Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 20
FRÆÐIGREINAR / AFSLÁTTARKORT Ástæða er til að gera frekari athuganir á nýtingu afsláttarkortsins hérlendis. Gögnunum sem hér er greint frá var safnað 1998 og 1999. Síðan þá hefur reglum um kostnað sjúklinga vegna læknishjálpar verið breytt og viðmiðunarmörk afsláttarkortsins hafa hækkað úr 12.000 krónum í 18.000 krónur fyrir fullorðna almennt og úr 3000 krónum í 4500 krónur fyrir lífeyrisþega. Því er ástæða til að skoða þróun komugjalda og nýtingar afsláttarkortsins síðustu ár í einstökum þjóðfélagshópum. Þá væri einnig þörf að skoða nánar en gert hefur verið tengsl kostnaðar og afsláttarkortahalds við frestun læknisþjónustu í ein- stökum þjóðfélagshópum. Eru tilteknir hópar líklegri til að fresta eða fella niður læknisheimsókn ef upp- safnaður þjónustukostnaður eða komugjöld eru orð- in há eða ef afsláttarkort vantar? Er slík frestun breytileg eftir tilefnum þjónustunotkunar eða tegund læknisþjónustu? Svör við þessum spurningum gæfu frekari upplýsingar um áhrif komugjalda og afsláttar- korts á aðgengi að heilbrigðisþjónustunni. Slíkar upplýsingar eru þýðingarmiklar í heilbrigðiskerfi eins og því íslenska sem hefur að megin markmiði gott að- gengi einstaklinga og hópa að heilbrigðisþjónust- unni. Þakkir Heilbrigðiskannanirnar Heilbrigði og lífskjör Islend- inga I og II sem greinin byggir á hlutu styrk frá Rann- sóknarráði íslands (Vísindasjóði) og Rannsóknasjóði Háskóla Islands. Að auki veitti Rannsóknasjóður Háskóla Islands sérstakan styrk til gagnaúrvinnslu og skrifa þessarar greinar. Heimildir 1. Cockerham WC. Medical Sociology, 8th ed. Upper Saddle River, NJ: Prentice-Hall; 2001. 2. Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990. 3. Tillaga til þingsályktunar um íslenska heilbrigðisáætlun. Lögð fyrir Alþingi á 111. löggjafarþingi 1988-1989. 4. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Heilbrigðisáætlun til ársins 2010: Langtímamarkmið í heilbrigðismálum. Reykja- vík: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið; 2001. 5. OECD Health Data 2001. Frakkland: OECD; 2002. 6. Þjóðhagsstofnun. Útgjöld heimila til heilbrigðismála 1987- 2000. Reykjavík: Þjóðhagsstofnun; 2002. 7. Whitehead M, Evandrou M, Haglund B, Diderichsen, F. As the health divide widens in Sweden and Britain, what’s happening to access to care? BMJ 1997; 315:1006-9. 8. Berk ML, Schur CL, Cantor JC. Ability to obtain health care: Recent estimates from the Robert Wood Johnson Foundation National Access to Care Survey. Health Aff 1995; 14:139-46. 9. Donelan K, Blendon RJ, Hill CA, Hoffman C, Rowland D, Frankel M, et al. Whatever happened to the health insurance crisis in the United States? Voices from a national survey. JAMA 1996; 276:1346-50. 10. Newhouse JP, Manning WG, Morris CN. Some interim results from a controlled trial of cost sharing in health insurance. N Engl J Med 1981; 305:1501-7. 11. Rask KJ, Williams, MV, Parker RM, McNagny SE. Obstacles predicting lack of a regular provider and delays in seeking care for patients at an urban public hospital. JAMA 1994; 271: 1931-3. 12. Vilhjálmsson R, Ólafsson Ó, Sigurðsson JÁ, Herbertsson TÞ. Aðgangur að heilbrigðisþjónustu á íslandi. Reykjavík: Land- læknisembættið; 2001. 13. Reglugerð nr. 218/2002 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. 14. Tryggingastofnun ríkisins. Handbók Tryggingastofnunar ríkis- ins. 3. kafli - Sjúkratryggingar. Sótt 27. janúar 2003 á vefslóð- ina: http://www.tr.is. 15. Tryggingastofnun ríkisins. Staðtölur almannatrygginga 2001, Tafla 24. Reykjavík: Tryggingastofnun ríkisins; 2002. 16. Vilhjálmsson R, Jörundsdóttir E, Sigurðardóttir H, Jóhanns- dóttir ÞB. Þættir tengdir aðgengi að læknisþjónustu á íslandi. í: Sveinsdóttir H, Nyysti A, ritstj. Framtíðarsýn innan heilsu- gæsluhjúkrunar. Reykjavík: Háskólaútgáfan; 2001. 17. Vilhjálmsson R. Hveijir leita til hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslunni? Niðurstöður úr nýlegri heilbrigðiskönnun meðal Islendinga. í: Sveinsóttir H, Nyysti A, ritstj. Framtíðarsýn inn- an heilsugæsluhjúkrunar. Reykjavík: Háskólaútgáfan; 2001. 18. Dillman DA. Mail and Telephone Surveys: The Total Design Method. New York: Wiley; 1978. 19. Dillman DA. The design and administration of mail surveys. Annu Rev Sociol 1991; 17:225-49. 20. Vilhjálmsson R, Sigurðardóttir GV. Bein útgjöld íslenskra heim- ila vegna heilbrigðisþjónustu. Læknablaðið 2003; 89: 25-31. Cipralex® Cipralex, filmuhúðar töflur N 06 AB Hver filmuhúðuð tafla inniheldur escítalópram 5 mg, 10 mg, 15 mg eða 20 mg (sem oxalat). Ábendingar: Meðferð gegn alvarlegum þunglyn- disköstum. Felmtursröskun (panic disorder) með eða án víðáttufælni (agoraphobia). Skammtar og lyfjagjöf: Atvarleg þunglyndisköst: Venjulegur skammtur er 10 mg einu sinni á dag. Tekið skal mið af svörun sjúklings, en skammtinn má auka í allt að 20 mg á dag. Venjulega tekur 2-4 vikur að fá fram verkun gegn þunglyndi. Eftir að einkennin hverfa, þarf meðferðin að halda áfram í a.m.k. 6 mánuði, til að tryggja að árangur haldist. Felmtursröskun (panic disorder) með eða án víðáttufælni (agora- phobia): Ráðlagður upphafsskammtur er 5 mg á dag. Eftir einnar viku meðferð er skammturinn aukinn í 10 mg á dag. Auka má skammtinn enn frekar eða ( allt að 20 mg á dag, eftir því hver svörun sjúklingsins er. Hámarksárangur næst eftir u.þ.b. þrjá mánuði. Meðferðin stendur yfir ( nokkra mánuði. Atdraðirsjúktingar (> 65ára): (huga skal að hefja meðferð með hálfum ráðlögðum upphafsskammti og nota lægri hámarksskammt (sjá lið 5.2 Lyfjahvörf). Böm og unglingar (<18 ára): öryggi og verkun lyf- sins hjá börnum og unglingum, hafa ekki verið rannsökuð og því er ekki ráðlagt að nota lyfið fyrir sjúklinga í þessum aldurshópum.Skert nýrnas- tarfsemi: Aðlögun skammta er ekki nauðsynleg hjá sjúklingum með væga eða miðlungsmikla skerðingu á nýrnastarfsemi. Cæta skal varúðar hjá sjúklingum með verulega skerta nýmastarfsemi (CLCR minni en 30 ml/mín.) Skert lifrarstarfsemi: Ráðlagður upphafs-skammtur er 5 mg á dag, (2 vikur. Eftir það má auka skammtinn í 10 mg, háð svörun sjúklings. Frábendingan Ofnæmi fyrir escítalóprami eða einhverju hjálparefnanna. Samhliða meðferð með ósérhæfðum, óafturkræfum mónóamín oxidasa hemlum (MAO-hemlum). Varúð: Hjá sumum sjúklingum með felmturs- röskun geta kvíðaeinkenni aukist ( upphafi meðferðar með geðdeyfðarlyfjum. Ef sjúklingur fær krampa skal undantekningarlaust hætta gjöf lyfsins. Forðast skal notkun serótónín endurupptökuhemla hjá sjúklingum með óstöðuga flogaveiki. Nákvæmt eftirlit skal hafa með sjúklingum með flogaveiki, sem tekist hefur að meðhöndla og stöðva skal meðferð með serótónín endurupptökuhemlum ef tíðni floga eykst. Cæta skal varúðar við notkun SSRI lyfja hjá sjúklingum sem hafa átt við oflæti að stríða (mania/hypomania). Stöðva skal meðferð með SSRI lyfjum ef sjúklingur stefnir í oflætisfasa. Hjá sjúklingum með sykursýki getur meðferð með SSRI lyfjum haft áhrif á sykurstjórnun. Nauðsynlegt getur verið að aðlaga skammta af insúKni og/eða sykursýkislyfjum til inntöku. Almenn klínísk reynsla af notkun SSRI lyfja sýnir, að sjálfsvígshætta getur aukist á fyrstu vikum meðferðar. Mikilvægt er að fylgjast náið með sjúk- lingi á þessu tímabili. Lækkun natrlums í blóði hefur sjaldan verið skráð við notkun SSRI lyfja og hverfur venjulega þegar meðferðinni er hætt. Óeðlilegar húðblæðingar s.s. flekkblæðingar (ecchymoses) og purpuri hafa verið skráðar í tengslum við notkun sértækra serótónín endurupp- tökuhemla. Sérstakrar varúðar ber að gæta hjá sjúklingum sem fá SSRI lyf samhliða lyfjum sem hafa áhrif á starfsemi blóðflagna svo og hjá sjúk- lingum með sögu um blæðingartilhneigingu. Almennt er ekki mælt með samhliða notkun escítalóprams og MAO-A hemla vegna hættunnar á að valda serótónín heilkenni. ( sjaldgæfum tilfellum hefur serótónín heilken- ni verið skráð hjá sjúklingum, sem nota SSRI lyf samhliða serótónvirkum lyfjum. Ef þetta gerist skal strax hætta meðferð. Þegar meðferð með Cipralex er hætt, skal dregið úr skömmtum smám saman, á einni til tveimur vikum, til að koma í veg fyrir hugsanleg fráhvarfseinkenni. Milliverkanir: Notkun escítalóprams er frábending samhliða ósérhæfðum MAO-hemlum. Vegna hættunnar á serótónín heilkenni, er ekki mælt með samhliða notkun escítalóprams og MAO-A hemils og gæta skal varúðar við samtímis notkun selegilíns (óaftur-kræfur MAO-B- hemill). Cæta skal varúðar þegar samtímis eru notuð önnur lyf, sem geta lækkað krampaþröskuld. Gæta skal varúðar við samtímis notkun litíums og tryptófans. Forðast skal samtímis notkun náttúrulyfsins jónsmessurun- na (St. John' s Wort). Ekki er vænst neinna milliverkana í tengslum við lyfhrif eða lyfjahvörf, á milli escítalóprams og alkóhóls. Samt sem áður, eins og við á um önnur geðlyf, er samhliða notkun alkóhóls ekki æskileg. Nauðsynlegt getur verið að minnka skammta af escítalóprami við samtímis notkun ensímhemlanna ómeprazóls og címetidíns. Cæta skal varúðar þegar escítalópram er gefið samhliða lyfjum, sem umbrotna fyrir tilstilli ensímanna CYP2D6 (flecaíníð, própafenón, metóprólól, desipramín, klómipramín, nortryptilín, risperidón, thíorídazín og halóperidól) og CYP2C19. Meðganga og brjóstagjöf: Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um notkun escítalóprams á meðgöngu. Því ætti ekki að nota Cipralex á meðgöngu, nema brýna nauðsyn beri tiL Gert er ráð fyrir að escítalópram skiljist út í brjóstamjólk. Ekki ætti að gefa konum með böm á brjósti escítalópram. Aukaverkanin Aukaverkanir eru algen- gastar á fyrstu og annarri viku meðferðar og yfirleitt dregur úr tíðni og styrk þeirra við áframhaldandi meðferð. Sé meðferð með sértækum serótónín endurupptökuhemlum hætt skyndilega eftir langvarandi meðferð, geta fráhvarfseinkenni komið fram hjá sumum sjúklingum. Þrátt fyrir að fráhvarfseinkenni geti komið fram þegar meðferð er hætt, benda fyrirliggjandi forklínískar og klínískar upplýsingar ekki til þess að um ávanahættu sé að ræða. Fráhvarfseinkenni af völdum escítalóprams hafa ekki verið metin á kerfisbundinn hátt. Þau fráhvarfseinkenni sem komið hafa fram í tengslum við racemískt cítalópram eru svimi, höfuðverkur og ógleði. Meirihluti þeirra eru væg og afmörkuð (self-limiting). í tvíblindum samanburðarrannsóknum með lyfleysu var tíðni eftirfarandi aukaverkana hærri vegna escítalóprams en lyfleysu: ógleði, sviti, svefnhöfgi, svimi, svefnleysi, hægðatregða, niðurgangur, minnkuð matarlyst, kynlífstru- flanir, þreyta, hiti, bólgur í ennis- og kinnholum og geispar.Pakkningar og verð (febrúar 2003): Cipralex 5 mg 28 stk kr.2591, Cipralex 5 mg 100 stk kr. 7432, Cipralex 10 mg 28 stk kr. 4259, Cipralex 10 mg 56 stk kr. 7626 Cipralex 10 mg 100 stk kr. 12.549, Cipralex 15 mg 28 stk kr. 5840, Cipralex 15 mg 100 stk kr. 17.918, Cipralex 20 mg 28 stk kr. 7347, Cipralex 20 mg 56 stk kr. 13.476, Cipralex 20 mg 100 stk kr. 22.735. Handhafi markaðsleyfis: H. Lundbeck A/S, Ottiliavej 9, DK-2500 Kaupmannahöfn - Valby, Danmörk. Umboðsmaður á íslandi: Austurbakki hf„ Köllunarklettsvegi 2,104 Reykjavík; sími 563 4000. Markaðsleyfi var veitt 31. maí 2002 392 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.