Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / L/EKNADAGAR 2003 lllt er það allt og bölvað Að framsögu Rollnick lokinni tók við sýnikennsla þar sem hann veitti íslenskum læknum innsýn í sam- talstækni sína með aðstoð sjónvarps og annarra hjálpartækja en þessi tækni nefnist hvatningarviðtöl. Blaðamaður reikaði fljótlega út úr salnum þegar það hófst en bar næst niður á málþingi sem hét því for- vitnilega nafni: Lœknastéttin undir álagi - hvernig gerum við lœkna hamingjusama? Þar voru flutt nokkur erindi og einn ræðumanna var Óttar Guð- mundsson sem flytur sitt mál í ritstjórnargrein þessa tölublaðs. Ég ætla hins vegar að gera hér stuttlega grein fyrir bráðskemmtilegu erindi Magne Nylenna framkvæmdastjóra Norska læknafélagsins um meinta óhamingju lækna. Hann byijaði á að vitna til könnunar sem gerð var árið 2001 á vegum British Medical Journal en hún leiddi í ljós að 57% lækna kváðust vera óhamingju- samir eða mjög óhamingjusamir en einungis 21% sögðust vera hamingjusamir eða mjög hamingjusam- ir. Ástæðurnar fyrir þessum hamingjuskorti eru þær helstar að læknum finnst þeir vinna of mikið fyrir of lítið kaup, þeir njóti ekki stuðnings frá umhverfinu og hafi minna að segja um inntak og skipulag starfs síns en áður. Magni bætti við fleiri þáttum sem hafa grafið und- an stöðu lækna, svo sem aukin skriffinnska, aukin samkeppni frá öðrum heilbrigðisstéttum, breytingar á samskiptum læknis og sjúklings og aukin sérhæfing lækna sem hefur dregið úr samstöðu innan stéttar- innar. Á sama tíma hefur orðið mikil breyting á sam- félaginu, alþjóðavæðingin fer mikinn og gífurlegar framfarir hafa orðið í vísindum, ekki síst læknisfræði. Þverstæðurnar eru margar: á sama tíma og læknavís- indunum fleygir fram blómstra alls kyns hjálækning- ar; heilsufar almennings batnar en lyfjaneysla stór- eykst og nýir og nýir áhættuhópar verða til. Magni tók dæmi af sjálfum sér: Mér líður vel, ég hef góða matarlyst og er ekki nema fimmtugur. Ergó: Ég er í áhættuhópi vegna ristilkrabbameins. Eru þeir þá hamingjusamir? Á þessum óvissutímum þarf læknastéttin að laga sig að nýjum aðstæðum og beita aðferðum sem ekki voru kenndar í læknadeildinni. Þeim var kennt að starfa sjálfstætt en þurfa í síauknum mæli að taka þátt í samstarfi og deila völdum sínum með öðrum; þeim var kennt að líta á sjúklinginn sem einstakling en þurfa nú að taka afstöðu til sjúklingahópa; þeim var kennt að greina sjúkdóma og meðhöndla þá en þurfa nú að fást við lagaflækjur, fjárhagsáætlanir og alls konar ný kerfi. í þessum nýja heimi þurfa læknar að fóta sig og finna sér nýtt jafnvægi. Það gengur að sjálfsögðu mis- vel og sumir bregðast við með því að verða bölsýni og þunglyndi að bráð. Þeir sjá fjandann í hverju horni og finnst allt vera að. En hversu djúpt ristir þessi vanlíð- an? Aftur greip Magni til þess að vitna í niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið meðal lækna og sýna að ekki er allt sem sýnist í þessum efnum. Hann vitnaði til rannsókna þar sem hópar lækna voru spurðir um afstöðu sína til lífsins og starfsins. I einni þeirra kom í ljós að læknar sem spurðir voru um ánægju sína í starfi reyndust talsvert ánægðari árið 2002 en árið 1994. Annar hópur lækna var spurður hvort þeir væru ánægðir með lífið yfirleitt og hjá þeim voru álíka margir frekar eða mjög óánægðir með lífið 1994 og 2002 en hinum sem sögðust vera ánægðir hafði fjölgað marktækt. Loks voru yfir 900 norskir læknar spurðir að því í fyrra hvaða starf þeir myndu velja sér væru þeir ungir á ný og þá sögðust tveir af hverjum þremur myndu velja læknisstarfið. Af þessum orðum Magna Nylenna má draga þá ályktun að læknum er ekki eins leitt og þeir láta. Það sannaðist líka á árshátíð LR sem fram fór að vanda í lok læknadaga. Þeir virtust skemmta sér konunglega og höfðu í frammi margháttuð tónlistaratriði sem ekki bentu til þess að þunglyndi sé útbreitt í stéttinni. Stephen Rollnick messar yfir íslenskum lœknum, eða eigum við að segja: leiðir þá í allan sannleikann. Læknablaðið 2003/89 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.