Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / SJÚKRATILFELLI
líkamans, saltneyslu og tíma sólarhringsins (10). Hátt
s-renín og s-aldósterón mælt í miðmorgunblóðprufu
bendir til saltsteraheilkennis (10). Vegna lífeðlis-
fræðilegra breytinga sem verða á renín-angíótensín-
aldósterón kerfinu á meðgöngu er best að nota vik-
mörk fyrir þungaðar konur sem eru breytileg eftir
meðgöngulengd. Þar sem fá tilfelli af saltsteraheil-
kenni greinast á meðgöngu eru ekki allar rannsókn-
arstofur. þar með talið hér á Islandi, sem hafa vik-
mörk þessara hormóna hjá þunguðum konum. Blóð-
prufur hjá sjúklingi í ofangreindu sjúkratilfelli bentu
sterklega til saltsteraheilkennis á meðgöngu sem síð-
ar var staðfest með endurteknum prufum eftir fæð-
ingu. Þungaðar konur með saltsteraheilkenni eru
með bælt renín nema þegar meðgöngueitrun greinist
til viðbótar saltsteraháþrýstingi (6). Avallt er óeðli-
legur útskilnaður kalíums í þvagi. Hægt er að nota
frekari próf til efnafræðilegrar greiningar en það eru
svokölluð stöðupróf og salthleðslupróf (10,11).
Þegar efnafræðileg próf hafa staðfest salteraheil-
kenni er rétt að staðsetja meinið/n með tölvusneið-
mynd eða segulómun. Tölvusneiðmynd gefur 45-
58% næmi og 91-92% sértæki til greiningar á góð-
kynja aldósterónframleiðandi æxli (11).
Meðferð skiptist í skurð- og lyfjameðferð. Kjör-
meðferð við góðkynja aldósterónmyndandi æxli er
skurðaðgerð en hins vegar verður að beita langtíma-
lyfjameðferð í hnökrastækkun á nýmahettuberki (12,
13).
Þungun takmarkar lyfjaval og því er oft erfitt að
ná tökum á saltsteraháþrýstingi á meðgöngu.
Kjörlyf við saltsteraháþrýstingi eru lyf sem and-
verka aldósterón viðtakann (spírónolactone) eða hafa
áhrif á renín-angíótensín-aldósterón kerfið (ACE-
eða Angiotensín II blokkarar) (12, 13). Ekkert af
þessum lyfjum má nota á meðgöngu. Spírónolactone
hefur andandrogena verkun og geta því haft skaðleg
áhrif á drengfóstur (12, 14). Vitað var að sjúklingur
okkar gekk með drengfóstur og var því ekki hægt að
nota spírónolactone í hennar tilfelli. Notkun ACE-
og Ang II blokkara á meðgöngu eykur hættu á litlu
legvatni og nýrnabilun hjá fóstrinu ef lyfin eru notuð
á öðrum eða síðasta þriðjungi meðgöngunnar (14).
Blóðþrýstingslækkandi lyf sem óhætt er að nota á
meðgöngu eru: 1) B-blokkarar eins og labetalól.
metoprólol, 2) methyldopa, 3) kalsíumblokkarar eins
og nifedipine (1,12,14).
Almennt er meðferð hafin ef lagbilsþrýstingur
>100 mmHg (1). Blóðþrýstingur >180/110 mmHg er
alvarlegur háþrýstingur og eykur hættu móður á
heilablæðingu. hjarta- og nýrnabilun. Burðarmáls-
dauði er þrisvar tii fjórum sinnum algengari hjá fóstr-
um mæðra með alvarlegan háþrýsting (1). Gefa þarf
kalíumuppbótarmeðferð ef kalíumgildi í blóði eru
lág.
Skiptar skoðanir eru hvort fjarlægja eigi góðkynja
aldósterónmyndandi æxli á meðgöngu eða bíða fram
yfir fæðingu (6, 15, 16). Sumir höfundar vilja meina
að þar sem tæknilega sé auðvelt að fjarlægja nýrna-
hettu með kviðarholssjá snemma á meðgöngu geti
það minnkað áhættu og afleiðingar saltsteraháþrýst-
ings á móður og barn (6). Aðrir telja meðgöngutím-
ann ekki nægilega langan til að geta valdið varanleg-
um skaða fyrir móður og barn ef um vægan háþrýst-
ing er að ræða (1).
Eftir að góðkynja aldósterónmyndandi æxli hefur
verið fjarlægt með skurðaðgerð leiðréttist kalíum
bælingin nánast hjá öllum sjúklingum (8,17) og í 70%
tilvika verður blóðþrýstingurinn innan eðlilegra
marka (8).
Heimildir
1. Sibai BM. Chronic Hypertension in pregnancy. Obstet
Gynecol 2002; 100: 369-77.
2. Sibai BM, Lindheimer M. Hauth J, Caritis S, VanDorsten P,
Klebanoff M, et al. Risk factors for preeclampsia, abruptio
placenta and adverse neonatal outcomes among women with
chronic hypertension. N Engl J Med 1998; 339: 667-71.
3. Cunningham FG, Lindheimer MD. Hypertension in preg-
nancy. N Engl J Med 1992; 326: 927-32.
4. Karlberg BE, Rydén G, Wichman K. Changes in the renin-
angiotensin-aldosteron and kallikrein-kinin system during
normal and hypertensive pregnancy. Acta Obstet Gynecol
Scand 1984; 118:17-24.
5. Brar HS. Kjos SL. Dougherty W. Hung-Shun D, Tam HB.
Hsueh WA. Increase fetoplacental active renin production in
pregnancy-induced hypertension. Am J Obstet Gynecol 1987;
157: 363-7.
6. Robar CA, Poremba JA, Pelton JJ. Hudson L, Higby K.
Current diagnosis and management of aldosterone-producing
adenoma during pregnancy. Endocrinol 1998; 8:403-8.
7. Gordon RD, Fishman LM, Liddle GW. Plasma renin activity
and aldosteron secretion in a pregnant woman with primary
hyperaldosterone. J Clin Endocrinol Metab 1967; 27: 385-8.
8. Stewart PM. Mineralcortcoid hypertension. Lancet 1999: 353:
1341-7.
9. Neerhof MG, Shlossman PA. Idiopathic aldosteronism in
pregnancy. Obstet Gynecol 1991; 78:489.
10. Stowasser M, Gordon R. Prevalence and diagnostic workup of
primar>' aldosteronism:new knowledge and new approaches.
Nephrology 2001; 6:119-26.
11. Phillips JL, Walther MM, Pezzullo JC, Rayford W, Choyke PL,
Berman AA, et al. Predictive value of preoperative tests in
discriminating bilateral adrenal hyperplasia from aldosterone
producing adrenal adenoma. J Clin Endocrinol Metab 2000;
85:4526-33.
12. Lim PO. Young WF. MacDonald TM. A review of the medical
treatment of primary aldosteronism. J Hypertens 2001; 19:
353-61.
13. Seifarth C. Trenkel S, Schobel H, Hahn EG, Hensen J. Influ-
ence of antihypertensive medication on aldosterone and renin
concentration in the differential diagnosis of essential hyper-
tension and primarv aldosteronism. Clin Endocrinol 2002: 57:
457-65.
14. Briggs GG, Freeman RK. Yaffe SJ. Drugs in Pregnancy and
lactation 5.ed.l998 Williams &Wilkins.
15. Merrill RH. Dombroski RA, MacKenna JM. Primary hyper-
aldosteronism during pregnancy. Am J Obstet Gynecol 1984;
150: 786-7.
16. Lotgering FK. Derkx FMH. Wallenburg HC. Primary hyper-
aldosteronism in pregnancy. Am J Obstet Gynecol 1986; 155:
986-8.
17. Sawka AM, Young WF. Thompson GB, Grant CS, Farley DR,
Leibson C, et al. Primary aldosteronism: factors associated
with normalization of blood pressure after surgery. Ann Intern
Med 2001:135:258-61.
Læknablaðið 2003/89 397