Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADAGAR 2003 Álitshnekkir lækna Vilhelmína Haraldsdóttir fjallaði um efnið af sjónar- hóli sjúkrahúslækna en þar er ekki síður þörf á að hafa eftirlit með lyfjagjöf og lyfjaneyslu sjúklinga. Hún kvartaði undan skorti á rannsóknum á þessu sviði hér á landi og vitnaði í bandarískar rannsóknir sem sýna að fjórar milljónir manna þar í landi ofnota lyfseðilsskyld lyf. Mest er ofnotkunin á verkjalyfjum. Þeir sem ofnota lyf eru á öllum aldri og af báðum kynjum, vandinn er hlutfallslega meiri hjá eldra fólki en aukningin mest meðal þeirra yngri. Þcim fjölgar sem leita á bráðamóttökur vegna ofnotkunar lyfseð- ilsskyldra lyfja. Vilhelmína lýsti eftirlitskerfinu sem hér er við lýði og sagði það heldur þunglamalegt, það væri eiginlega réttara að kalla það vesen en eftirlit. Hún sagði að ef það ætti að virka þyrfti það að vera rafrænt, fljótvirkt og öruggt. Þá lýsti hún eftir breytingum og sagði hér sárlega vanta rafræna sjúkraskrá. Einar Axelsson læknir á Vogi greindi frá því að árlega væru komur á Vog 2400 talsins. Þar eiga í hlut 1800 einstaklingar og af þeim eiga um 400 í vanda með læknadóp. Sérstaka athygli vekti að 30 ópíum- fíklar væru í viðhaldsmeðferð en samt er ekkert her- óín í umferð á götunni. Þessi fíklar fá sitt dóp fyrst og fremst hjá læknum í formi verkjalyfja. Einar hvatti lækna til þess að vera á varðbergi gagnvart fíklum. Nauðsynlegt væri að halda uppi virkara eftirliti með læknum og hann vitnaði til leið- beininga frá bandarískum vímuefnalæknum um hættumerki sem greina mætti hjá læknum sem ættu í vanda. Hann hvatti lækna til þess að líta til hver með öðrum, að öðrum kosti kæmi það í hlut réttarkerfis- ins að sinna eftirlitinu og slíkt væri stéttinni til álits- hnekkis. Tvenns konar sjúklingar Margrét Georgsdóttir var fulltrúi heimilislækna sem oftast er rætt um þegar læknadóp ber á góma. Hún sagði stöðu heilsugæslulækna vera þá að skipta mætti sjúklingum þeirra í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem eru skráðir hjá viðkomandi lækni. Þar eru sam- skipti yfirleitt góð, læknir þekkir sjúklinginn og hefur allar upplýsingar um hann í sjúkraskrá. Öðru máli gegnir um þá sjúklinga sem læknirinn sinnir þegar hann gegnir afleysingum eða er á vakt. Þá þekkir hann ekki og hefur litlar sem engar upplýsingar um þá, verður iðulega að reiða sig á þeirra eigin upp- lýsingar um fyrri meðferð og lyfjagjöf. Margrét skipti þeim sem leita eftir fíknilyfjum frá læknum í tvo hópa, annars vegar eru það fíklamir sjálfir og hins vegar þeir sem selja lyf en þeim síðar- nefndu hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Hún nefndi dæmi um sölumann sem upp komst um árið 2001 en sá hafði á sjöttu milljón króna í ársveltu af því að selja fíklum contalgin sem hann fékk hjá læknum. Á hálfu ári hafði hann sótt 29 lyfjaafgreiðsl- Fylgst með afathygli á ur til 14 lækna, þar af hafði fastur heimilislæknir Lœknadögum. mannsins afgreitt hann átta sinnum á 25 daga fresti og látið hann í hvert sinn fá 50 töflur, 30 mg. Læknir- inn hélt að hann væri sá eini sem stundaði manninn en á sama tíma var hann skráður hjá þremur eða fjór- um öðrum heimilislæknum og leitaði eftir lyfjaaf- greiðslum á svæðinu frá Borgarnesi til Grindavíkur. Margrét sagði fleiri ámóta sögur og hélt því fram að allt of mikið læknadóp væri í umferð hér á landi. Það væri íslenskri læknastétt til skammar. Hún lagði til að læknar tækju upp þann sið að vísa allri meðferð ávanabindandi lyfja til fasts heimilislæknis, meðferð- arlæknis eða geðdeildar. Þegar læknir fær til sín sjúk- ling sem hann þekkir ekki og meðferðarlæknir er vant við látinn á heimilislæknirinn einungis að skrifa út lyf til eins eða tveggja daga. Hann á ekki að taka að sér meðferðina heldur bjarga málum í stuttan tíma og senda viðkomandi læknum upplýsingar um út- gefna lyfseðla. Ýmis fleiri heilræði hafði Margrét á takteinum sem of langt mál yrði að rekja hér en lokorð hennar voru þessi: „Læknar, hugsið til sjúklinganna eins og til barna ykkar eða foreldra. Gerið sömu kröfur til ykkar í lyfjagjöf sjúklinganna og þið viljið að gildi fyrir fjölskyldumeðlimi ykkar. Við viljum ekki að aðrir læknar geri börn okkar að fíklum og venji þau á vímugjafa eða læknadóp.“ Er búið að sprauta hann? Síðasti málshefjandi á þessu fróðlega málþingi var Haukur Valdimarsson aðstoðarlandlæknir og fjallaði hann um hlutverk embættisins í eftirliti með lyfjaávís- unum lækna. Hann sagði það erfiðleikum bundið að túlka tölur um lyfjaávísanir lækna. Þeir sem ávísuðu mestu af verkjalyfjum væru ekki endilega að útvega fíklum læknadóp heldur væri eins líklegt að þeir væru með erfiða krabbameinssjúklinga í meðferð. Hann tók undir með þeim sem höfðu kvartað und- an lélegu upplýsingastreymi um lyfjaávísanir og greindi Læknablaðið 2003/89 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.