugæslunnar sem hefur verið bundin á klafa ríkisrekstrar undanfarin ár. Ég vonast eftir því að samvinna okkar við aðra sérfræðilækna verði meiri, til dæmis hvað varðar aðgengi okkar sjúklinga að sérfræðimóttökum sem og innlagnir og rannsókn- ir sem ekki teljast bráðavaktarmál fyrir sjúkrahúsin. Ríkið getur alveg tekið á þessum málum með já- kvæðum hætti án þess að takmarka aðgang fólks að læknum með einhvers konar skyldutilvísanakerfi. Fyrir því er enginn vilji, hvorki hjá okkur heimilis- læknum, öðrum sérfræðingum né almenningi. Hins vegar á ríkið að sjá sér hag í því að fólk fari í ákveðinn farveg í heilbrigðiskerfinu og því er hægt að stýra, til dæmis með því að hafa mismunandi greiðsluþátttöku ríkisins eftir því hvort fólk er með tilvísun frá grunn- þjónustunni eða ekki. I Noregi hafa sérfræðingar sér- taxta sem gildir ef um tilvísun frá heilsugæslulækni er að ræða. Boð og bönn held ég að eigi ekki við í þessu kerfi. Aukin sjúkdómavæðing almennt og gríðarlega aukinn lyfjakostnaður verður einnig að metast í þessu samhengi. Ég held að við læknar verðum einnig að hugsa um það hvernig er hægt að bregðast við aukn- um kostnaði í kerfinu, útgjöld til þessara mála geta ekki vaxið endalaust.“ - Áttu von á því að kosningarnar í vor hafi einhver áhrif á heilbrigðiskerfið? „Ég er ekki haldinn neinni draumsýn um að þess- ar kosningar breyti miklu. Stjórnmálamenn fá gjarn- an upplýsingar um gang mála úr ræðum ráðherra á þingi, frá nefndum á vegum þingsins eða frá embætt- ismönnum kerfisins. Þar er hljómurinn oftast í þá veru að málin séu um það bil að leysast þótt allir sem til þekkja viti að ekkert hefur gerst svo mánuðum skiptir eins og var hjá okkur á Suðurnesjum. En úr því sem komið er verð ég að setja traust mitt á að ráðherra standi við viljayfirlýsingu sína og vinni með FÍH og LÍ að því að auka sveigjanleikann í heilsugæslunni. Þannig aukum við framleiðni í kerf- inu og bætum aðgengi að grunnþjónustunni sem rík- inu er skylt að veita samkvæmt lögum,“ segir Gunnar Þór Jónsson heilsugæslulæknir. Læknablaðið 2003/89 155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.