Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / GREINING HÁÞRÝSTINGS eru líkur á raunverulegum háþrýstingi (langtímahlé- bilsþrýstingur >100 mm Hg) 0,23 ef upphafsþrýsting- ur í hlébili var á bilinu 100-104 mm Hg (mynd 2). Með því að lengja eftirfylgni í þrjá mánuði, nota með- alþrýsting og taka eingöngu tiliit til þeirra sem hafa lítinn breytileika í eigin blóðþrýstingi (FSBÞ <3,1), eykst forspárgildið með tilliti til raunverulegs há- þrýstings í 0,4 (upphafsþrýstingur á bilinu 100-104 í hlébili). Sjá má á mynd 2 að þeim mun hærri sem upphafsblóðþrýstingurinn er, því meiri líkur eru á að langtímaþrýstingurinn verði >100 mm Hg. Hins veg- ar eru líkurnar aldrei hærri en 0,4 ef beitt er þeim vinnuaðferðum sem lfklegt er að séu algengar núna (3, 4) og verða aldrei hærri en 0,7 fyrir þá sem hafa lítinn breytileika í eigin blóðþrýstingi og meðalþrýst- ing í upphafi 112 mm Hg eða meira. Umræða Greining háþrýstings er ábyrgðarhluti sem oftast leiðir til ævilangrar lyfjameðhöndlunar. Hluti vand- ans við flokkun og greiningu á rætur að rekja til þess að blóðþrýstingur er samfelld breyta og að til staðar er talsverður breytileiki hjá hverjum og einum. Klín- ískar leiðbeiningar benda læknum á að fara sér hægt við greiningu og helsta ástæða þessa er sú skoðun að þetta muni koma í veg fyrir ofgreiningu þeirra sem raunverulega hafa eðlilegan þrýsting og því sé hægt að koma í veg fyrir óþarfa lyfjameðferð. Þó til séu rannsóknir sem benda til þess að útgáfa klínískra leiðbeininga geti breytt hegðun lækna (8), eru til margar rannsóknir sem benda til hins gagn- stæða hvað varðar blóðþrýsting (9) og aðra sjúkdóma (10) enda er leiðbeiningaflóran æði fjölbreytt og reyndar fæstar klínískar leiðbeiningar aðgengilegar eða auðveldar í notkun. Því verður að telja líklegast að flestir þeir er nú teljast hafa háþrýsting hafi fengið þá greiningu (og verið í framhaldi meðhöndlaðir með lyfjum) eftir einungis tvær til þrjár mælingar á blóðþrýstingi hjá lækni (3,4). Þetta er reyndar nokkuð sambærilegt við það hvernig valið var inn í MRC rannsóknina á væg- um háþrýstingi (6). Þó svo að MRC rannsóknin sýndi fram á tölfræðilegan ávinning af meðhöndlun há- þrýstings með lyfjum þá þurfti að meðhöndla geysi- legan fjölda fólks til þess að koma í veg fyrir eitt heilablóðfall, eða um 850 manns (number needed to treat eða NNT = 850). Nýrri rannsóknir hafa reyndar bent til talsvert meiri ávinnings af meðhöndlun há- þrýstings og sömuleiðis hefur verið reiknað út að hefði valið verið gert með nákvæmari hætti hefði mátt lækka umrædda NNT tölu í MRC rannsókninni (11) . Það er því augljóslega þörf einfaldra úrræða sem bætt geta öryggi greiningar háþrýstings. Sú úrvinnsla sem hér birtist metur ágæti núver- andi vinnubragða lækna með skoðun á lyfleysuhluta MRC rannsóknarinnar. Við komumst að þeirri nið- urstöðu að vinnubrögðin leiði til ónákvæmni í grein- ingu háþrýstings og því hugsanlega til minni ávinn- ings af meðhöndlun en efni standa til, bæði fyrir ein- staklinginn og samfélagið. Þannig (fyrir meðferðar- skilmerki >100 mm Hg í hlébili) velja núverandi klín- ískar vinnuaðferðir ekki einungis of stóran hluta þjóð- félagsins til meðferðar (10-12% ofgreining - sjá töflu), heldur flokkar þessi aðferð ranglega allt að 69% ein- staklinga (mynd 1). Rannsóknir hafa bent til þess að blóðþrýstingur hóps sem fylgt er eftir muni ekki breytast verulega eftir þriggja til fjögurra mánaða eftirfylgni (12), eða eftir sex einstakar heimsóknir (13). Klínískar leið- beiningar (1,2) eru ekki mjög skýrar um hversu lengi á að fylgja eftir og eftirfylgni lengur en í sex mánuði er að okkar mati fulllöng og hætta á að fólk detti úr eftirliti. Niðurstöðurnar sem kynntar eru hér benda til þess að fullnægjandi sé að heimsækja lækni átta sinnum á þriggja mánaða tímabili og notast við meðalblóðþrýsting þriggja síðustu heimsóknanna til að taka ákvörðun um meðhöndlun. Þetta mun velja hóp af svipaðri stærð og væri hópi fólks fylgt eftir í eitt ár (sjá töflu). Hér er einnig verið að leggja til að horft sé framhjá fyrstu mælingunum en smækkun hópsins sem velst til meðferðar með lengri eftirfylgni má líklega rekja til meðaltalsaðhvarfs (regression to the mean) og ekki síður aðlögunar einstaklinga að endurteknum mælingum (habituation to repeated measurement). Þó að líklegt sé að frekari minnihátt- ar breytingar á stærð hópsins verði með lengri eftir- fylgni (og séu óumflýjanlegar), er ólíklegt að þetta hafi verulega klíníska þýðingu. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þótt hlutfall hópsins sem velst til meðferðar sé hið sama eftir þrjá mánuði og eftir eitt ár þá erum við ekki að velja sömu einstaklingana til meðferðar á hverjum tíma. Þannig er nákvæmni greiningarinnar sam- kvæmt núverandi vinnubrögðum, og ef miðað er við upphafshlébilsþrýsting >100 mm Hg, einungis 31% (69% einstaklinganna ekki raunverulega með há- þrýsting, sjá mynd 1). Nákvæmni greiningar háþrýst- ings hjá læknum er líklega í raun og veru enn verri en hér kemur fram, þar sem í MRC rannsókninni var notast við sérþjálfaða rannsóknarmenn og Hawksley Random Zero blóðþrýstingsmæla. Því voru skekkjur tengdar tækni (technique related errors) og mælanda sjálfum (observer bias) í lágmarki. Ennfremur er blóðþrýstingurinn í gagnagrunninum sem við notuð- um sem nálgun fyrir núverandi vinnubrögð í raun fimmta heimsóknin í MRC rannsókninni en ekki sú þriðja. Tillaga okkar um að draga greiningu í þrjá mánuði eykur verulega öryggi greiningarinnar (um allt að 18%) en nákvæmnin var ennfremur slæm, til dæmis fyrir þá sem voru í upphafi með hlébilsþrýst- ing >100 mm Hg (mynd 1). Rannsóknarhópurinn í MRC rannsókninni var valinn á grundvelli þess að blóðþrýstingur þeirra væri hærri en meðalþrýstingur 108 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.