Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2003, Page 58

Læknablaðið - 15.02.2003, Page 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐBÓTARSAMNINGUR UM VERNDUN M AN N R ÉTTI N DA ... Fimmtánda grein (Brottnám frumna úr lifandi gjafa) I lögum má ákveða, að ákvæði fjórtándu greinar, ann- arrar málsgreinar, stafliða ii og iii skuli ekki gilda um frumur, að því leyti sem brottnámið felur aðeins í sér minniháttar áhættu og minniháttar byrði fyrir gjafann. Fjórði kafli - Brottnám líffæra og vefja úr látnu fóiki Sextánda grein (Staðfesting andláts) Líffæri eða vefi skal ekki nema brott úr líkama látins einstaklings, nema andlát hans hafi verið staðfest í samræmi við lög. Læknarnir, sem staðfesta dauða einstaklings, skulu vera aðrir en þeir, sem beina aðild eiga að brottnámi líffæra eða vefja úr hinum látna einstaklingi eða taka þátt í áframhaldandi flutningi á þeim eða ábyrgð bera á meðferð mögulegs líffæris- eða vefjaþega. Sautjánda grein (Samþykki og leyfi) Líffæri eða vefi skal ekki nema brott úr líkama látins einstaklings, nema aflað hafi verið samþykkis eða leyfis, sem krafizt er í lögum. Brottnámið skal ekki fara fram, hafi hinn látni mótmælt því. Atjánda grein (Virðing fyrir mannslíkamanum) Meðan á brottnámi stendur skal meðhöndla manns- líkamann með virðingu og allar réttmætar ráðstafanir gerðar, til þess að koma útliti líksins tii fyrra horfs. Nítjánda grein (Stuðlað að því að líffæri og vefir séu gefin) Aðilar skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir, til þess að stuðla að því, að líffæri og vefir séu gefin. Fimmti kafli - ígræðsla líffæris og vefjar sem numin eru brott í öðrum tilgangi en að gefa þau til ígræðslu Tuttugasta grein (ígræðsla líffæris eða vefjar sem num- in eru brott í öðrum tilgangi en að gefa þau til ígræðslu) 1. Þegar líffæri eða vefur eru numin brott, meðan á ílilutun stendur, í öðrum tilgangi en þeim, að gefa þá til ígræðslu, má því aðeins græða þau í, að af- leiðingarnar og hugsanleg áhætta hafi verið skýrð fyrir þeim einstaklingi og að aflað hafi verið sam- þykkis hans eða hennar eða viðeigandi leyfis, ef um einstakling er að ræða, sem ekki er hæfur til að veita samþykki. 2. Öll ákvæði Viðbótarsamnings þessa gilda um að- stæður, sem vísað er til í fyrstu málsgrein, nema þau sem eru í þriðja og fjórða kafla. Sjötti kafli - Bann við fjárhagslegum ágóða Tuttugasta og fyrsta grein (Bann við fjárhagslegum ágóða) 1. Mannslíkaminn og hlutar hans skulu ekki vera uppspretta fjárhagslegs ágóða eða sambærilegs hagræðis. Fyrrnefnt ákvæði skal ekki koma í veg fyrir greiðsl- ur, sem ekki eru fjárhagslegur ágóði eða sambærilegt hagræði, sérstaklega: - bætur til lifandi gjafa fyrir tekjumissi og hvem annan réttlætanlegan kostnað, sem hlýzt af brottnáminu eða læknisfræðilegum athugun- um tengdum því; - greiðslu réttlætanlegrar upphæðar fyrir rétt- mæta læknisfræðilega og skylda tæknilega þjónustu í tengslum við flutninginn; - bætur ef ótilhlýðilegt tjón hlýzt af brottnámi líffæra og vefja úr lifandi mannverum. 2. Bannaðar skulu auglýsingar um að þörf sé fyrir líffæri eða vefi eða að þau séu tiltæk, með það fyrir augum að bjóða fram eða leita eftir fjárhagslegum ágóða eða sambærilegu hagræði. Tuttugasta og önnur grein (Bann við óheiðarlegri kaupmennsku með líffæri og vefi) Óheiðarleg kaupmennska með líffæri og vefi skal bönnuð. Sjöundi kafli - Trúnaður Tuttugasta og þriðja grein (Trúnaður) 1. Öll persónuleg gögn er tengjast mannverunni, sem líffæri eða vefir hafa verið numin úr, svo og þau sem tengjast þeganum, skulu metin sem trún- aðarmál. Slíkum gögnum má aðeins safna, úr þeim vinna eða miðla, að fylgt sé reglum um trún- að í starfi og vernd persónuupplýsinga. 2. Ákvæðin í fyrstu málsgrein skal túlka, án þess að skert séu ákvæðin, sem með viðeigandi aðgæzlu gera kleifa söfnun, úrvinnslu og miðlun nauðsyn- legra upplýsinga um mannveruna, sem líffæri eða vefir hafa verið tekin úr eða um þega líffæris eða vefjar, að svo miklu leyti sem það er nauðsynlegt í læknisfræðilegum tilgangi, þar með talið að hægt sé að rekja líffærin og vefina, svo sem mælt er fyrir um í þriðju grein Viðbótarsamnings þessa. Áttundi kafli - Brot gegn ákvæðum Viðbótarsamningsins Tuttugasta og fjórða grein (Brot gegn réttindum eða meginreglum) Aðilar skulu sjá fyrir viðeigandi réttarvernd, til þess skjótlega að koma í veg fyrir eða stöðva ólögmæt brot á réttindunum og meginreglunum, sem sett eru fram í Viðbótarsamningi þessum. Tuttugasta og fimmta grein (Bætur fyrir ótilhlýðilegt tjón) Sú mannvera, sem orðið hefir fyrir ótilhlýðilegu tjóni vegna aðgerða við flutning, á rétt á sanngjörnum bót- um samkvæmt þeim skilyrðum og á þann hátt, sem lög mæla fyrir um. 150 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.