Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 32
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA Ágrip erinda E - 01 Holsjáraðgerðir í nefi og skútum nefs á Háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala Gunnhildur M. Guðnadóttir, Kristín Pálsdóttir, Hannes Petersen Háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala Fossvogi gunnhgud@landspitali. is Inngangur: Holsjáraðgerðir á nefi og skútum nefs (functional endo- scopic sinus surgery) hafa notið vaxandi vinsælda síðastliðinn ára- tug og hafa að mestu leyst af hólmi eldri aðgerðir á afholum nefs. Helstu ábendingar fyrir þessum aðgerðum eru langvinnar skúta- bólgur og miðar aðgerðin að því að bæta afrennsli úr skútum með minnstu mögulegri röskun á eðlilegu slímflæði í nefinu. Þetta er ýmist gert með því að stækka náttúruleg afrennslisop afhola nefsins eða fjarlægja aðrar orsakir fyrir stíflum, svo sem sepa og stækkaðar nefskeljar. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá nokkra yfirsýn yfir fjölda þeirra hér á landi, helstu ábendingar og fylgikvilla. Efniviður og aðferðin Rannsóknin er afturvirk og var farið yfir sjúkraskrár allra sjúklinga sem gengust undir holsjáraðgerðir á nefi og skútum nefs á tímabilinu 1990-2000. Niðurstöður: Alls fóru 484 sjúklingar í aðgerð á þessu tímabili, 257 karlar (53%) og 227 konur (47%). Heildarfjöldi aðgerða á tímabil- inu var 586 og var meðalaldur við fyrstu aðgerð 43,2 ár, bil 6-87 ár. 78 sjúklingar fóru tvisvar og þar af 21 sjúklingur þrisvar eða oftar í aðgerð. Helstu ábendingar fyrir aðgerð voru langvinnar bólgur í nefi og skútum (74%) og separ í nefi (49%). Meðallegutími var 1,65 dagur (bil 0-8 dagar). Tveir sjúklingar þurftu endurinnlögn vegna blæðingar nokkrum dögum eftir aðgerð og tveir (0,4%) greindust með intracranial (innan höfuðkúpu) loft eftir aðgerð, annar þeirra var einnig með mænuvökvaleka og fór aftur í aðgerð. í einu tilviki brotnaði snerilhnífur í aðgerð og brot sat eftir í kinnholu. Alyktun: Holsjáraðgerðir á nefi og afholum nefs hafa fest sig í sessi á Islandi eins og víðar. Aðgerðin er örugg og lítið um alvarlega fylgi- kvilla. Nokkuð stór hluti sjúklinga þarf þó á fleiri en einni aðgerð að halda. E - 02 Sjúkdómar í nefi og skútum nefs greindir við holsjáraðgerðir á Háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala Kristín Pálsdóttir, Gunnhildur M. Guðnadóttir, Hannes Petersen Háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala Fossvogi gunnhgud@landspitali.is Inngangur: Holsjáraðgerðir á nefi og skútum nefs (functional endo- scopic sinus surgery) hafa notið vaxandi vinsælda síðastliðinn ára- tug og hafa að mestu leyst af hólmi eldri aðgerðir á afholum nefs. Helstu ábendingar fyrir þessum aðgerðum eru langvinnar skúta- bólgur og miðar aðgerðin að því að bæta afrennsli úr skútum með minnstu mögulegri röskun á eðlilegu slímflæði í nefinu. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga helstu sjúkdómsgreiningar þeirra sem fóru í holsjáraðgerðir á nefi og skútum þess á tímabilinu 1990- 2000 á Háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og var farið yfir sjúkraskrár allra sjúklinga sem gengust undir holsjáraðgerðir á nefi og skútum nefs á tímabilinu 1990-2000. Einnig voru fengnar upplýs- ingar úr gagnagrunnum Rannsóknarstofu háskólans í meinafræði og Sýkladeild Landspítala. Niðurstöður: Alls fóru 484 sjúklingar í aðgerð á þessu tímabili, 257 karlar (53%) og 227 konur (47%). Helstu ábendingar fyrir aðgerð voru langvinnar bólgur í nefi og skútum (74%) og separ í nefi (49%). Ætlunin er að skoða nánar svör úr vefjagreiningum og þró- un í fjölda sýna á fyrrnefndu tímabili. Einnig verða skoðuð ræktun- arsvör og fjöldi sjúklinga með ofnæmi og asma svo eitthvað sé nefnt. Niðurstöður verða kynntar á skurðlæknaþingi. Ályktun: Holsjáraðgerðir á nefi og skútum nefs hafa fest sig í sessi á Islandi eins og víðar. Algengustu sjúkdómsgreiningar þeirra sem fara í þessar aðgerðir eru langvinnar bólgur í nefi og skútum og sep- ar í nefi. E - 03 Aldursstöðluð beinbrotatíðni í Eyjafirði Jón Torfi Halldórsson'. Þorvaldur Ingvarsson', Björn Guðbjörns- son:j 'Slysadeild og "Beinþéttnimóttaka FSA, 'Rannsóknarstofa í gigtar- sjúkdómum, Landspítala jontorfi@fsa.is Inngangur: Beinbrot eru algeng komuástæða á bráðamóttöku. Eðli og tíðni beinbrota eru mismunandi eftir aldri og kyni. Meðferð þeirra er oft kostnaðarsöm og þau skerða lífsgæði. Hækkandi með- alaldur þjóðarinnar vekur spurningar um framtíðarskipulag heil- brigðisþjónustunnar. Það er því mikilvægt að hafa áreiðanlegar upplýsingar um aldursstaðlaða beinbrotatíðni, en þær liggja ekki fyrir hérlendis. Efniviður og aðferðir: Á 12 mánaða tímabili (01.09.01-31.08.02) var upplýsingum safnað saman um öll beinbrot sem skráð voru hjá slysadeild FSA. Ennfremur var leitað í útskriftargreiningum allra legudeilda. íbúar í Eyjafirði 01.12.02 voru 21.627. Upplýsingar um aldursdreifingu voru fengdar hjá Hagstofu íslands. Niðurstöður: Alls greindust 668 beinbrot, þar af 449 hjá Eyfirðing- um (67%), sem samsvarar að nýgengi beinbrota við Eyjafjörð sé 208/10.000/ár. Beinbrot voru algengari meðal karla (59%), en kvenna (41%). Nýgengi brota var hæst meðal áttræðra og eldri (542/10.000/ár) og meðal barna á aldrinum 10-19 ára (392/10.000/ ár). Lægst var nýgengið hjá konum á aldrinum 30-39 ára (38/10.000/ ár), en hæst meðal elstu kvennanna (845/10.000/ár). Karlar höfðu hins vegar hæstu brotatíðnina meðal 10-19 ára drengja (533/10.000/ ár) og lægstu hjá 50-59 ára körlum (117/10.000/ár). Beinþynningarbrot voru meira en helmingur allra brota eftir fimmtugt og yfir 80% allra brota hjá áttræðum og eldri. Álvktun: Rannsóknin staðfestir aldursbreytilegt nýgengi beinbrota og að ungir karlar hafi háa beinbrotatíðni sem líklega skýrist af at- vinnutengdri áhættu eða háskalegri hegðun. Frekari rannsóknir þar sem beinþéttni þeirra sem brotna er metin eru nauðsynlegar til að unnt sé að draga ályktanir um sambandið milli beinbrota og bein- þynningar hér á landi. 404 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.