Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 11
a RITSTJÓRNARGREINAR Nýtt segavarnarlyf eftir 50 ár Sportiflll rannsóknin Vestur-íslendingar ræktuðu steinsmára til jarðbóta um næstsíðustu aldamót eins og sumir landar nota lúpínu nú til dags. Sumir settu smárann í súrhey, gáfu hann nautpeningi og uppskáru blæðingar í skepnun- um. Orsökin reyndist vera lækkun á próthrombíni vegna myndunar dicoumaróls í súrheyinu. Þetta leiddi til framleiðslu warfarins í rannsóknarstofu eftir lok síðari heimsstyijaldar og var það notað til að út- rýma nagdýrum. Skömmu síðar sannaði náungi nokkur ágæti efnisins til blóðþynningar þegar hann reyndi að fyrirfara sér með því að taka inn risa- skammt af efninu. Síðustu hálfa öld hafa íslendingar fengið fyrst dicoumaról og síðan warfarin í síauknum mæli til blóðsegavarna gegn heilaslögum og alls kon- ar segareki í kjölfar ýmissa sjúkdóma. Warfarin hemur áhrif K-vítamíns í lifur og kemur þannig í veg fyrir framleiðslu ýmissa storkuþátta. Það tekur þrjá til fimm daga að ná fullum áhrifum og þau hverfa á jafnlöngum tíma. Skammtar eru mjög ein- staklingsbundnir, mæla þarf áhrifin jafnaðarlega og fjöldi lyfja hefur milliverkanir við lyfið. Blæðingar vegna þess eru tíðar og ósjaldan alvarlegar, jafnvel banvænar, og loks getur warfarin valdið fósturvan- skapnaði eða dauða. Ekki mundi nýtt lyf með þvílíka eiginleika fást skráð á bækur lyfjayfirvalda nú til dags. Það var því með miklum létti að við læknar á Landspítala þáðum að taka þátt í rannsókn á nýju segavarnarlyfi, ximelagatran, sem lofað hafði góðu í rannsóknum á sjúklingum með bláæðabólgur og eftir bæklunarskurðaðgerðir (METHRO II) (1). Ximelagatran umbrýst eftir inntöku í melagatran sem er beinn thrombín hemill, umbrotnar sjálft ekki neitt og útskilst að mestu í nýrum. Það hefur því eng- ar þekktar milliverkanir við önnur lyf og munur á áhrifamætti milli einstaklinga er aðeins 10-20%. Rannsóknarspumingin í SPORTIF III er: Getur ximelagatran fækkað öllum heilaslögum og segareki til jafns við warfarin hjá sjúklingum með gáttatif? Auk þess var gætt að tíðni ýmissa annarra áfalla og að sjálfsögðu blæðinga. Rannsóknin er fjölþjóða, handahófsröðuð, opin með blinduðu mati á enda- punktum en tvíblind í Bandaríkunum og Kanada og nefnist þar SPORTIF V. Þátttakendur urðu að hafa staðfest gáttatif tvisvar árið fyrir skráningu í rann- sóknina og auk þess einn áhættuþátt fyrir heilaslagi. Þeir urðu 3407, þar af 28 á Landspítala, og var fylgt eftir í 17 mánuði að meðaltali. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að 40 (1,6% árlega) fengu heilaáfall eða annað segarek ef þeim var úthlutað ximelagatran en 56 (2,3% ár- lega) ef þeir áttu að taka warfarin (intention to treat). Ef aðeins eru teknir þeir sem fylgdu upphaflegri áætl- un (on treatment) eru tölurnar fyrir ximelagatran 29 (1,3% árlega) og 52 (2,2% árlega) fyrir warfarin, marktækur munur, p gildi=0,018. Færri fengu blæðingar af einhverju tagi í ximela- gatran hópnum, 25,5% á móti 29,5% hjá hinum, p gildi = 0,007, en tíðni alvarlegra blæðinga var svipuð hjá báðum. Undanfarinn áratug hefur okkur læknum verið ljós hættan á heilaáföllum og segareki hjá fólki með gáttatif. Sú hætta hefur verið því háskalegri sem sjúk- lingarnir hafa verið eldri og veikari, en einmitt þeim sem áttu erfiðara með að koma reglulega til eftirlits var hættara við að ruglast í inntöku segavarnarlyfja og máttu þar með frekar búast við blæðingum. Þess vegna létum við stundum duga að gefa þannig sjúk- lingum acetýlsalicýlsýru, vissulega með vondri sam- visku, vitandi að warfarin væri betra, en hvorki væri hægt að treysta lyfjatöku né eftirliti með blóðmæling- um. Árni Kristinsson Loks er komið nýtt segavamarlyf sem er að minnsta kosti jafngott og lrklegast betra en warfarin. Það krefst ekki reglulegra blóðmælinga, engra skammtabreytinga og veldur færri blæðingum. Allir taka sama skammt, ungir sem aldnir, magrir sem miklir. Þetta er gleðiefni fyrir alla gáttatifssjúklinga, sérstaklega þá sem mest þurfa á virkri segavöm að halda, en hafa ekki fengið hana vegna þess hve notkun warfarins er vandasöm. Heimildir 1. Eriksson BI. Bergqvist D. Kiilebo P, Dahl OE, Lindbratt S, Bylock A, et al. Ximelagatran and melagatran compared with dalteparin for prevention of venous thromboembolism after total hip or knee replacepment: the METHROII randomised trial. Lancet 2002; 360:1441-7. Höfundur er yfirlæknir Landspítala Hringbraut, dósent við læknadeild HÍ. Stjómandi SPORTFIII rannsóknarinnar á íslandi. Aðrir rannsakendur á ís- landi voru Axel F. Sigurðs- son, Inga Bjömsdóttir, Magnús Karl Pétursson og Stefanfa Snorradóttir. Læknablaðið 2003/89 383
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.