Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BÆKUR Umfjöllun um bók Sjálfsvíg persónulegt og félagslegt vandamál Nýlega barst mér bókin Selvmord - et personlig og samfunnsmessig problem eftir Nils Retterstöl, Övind Ekeberg og Lars Mehlum (1). Þetta er í raun sjötta útgáfa af bók Retterstöls, Selvmord, sem kom fyrst út 1970 og sú sjöunda ef með er talin ensk útgáfa frá 1993. Sjálfsvíg eru alls staðar mikið vandamál. Talið er að um 800.000 manns falli árlega í veröldinni fyrir eigin hendi sem eru álíka margir og farast í umferðar- slysum. Hér á landi dóu að meðaltali 31,6 manns ár- lega á árabilinu 1996-2000, en samtals hafa hátt í 1300 íslendingar fallið fyrir eigin hendi síðan 1950, mun fleiri en fórust í umferðarslysum. Þennan tíma hefur sjálfsmorðstíðnin hér verið nokkurn veginn óbreytt, um 11 á hverja 100.000 íbúa, en þó sveiflast aðeins (2). Á árunum 1998-2002 létust hins vegar að meðal- tali 26,6 manns á ári í umferðarslysum. Miðað við önnur Norðurlönd er tíðni sjálfsvíga lægst á íslandi, en er þó of mikil, sérstaklega af því að oft er um að ræða ungt fólk. Því hafa landlæknir og heilbrigðisráðuneytið nýlega ýtt miklu forvarnar- átaki úr vör. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur mjög hvatt til slíkra aðgerða og voru Finnar og Norðmenn einna fyrstir til að skipuleggja þær upp úr 1990, enda sjálfsvígstíðnin á Norðurlöndum hæst í Finnlandi, en næst lægst í Noregi. Þar er hins vegar ötull baráttumaður, prófessor Nils Retterstöl, sem hefur unnið að sjálfsvígsrann- sóknum í nálægt 50 ár og meðal annars verið formað- ur í Alþjóðasamtökum til að koma í veg fyrir sjálfs- víg. Hann hefur mjög yfirgripsmikla þekkingu á öll- um hliðum vandans eins og bók þeirra félaga ber með sér. Bókin skiptist í 24 kafla auk inngangs. Eftir að rætt hefur verið um skýrgreiningar er fjallað um sjálfsvíg frá menningarsögulegu sjónarhorni og hvernig sjálfsvíg og sjálfsvígshugsanir birtast í list. Faraldsfræði sjálfsvíga eru gerð ítarleg skil í næstu sjö köflum. Þar kemur meðal annars fram að tíðni sjálfs- víga hefur verið í hámarki á mismunandi tímum á hinum Norðurlöndunum, 1970 í Svíþjóð, 1980 í Dan- mörku, 1988 í Noregi og 1990 í Finnlandi og farið lækkandi síðan, mest í Danmörku þrátt fyrir að ekki var komið á skipulegu forvarnarstarfi þar eins og í hinum löndunum fyrr en á árinu 2001. I Noregi fór tíðnin lækkandi fram til 1995, er hún var orðin svipuð og 1980, en hefur staðið í stað síðan. í næstu köflum er fjallað um tengsl sjálfsvíga við misnotkun áfengis og annarra vímuefna, tengsl við geð- og líkamlega sjúkdóma, geðræna þætti sem tengjast sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum, sjálfsvígs- aðferðir, hvernig skuli meta hættu á sjálfsvígi og mis- skilning fólks á ýmsu sem varðar sjálfsvíg. Síðustu sex kaflarnir fjalla um meðferð þegar sjálfsvíg eða tilraun til slíks er yfirvofandi, aðstoð við þá sem eftir lifa, hvernig þeim sem gera sjálfsvígstil- raun reiðir af og hvaða afleiðingar slíkar tilraunir hafa fyrir fólk seinna meir. Næst síðasti kafli bókarinnar fjallar um líknardráp og lýkur með áherslu á að læknir megi aldrei valda dauða með vilja. Lokakaflinn er að sjálfsögðu um forvarnaraðgerð- ir, sögu þeirra og þróun. Nauðsynlegt er að beita margþættum aðgerðum, sérstaklega til að bæta geð- heilsu fólks, oft langtíma aðgerðum sem beinast að því að styrkja persónuleika barna og ungmenna svo að þau geti betur tekist á við erfiðleika sem kunna að mæta þeim. Draga þarf úr þessum erfiðleikum að svo miklu leyti sem ekki er hægt að koma í veg fyrir þá. Hefta þarf aðgengi að banvænum tækjum og efnum og stöðva misnotkun áfengis og annarra vímuefna. Nauðsynlegt er að efla geðheilbrigðisþjónustuna, bæta og auka meðferð þeirra sem eru með geðraskan- ir og tryggja stuðning og eftirmeðferð fyrir þá sem gert hafa sjálfsvígstilraunir og kenna heilbrigðisstarfs- fólki að meta hverjir eru í sjálfsvígshættu. Af gefnu tilefni er nauðsynlegt að minna á að betra er að ofmeta hættuna en vanmeta. Jafnframt er ástæða til að minna á að hlutverk Iækna er að koma í veg fyrir sjúkdóma og ótímabæran dauða, bæta líðan og stuðla að bættum heilsutengdum lífsgæðum sjúk- linganna, það er að gæða árin lífi og ekki aðeins að bæta árum við lífið. í lok kaflans er skýrt stuttlega frá forvarnaraðgerð- um heilbrigðisyfirvalda í Noregi. Það eru margar leið- ir til þess að koma í veg fyrir sjálfsvíg vegna þess að orsakaþættirnir eru margvíslegir og verka saman með mismunandi hætti. Þess vegna og með því að sjálfsvíg eru sjaldgæfir viðburðir, þótt þau séu alltof mörg, er erfitt að meta árangur forvarnaraðgerða. Þó að erfitt sé að meta árangurinn megum við ekki sitja með hendur í skauti og hafast ekki að. Nú þegar er vitað um fjölmargt sem betur má gera til að bjarga lífi og gera það bærilegra. Allir sem hafa áhuga á slíku ættu að lesa bók Retterstöls og félaga hans. 1. Retterstöl N, Ekeberg Ö, Mehlum L. Selvmord - et personlig og samfunnsmessig problem. Oslo: Gyldendal Akademisk; 2002. ISBN 82-05-28077-0.351 blaðsíður. Verð: 375 nkr. 2. Bjamason T, Pórlindsson Þ. Trends in Icelandic suicide rates 1951-1990. Arctic Medical Research 1994; 53 (Suppl. 2); 534-6. Nih. ftutit'rstol,0ivind tkeberg og Lors Mehlum Selvmord - et pertonlig og samfunnsmesslg problem Kápa bókarinnar Selvmord - et personlig og samfunns- messig problem. Tómas Helgason Læknablaðið 2003/89 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.