Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 81
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MINNING
mér að að sjálfsögðu langtum framar vegna lífsreynslu,
menntunar og starfa enda ég bara áhugamaður, æði
pörtóttur í þeim efnum. En margt gat hann útskýrt
vel fyrir mér. Eða svona eins vel og hægt er því að á
sviði sefans er fátt alveg afgerandi og sennilega margt
ókannað ennþá. Ekki töluðum við annars mikið um
sjúkdóma beinlínis, hvorki líkamlega né andlega,
nema rétt einstaka sinnum. En svo mikið kynntist ég
honum þó sem lækni að ég var ekki í vafa um að í
sinni stétt var hann gull af manni, natinn og úrræða-
góður, bæði við geðlækningar og sem heimilislæknir.
Og mér fannst hann taka skynsamlega, sem sé öfga-
og fordómalaust, á öllum hlutum. Ekki vantaði já-
kvæðnina og alltaf var stutt í húmorinn hjá honum.
Hann áleit að vandamál væru til að leysa þau og margir
sjúkdómar gætu flokkast undir leysanleg vandamál.
Og væru þeir ekki læknanlegir mætti þó langoftast
Iaga heilmikið. Sem fullkomnust lækning og hald-
bestur bati voru samt aðalmarkmið hans í starfi eins
og allra dugandi lækna. Og hann gat verið bæði
þreyttur og glaður að loknum löngum vinnudegi þeg-
ar honum fannst hann hafa komið vel að liði og sagði
stundum bæði í gamni og alvöru við mig eitthvað á
þessa leið: „Æ, ég er barasta hálfþreyttur, Steinar
minn. Líka búinn að lækna svo ári marga í dag“.
Og aðeins eitt til viðbótar um lækninn Þorgeir.
Það var latínan. Hann gætti þess og ástundaði það að
skrifa og beygja rétt þau læknisfræðilegu heiti og
setningar sem hann þurfti á að halda í bréfum og
skýrslum. Þeir læknar sem pössuðu svo vel upp á
latínuna sína svo síðla á öldinni sem leið hygg ég að
hafi verið orðnir sárasjaldgæfir og ætli þeir séu ekki
barasta útdauðir nú á dögum? En auðvitað passaði
það ekki Þorgeiri að sýna latínunni óvirðingu. Líka
að því leyti var hann amicus verus - rara avis (sannur
vinur - sjaldgæfur fugl) í bestu merkingu. Góður og
sannur húmanisti. Góður og sannur vinur. í senn vin-
ur fræðanna og vinur vina sinna.
Stundum á kvöldvökunum okkar las ég fyrir hann
textabrot og ljóð sem voru í uppáhaldi hjá mér, oftast
á frummálinu en stundum í þýðingu. Virtist smekkur
okkar fara mjög saman á þessum hraðfleygu stund-
um með ívafi lágværrar klassískur og ofurlítillar
brjóstbirtu. En um dauðann og hvað tæki við að hon-
um loknum ræddum við sjaldan. Eg held að honum
hafi ekki hugnast að fara langt út í þá sálma. En allt
um það vildi ég að lokum kveðja burtsofnaðan heið-
ursmann og aldarvin minn með erindi úr spænskum
ljóðaflokki. Efnið tengist því sem okkar allra bíður
og er svona:
Tólfhögg sló klukkan.
Og tólf sinnnum
var reku barið í svörðinn.
Éghrópaði...
Stund mín er komin!
Pá svaraði þögnin:
Pegar síðasti dropinn
í stundaglasinu
blikar ogfellur
verða augu þín lokuð.
Lengi muntu sofa á þessari strönd
en vakna á heiðum morgni
í bát þínum bundnum
við bakkann hinum megin.
(Machado, A. - Þýðing undirritaðs.)
Astvinum Þorgeirs og kærum kollegum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur mínar.
NuvaRing, leggangahringur, G03AA. Samsetning: Hver skeiðarhringur inni-
heldur 11,7 mg af etónógestreli og og 2,7 mg af etinýlestradíóli. Ábending:
Getnaðarvörn. Öryggi og verkun hefur verið staðfest hjá konum á aldrinum
18 til 40 ára. Skammtar og lyfjagjöf: Konan getur sjálf komið hringnum fyrir
í leggöngum. Þegar hringnum hefur verið komið fyrir skal hann hafður í
leggöngum samfellt í 3 vikur. NuvaRing á að fjarlægja eftir 3 vikna notkun á
sama vikudegi og ísetning hringsins fór fram. Eftir vikulangt hlé er nýr hringur
settur í leggöng. í 3 vikur losna daglega að meðaltali 0,120 mg af etónóge-
streli og 0,015 mg af etinýlestradíóli úr hringnum. Frábendingar:
Segamyndun eða saga um segamyndun í bláæðum með eða án lungna-
blóðreks. Segamyndun eða saga um segamyndun í slagæðum eða fyrirboði
um segamyndun. Þekkt tilhneiging til segamyndunar í bláæðum eða
slagæðum. með eða án erfðaþátta. Sykursýki með fylgikvillum í æðum.
Alvarlegir áhættuþættir, einn eða fleiri, fyrir segamyndun í bláæðum eða
slagæðum. Alvarlegur lifrarsjúkdómur eða saga um slíkt hafi niðurstöður úr
lifrarprófum ekki orðið eðlilegar aftur. Lifraræxli (góðkynja eða illkynja) eða
saga um slíkt. Illkynja hormónaháð æxli í kynfærum eða brjóstum eða grunur
um slíkt. Blæðingar frá leggöngum af óþekktum orsökum. Ofnæmi fyrir virku
efnunum eða einhverju hjálparefna NuvaRing. Varnaðarorð og varúðar-
reglur: Ef eitthvert eftirtalins ástands/áhættuþátta er fyrir hendi skal meta
kosti notkunar NuvaRing gegn hugsanlegri áhættu í hverju tilviki fyrir sig.
Æðasjúkdómar: Notkun samsettra getnaðarvarnataflna hefur verið tengd
aukinni hættu á segamyndun f bláæðum (segamyndun í djúpum bláæðum
og lungnablóðreki) og segamyndun í slagæðum og tengdum fylgikvillum.
Aðrir sjúkdómar sem hafa verið tengdir æðasjúkdómum eru sykursýki, rauðir
úlfar, blóðlýsuþvageitrunarheilkenni (hemolytic uraemic syndrome),
langvinnur bólgusjúkdómur I þörmum (t.d. Crohns sjúkdómur eða sáraristil-
bólga). Aukin tíðni mígrenikasta svo og ef þau verða verri getur verið fyrir-
boði heilablóðfalls.Æx//; Aukinni hætta er á krabbameini í leghálsi hjá konum
við langtímanotkun samsettra getnaðarvarnataflna og örlítið aukin hætta á
greiningu brjóstakrabbameins. Einstaka sinnum hefur verið greint frá
góðkynja lifraræxlum og enn sjaldnar illkynja lifraræxlum hjá þeim sem nota
samsettar getnaðarvarnatöflur. Aörir sjúkdómar: Konur með hátt þríglýseríð
í blóði eða fjölskyldusögu um slíkt geta verið í aukinni hættu á að fá brisbólgu
þegar þær nota hormónagetnaðarvörn. Þótt greint hafa verið frá lítils háttar
blóðþrýstingshækkun hjá mörgum konum, sem nota hormónagetnaðarvörn,
hefur ekki verið sýntfram á samhengi milli notkunar hormónagetnaðarvarnar
og háþrýstings sem hefur klíníska þýðingu. Bráðar eða langvinnar truflanir á
lifrarstarfsemi geta gert það að verkum að nauðsynlegt reyndist að hætta
notkun NuvaRing þar til lifrargildin eru komin í eðlilegt horf. Fylgjast þarf vel
með sykursýkissjúklingum meðan á notkun NuvaRing stendur, einkum á
fyrstu mánuðum notkunar. Versnun á Crohns sjúkdómi og sáraristilbólgu
hefur sést í tengslum við notkun hormónagetnaðarvarna. Þungunarfrekna
(chloasma gravidarum) hefur stöku sinnum orðið vart, einkum hjá konum
með sögu um slíkt á meðgöngu. Legsig, blöðrusig og/eða endaþarmssig,
alvarleg eða langvinn hægðategða geta gert notkun NuvaRing erfiða eða
ómögulega. Milliverkanir: Lyf sem hvetja frymisagnarensím (microsomal
enzymes) geta leitt til aukinnar úthreinsunar kynhormóna (t.d. fenýtóín,
fenóbarbital, prímidón, karbamazepín, rífampicín og hugsanlega einnig
oxkarbazepín, tópíramat, felbamat, ritónavír, gríseófúlvín og vörur sem
innihalda Jóhannesarjurt). Dregið getur úr hringrás östrógens um lifur og
þarma þegar ákveðin sýklalyf eru gefin samtímis og getur það leitt til
lækkunar á þéttni etinýlestradíóls (t.d. penicillín, tetracýklín). Milliverkanir
hormónagetnaðarvarnalyfja og annarra lyfja geta leitt til milliblæðinga og/eða
að getnaðarvörn bregðist. Meðganga og brjóstagjöf: NuvaRing á ekki að nota
á meðgöngu. Aukaverkanir: Algengar: Þrymlabólur, höfuðverkur og mígreni,
geðlægð, tilfinningalegt ójafnvægi, minnkuð kynhvöt, kviðverkir, ógleði,
þyngdaraukning, kviðverkir (tengdir kynfærum), verkur í brjóstum, auka-
verkanir tengdar lyfjaforminu, tíðaþrautir, útferð, óþægindi í leggöngum og
leggangaþroti. Kynfæri karla: Aukaverkanir tengdar lyfjaforminu (t.d.
óþægindi við samfarir). Ofskömmtun: Ekki hefur verið greint frá alvarlegum
skaðlegum verkunum við ofskömmtun hormónagetnaðarvarna. Einkenni
sem geta komið fram í þeim tilvikum eru ógleði, uppköst og smávægilegar
blæðingar frá leggöngum hjá ungum stúlkum. Útlit: NuvaRing er sveigjan-
legur, gegnsær hringur, 54 mm i þvermál og með 4 mm þversniði.
Pakkningar og verð: 1. nóv. 2002, 1 hringur: 1.916 kr, 3 hringir: 4.644 kr.
Afgreiðslutilhögun: Lyfið er lyfseðilsskylt. Greiðslufyrirkomulag: Ekki greitt
af TR. Sérlyfjaskrártextinn er verulega styttur. Texta í fullri lengd er hægt að
nálgast á heimasíðu Lyfjastofnunar eða hjá PharmaNor hf, Hörgatúni 2, 212
Garðabæ. Umboð á íslandi: PharmaNor hf • Hörgatúni 2 • 212 Garðabæ •
Sími 535 7000 • Fax: 535 7188 • Tölvupóstfang: oroanon@Dharmanor.is
Heimildir:
1. Timmer CJ, Mulders TMT. Pharmacokinetics of Etonogestrel and
Ethinylestradiol Released from a Combined Contraceptive Vaginal
Ring. Clin. Pharmacokinet 2000;39:233-242.
2. Roumen FJME, Apter D, Mulders TMT, Dieben TOM. Efficacy, tole-
rability and acceptability of a novel contraceptive vaginal ring rele-
asing etonogestrel and ethinyl estradiol. Hum. Reprod.
2001;16:469-475.
Læknablaðið 2003/89 453