Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 71

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILKENNI ALVARLEGRAR BRÁÐRAR LUNGNABÓLGU linga fær hroll, vöðva- og höfuðverk og veikindatil- finningu. Niðurgangur og hálssærindi geta fylgt þess- um einkennum. Sjúkdómurinn veldur í flestum til- fellum lungnabólgu sem lýsir sér í staðbundnum, lóbar- eða miðvefsþéttingum á lungnamynd. Lungna- breytingarnar geta verið hvar sem er í lungum en þó oftast í þeim neðanverðum báðum megin. Lungna- bólgan getur líkst hvort heldur sem er bakteríu- eða veirulungnabólgu sem getur þróast yfir í ARDS (Acute Respiratory Distress Syndrome). Súrefnis- mettun er minnkuð í flestum tilfellum. Hvítblóð- kornafæð, sérstaklega lymfópenía, blóðflögufæð ásamt hækkun á CK (Creatin kinase), LDH (Lactic acid dehyrogenase), ASAT (Aspartate amino- transferase) og ALAT (Alanine aminotratran- ferase) mælist í blóði margra. Talið er að í allt að 10- 20% tilvika þurfi að grípa til öndunarvéla og dánar- tíðnin er talin um 5%. Þótt ýmis lyf hafi verið reynd er viðeigandi sértæk meðferð á þessu stigi ókunn. Meðgöngutími sjúkdómsins er venjulega tveir til sjö dagar en getur orðið 10 dagar. Flestir sjúklingarnir sem hafa greinst eru á aldrin- um 25-70 ára. Nokkur börn (<15 ára) hafa greinst með HABL. Umræða A þessari stundu heldur HABL áfram að breiðast út til allra heimshluta, ekki með ógnarhraða líkt og in- flúensa, heldur hægt og bítandi. Þótt enn sé margt á huldu um sjúkdóminn koma sýkingavarnir og al- mennar sóttvarnarráðstafanir sem felast í einangrun, sóttkví og rakning smitleiða að gagni við að hefta út- breiðslu sjúkdómsins. Greiningarpróf eru væntanleg en þau eru ýmsum takmörkunum háð (15). ELISA próf geta fundið mótefni gegn kórónaveirunni en þó ekki fyrr en eftir 20 daga frá upphafi einkenna. IFA próf geta fundið mótefni 10 dögum eftir að einkenni koma fram en prófin krefjast veiruræktunar í frumum. PCR próf sem fram hafa komið til að finna veiruna koma að gagni í upphafi sýkingar en gefa oft falskt neikvæð svör. Enn sem komið er byggist tilkynning um HABL á klínísku mati, sögu um tengsl við smitaða eða ferðalög til svæða þar sem sjúkdómurinn hefur náð útbreiðslu. Eftir að WHO gaf út þann 15. mars 2003 bráða- viðvörun til allra alþjóðlegra ferðamanna, heilbrigð- isstarfsmanna og heilbrigðisyfirvalda um HABL og aukna vöktun gegn sjúkdómnum hafa aðgerðir hér á landi hafa beinst að því að upplýsa ahnenning, stjóm- völd og heilbrigðisstarfsmenn um sjúkdóminn. Á heimasíðu Landlæknisembættisins www.landlaeknir. is em slíkar upplýsinga birtar reglulega. Mælst hefur verið til þess að skipulegum hópferðum til útsettra svæða verði frestað um sinn. í samræmi við tilmæli WHO hefur verið varað við óþarfa ferðum til út- Heildarfjöldi settra svæða í Kína og Toronto í Kanada. Yfirvöld á Keflavíkurflugvelli, flugumferðarstjóm og flugfélög hafa fengið upplýsingar um viðbrögð við hugsanlegu HABL tilviki. Heilbrigðisstarfsmönnum og sjúkra- flutningsmönnum hafa verið gefnar upplýsingar og á Landspítala hefur smitsjúkdóma- og sýkingavarna- deild undirbúið viðbrögð við sjúkdómnum. Allir far- þegar sem koma með flugi til landsins og hafa dvalið á útsettum svæðum (Kína, þar með talið Hong Kong og Guangdonghérað, Singapore, Víet Nam og Tor- onto í Kanada) eru beðnir um að fylgjast sérstaklega með heilsunni. Heilbrigðisráðherra gaf út reglugerð þess efnis að HABL skyldi vera tilkynningaskyldur sjúkdómur á íslandi í samræmi við sóttvarnalög nr. 18 / 1997 (sjá tilkynningu). Á undanförnum misserum hefur WHO unnið að endurskoðun alþjóðlegra heilbrigðisreglna (Interna- tional Health Regulations) sem skulu vera rammi vöktunar og tilkynninga um alvarlega sjúkdóma sem ógna heimsbyggðinni og nýst geta sem tæki til að stemma stigu við útbreiðslu slíkra sjúkdóma. Við- brögðin við HABL sóttinni vísa veginn um þau við- brögð sem grípa þarf til þegar ný og áður óþekkt ógn steðjar að, svo sem alheimsfaraldur inflúensu eða at- burðir af völdum sýkla- og eiturefnavopna. Erfitt er að svara því með hvaða hætti HABL far- aldurinn mun þróast enda mörgum spurningum ósvarað. Eru margir sem smitast einkennalausir? Eru margir einkennalausir smitberar? Getur veiran lifað í umhverfinu? Geta dýr verið smitberar? Tekst að búa til bóluefni? Er von á sértækri lyfjameðferð? Allt bendir tii þess að faraldurinn sé rétt að hefjast og mikill fjöldi manna eigi eftir að sýkjast. Á meðan ekkert bóluefni finnst er helsta vonin að flestir sem sýkjast séu einkennalausir, myndi mótefni og stuðli Fjöldi sjúklinga með HABL og fjöldi látinna sem lilkynnir hafa verið til WHO. Læknablaðið 2003/89 443
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.