Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / AFSLÁTTARKORT Jafnframt segir í markmiði 17 í tillögu til þingsálykt- unar um íslenska heilbrigðisáætlun frá 1988 (3) og í kafla 4.2. í nýlegri heilbrigðisáætlun til ársins 2010 (4) að þegnar samfélagsins skuli hafa „jafnan aðgang” eða „auðvelt og sem jafnast” aðgengi að heilbrigðis- þjónustu. Engu að síður hefur þátttaka sjúklinga í kostnaði heilbrigðisþjónustunnar hérlendis og í öðr- um löndum Vestur-Evrópu aukist á undanförnum ár- um (5, 6). F-ví hafa vaknað spurningar um hvort að- gangur að heilbrigðisþjónustunni sé í reynd jafn eða (í vaxandi mæli) ójafn. Niðurstöður nýlegra erlendra rannsókna benda til nokkurs ójöfnuðar í aðgengi hópa að þjónustu, jafnvel í félagslegu heilbrigðiskerf- unum (7). Þá benda aðrar rannsóknir til að aukin kostnaðarhlutdeild sjúklinga og lakari trygginga- staða fækki læknaheimsóknum og spítalainnlögnum, og auki líkur á frestun eða niðurfellingu heimsóknar til læknis þó svo að þörf sé talin á heimsókninni (8- 11). Nýleg innlend rannsókn á grundvelli landskönn- unar sem framkvæmd var í samstarfi Háskóla íslands og Landlæknisembættisins leiddi í ljós að kostnaður var önnur algengasta ástæða frestana einstaklinga á læknisþjónustu sem þeir töldu þörf á (31% frestana), næst á eftir verkefnabindingu (það er, að hafa ekki tíma til að leita læknis vegna annarra verkefna) (45% frestana). I sömu rannsókn kom í ljós að það var einkum yngra fólk (18-24 ára), einhleypir og fráskild- ir, og tekjulágt fólk sem frestaði eða felldi niður ferð til læknis af kostnaðarástæðum (12). I samræmi við ákvæði heilbrigðisþjónustulaga og heilbrigðisáætlana um auðvelt og sem jafnast aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu hafa íslensk stjórn- völd um árabil leitast við að halda niðri og jafna kostn- að sjúklinga vegna læknisþjónustu með útgáfu af- sláttarkorts (afsláttarskírteinis) er veitir sjúklingum afslátt af komugjöldum. Samkvæmt reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðis- þjónustu (13) eiga sjúklingar rétt á afsláttarkorti þeg- ar samanlögð komugjöld þeirra frá upphafi árs hafa náð tilteknum mörkum. Almenn mörk afsláttarkorta hækkuðu þann 1. júlí 2001 úr 12.000 krónum í 18.000 krónur. Með framvísun afsláttarkorts lækka almenn gjöld sjúklinga í hverri komu og verða sambærileg við gjöld aldraðra og öryrkja án afsláttar. (Sérstakar regl- ur gilda um afsláttarkort aldraðra, öryrkja og barna.) Þá geta sjúklingar fengið afturvirka endurgreiðslu frá Tryggingastofnun á samanlögðum komugjöldum um- fram viðmiðunarmörkin, þótt þeir hafi ekki haft af- sláttarkort, en sú endurgreiðsla nemur þó aðeins 2/3 af endurgreiðslu samkvæmt afsláttarkorti (14). Lítið er vitað um nýtingu afsláttarkortsins hér- lendis eða áhrif þess á notkun læknisþjónustu. Upp- lýsingar frá Tryggingastofnun ríkisins benda þó til slakrar nýtingar kortsins. Á árinu 1998 nam endur- greiðsla stofnunarinnar vegna afsláttarkortsins að- eins 83 milljónum, lækkaði í 63 milljónir árið 2000, en fór í 75 milljónir 2001 (15). í nýlegri rannsókn Rúnars Vilhjálmssonar og fleiri á aðgengi fullorðinna íslend- inga að læknisþjónustu kom í ljós að þeir sem höfðu afsláttarkort undir höndum frestuðu síður ferð til læknis en aðrir (16). Að því marki sem menn hafa af- sláttarkortið undir höndum virðist það virka í þá átt sem stjórnvöld gera ráð fyrir. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna í hvaða mæli fullorðnir fslendingar hefðu uppsöfnuð komugjöld vegna læknisþjónustu yfir viðmiðunar- mörkum afsláttarkorts, hve margir hefðu afsláttar- kort, og hve margir ættu rétt á afsláttarkorti en hefðu ekki. Athygli var sérstaklega beint að muni á komu- gjöldum og nýtingu afsláttarkorts eftir þjóðfélags- hópum. Efniviður og aðferðir Rannsóknin er byggð á gögnum úr heilbrigðiskönn- ununum Heilbrigði og lífskjör íslendinga I og II. Fyrri könnunin fór fram á tímabilinu frá september til nóvember árið 1998 og sú síðari á sama tíma ári síðar (12). Kannanirnar fóru fram undir stjórn dr. Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors, í samstarfi við Olaf Olafsson, fyrrverandi landlækni, dr. Jóhann Á. Sigurðsson, prófessor, og dr. Tryggva Þór Herberts- son, dósent. Þátttakendur voru íslenskir ríkisborgar- ar, búsettir á íslandi, á aldrinum 18-75 ára sem voru valdir með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. Fram- kvæmd kannananna byggðist á svonefndri heildarað- ferð (Total Design Method), er tekur til hönnunar spurningalista, bréfa og umslaga, og útsendingar og innheimtu spurningalista. Aðferðin hefur reynst mun betri en eldri aðferðir og hafa heimtur almennt verið góðar (12,17-20). Alls skiluðu 1924 útfylltum spurningalista í fyrri könnuninni og voru heimtur í heild 69%. 1592 (83%) af svarendum fyrri könnunarinnar svöruðu einnig þeirri síðari. Lýðfræðileg samsetning svarendahóps og þýðis reyndist mjög áþekk sem bendir til þess að svarendahópurinn endurspegli þýðið almennt vel. Svörun var þó hærri meðal kvenna en karla, og íbúa á landsbyggðinni en íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Svör þátttakenda voru því vegin eftir búsetu og kyn- ferði svo svarendahópurinn endurspeglaði þýðið bet- ur (17). Tölvunefnd (nú Persónuvernd) og Vísinda- siðanefnd veittu leyfi fyrir framkvæmd kannananna. Háðar breytur rannsóknarinnar varða afsláttar- kort og uppsöfnuð komugjöld og byggja á eftirfar- andi spurningum sem lagðar voru fyrir í seinni könn- uninni (1999): Hefurþúfengið afsláttarkonfrá Trygg- ingastofnun vegna kostnaðar við notkun þína á lœkn- isþjónustu áþessu ári (1999)? (já, nei). Hver áœtlarþú að hafi verið kostnaður vegna notkunar þinnar á lœknisþjónustu það sem afer þessu ári (1999)? Útfrá svörum við seinni spurningunni var greint milli þeirra sem safnað höfðu upp komugjöldum sem gáfu rétt á afsláttarkorti á þeim tíma er könnunin fór fram 388 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.