Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 25

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 25
FRÆÐIGREINAR / SJÚKRATILFELLI líkamans, saltneyslu og tíma sólarhringsins (10). Hátt s-renín og s-aldósterón mælt í miðmorgunblóðprufu bendir til saltsteraheilkennis (10). Vegna lífeðlis- fræðilegra breytinga sem verða á renín-angíótensín- aldósterón kerfinu á meðgöngu er best að nota vik- mörk fyrir þungaðar konur sem eru breytileg eftir meðgöngulengd. Þar sem fá tilfelli af saltsteraheil- kenni greinast á meðgöngu eru ekki allar rannsókn- arstofur. þar með talið hér á Islandi, sem hafa vik- mörk þessara hormóna hjá þunguðum konum. Blóð- prufur hjá sjúklingi í ofangreindu sjúkratilfelli bentu sterklega til saltsteraheilkennis á meðgöngu sem síð- ar var staðfest með endurteknum prufum eftir fæð- ingu. Þungaðar konur með saltsteraheilkenni eru með bælt renín nema þegar meðgöngueitrun greinist til viðbótar saltsteraháþrýstingi (6). Avallt er óeðli- legur útskilnaður kalíums í þvagi. Hægt er að nota frekari próf til efnafræðilegrar greiningar en það eru svokölluð stöðupróf og salthleðslupróf (10,11). Þegar efnafræðileg próf hafa staðfest salteraheil- kenni er rétt að staðsetja meinið/n með tölvusneið- mynd eða segulómun. Tölvusneiðmynd gefur 45- 58% næmi og 91-92% sértæki til greiningar á góð- kynja aldósterónframleiðandi æxli (11). Meðferð skiptist í skurð- og lyfjameðferð. Kjör- meðferð við góðkynja aldósterónmyndandi æxli er skurðaðgerð en hins vegar verður að beita langtíma- lyfjameðferð í hnökrastækkun á nýmahettuberki (12, 13). Þungun takmarkar lyfjaval og því er oft erfitt að ná tökum á saltsteraháþrýstingi á meðgöngu. Kjörlyf við saltsteraháþrýstingi eru lyf sem and- verka aldósterón viðtakann (spírónolactone) eða hafa áhrif á renín-angíótensín-aldósterón kerfið (ACE- eða Angiotensín II blokkarar) (12, 13). Ekkert af þessum lyfjum má nota á meðgöngu. Spírónolactone hefur andandrogena verkun og geta því haft skaðleg áhrif á drengfóstur (12, 14). Vitað var að sjúklingur okkar gekk með drengfóstur og var því ekki hægt að nota spírónolactone í hennar tilfelli. Notkun ACE- og Ang II blokkara á meðgöngu eykur hættu á litlu legvatni og nýrnabilun hjá fóstrinu ef lyfin eru notuð á öðrum eða síðasta þriðjungi meðgöngunnar (14). Blóðþrýstingslækkandi lyf sem óhætt er að nota á meðgöngu eru: 1) B-blokkarar eins og labetalól. metoprólol, 2) methyldopa, 3) kalsíumblokkarar eins og nifedipine (1,12,14). Almennt er meðferð hafin ef lagbilsþrýstingur >100 mmHg (1). Blóðþrýstingur >180/110 mmHg er alvarlegur háþrýstingur og eykur hættu móður á heilablæðingu. hjarta- og nýrnabilun. Burðarmáls- dauði er þrisvar tii fjórum sinnum algengari hjá fóstr- um mæðra með alvarlegan háþrýsting (1). Gefa þarf kalíumuppbótarmeðferð ef kalíumgildi í blóði eru lág. Skiptar skoðanir eru hvort fjarlægja eigi góðkynja aldósterónmyndandi æxli á meðgöngu eða bíða fram yfir fæðingu (6, 15, 16). Sumir höfundar vilja meina að þar sem tæknilega sé auðvelt að fjarlægja nýrna- hettu með kviðarholssjá snemma á meðgöngu geti það minnkað áhættu og afleiðingar saltsteraháþrýst- ings á móður og barn (6). Aðrir telja meðgöngutím- ann ekki nægilega langan til að geta valdið varanleg- um skaða fyrir móður og barn ef um vægan háþrýst- ing er að ræða (1). Eftir að góðkynja aldósterónmyndandi æxli hefur verið fjarlægt með skurðaðgerð leiðréttist kalíum bælingin nánast hjá öllum sjúklingum (8,17) og í 70% tilvika verður blóðþrýstingurinn innan eðlilegra marka (8). Heimildir 1. Sibai BM. Chronic Hypertension in pregnancy. Obstet Gynecol 2002; 100: 369-77. 2. Sibai BM, Lindheimer M. Hauth J, Caritis S, VanDorsten P, Klebanoff M, et al. Risk factors for preeclampsia, abruptio placenta and adverse neonatal outcomes among women with chronic hypertension. N Engl J Med 1998; 339: 667-71. 3. Cunningham FG, Lindheimer MD. Hypertension in preg- nancy. N Engl J Med 1992; 326: 927-32. 4. Karlberg BE, Rydén G, Wichman K. Changes in the renin- angiotensin-aldosteron and kallikrein-kinin system during normal and hypertensive pregnancy. Acta Obstet Gynecol Scand 1984; 118:17-24. 5. Brar HS. Kjos SL. Dougherty W. Hung-Shun D, Tam HB. Hsueh WA. Increase fetoplacental active renin production in pregnancy-induced hypertension. Am J Obstet Gynecol 1987; 157: 363-7. 6. Robar CA, Poremba JA, Pelton JJ. Hudson L, Higby K. Current diagnosis and management of aldosterone-producing adenoma during pregnancy. Endocrinol 1998; 8:403-8. 7. Gordon RD, Fishman LM, Liddle GW. Plasma renin activity and aldosteron secretion in a pregnant woman with primary hyperaldosterone. J Clin Endocrinol Metab 1967; 27: 385-8. 8. Stewart PM. Mineralcortcoid hypertension. Lancet 1999: 353: 1341-7. 9. Neerhof MG, Shlossman PA. Idiopathic aldosteronism in pregnancy. Obstet Gynecol 1991; 78:489. 10. Stowasser M, Gordon R. Prevalence and diagnostic workup of primar>' aldosteronism:new knowledge and new approaches. Nephrology 2001; 6:119-26. 11. Phillips JL, Walther MM, Pezzullo JC, Rayford W, Choyke PL, Berman AA, et al. Predictive value of preoperative tests in discriminating bilateral adrenal hyperplasia from aldosterone producing adrenal adenoma. J Clin Endocrinol Metab 2000; 85:4526-33. 12. Lim PO. Young WF. MacDonald TM. A review of the medical treatment of primary aldosteronism. J Hypertens 2001; 19: 353-61. 13. Seifarth C. Trenkel S, Schobel H, Hahn EG, Hensen J. Influ- ence of antihypertensive medication on aldosterone and renin concentration in the differential diagnosis of essential hyper- tension and primarv aldosteronism. Clin Endocrinol 2002: 57: 457-65. 14. Briggs GG, Freeman RK. Yaffe SJ. Drugs in Pregnancy and lactation 5.ed.l998 Williams &Wilkins. 15. Merrill RH. Dombroski RA, MacKenna JM. Primary hyper- aldosteronism during pregnancy. Am J Obstet Gynecol 1984; 150: 786-7. 16. Lotgering FK. Derkx FMH. Wallenburg HC. Primary hyper- aldosteronism in pregnancy. Am J Obstet Gynecol 1986; 155: 986-8. 17. Sawka AM, Young WF. Thompson GB, Grant CS, Farley DR, Leibson C, et al. Primary aldosteronism: factors associated with normalization of blood pressure after surgery. Ann Intern Med 2001:135:258-61. Læknablaðið 2003/89 397
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.